Rokk úr Reykjavík? Stefán Hilmarsson skrifar 10. janúar 2012 06:00 Nú berast fregnir af því að brátt eigi að loka samkomuhúsinu Nasa og jafnvel rífa það niður í kjölfarið. Það yrði synd og mikil eftirsjá að húsinu sem forðum var þekkt sem Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Mér liggur við að segja að salur þessi sé nauðsynlegur fyrir þá listamenn sem iðka rokk- og popptónlist, það sem stundum er kallað „nýgild tónlist". Sú sígilda lifir eins og blóm í eggi við smábátahöfnina, en eins og staðarhaldarinn á Nasa, Ingibjörg Örlygsdóttir, benti á í nýlegu viðtali, þá hefur hún á undanförnum misserum fundið mjög fyrir samkeppni við tónleikasali sem eru hraustlega niðurgreiddir af hinu opinbera. Inga hefur þó löngum stigið ölduna og haldið sjó, en fáheyrt er að sami aðili hafi rekið starfsemi sem þessa með jafngóðum brag í rúman áratug. En auðvitað kostar allt sitt og eftir því sem ég best fæ skilið, þá er svo komið að reksturinn stendur illa undir sér og sjá eigendur hússins sér að óbreyttu ekki nægan hag í að núverandi starfsemi verði þar áfram. Nasa hefur náð því sem fáir staðir af þessu tagi hafa náð sl. áratugi, að verða raunveruleg miðstöð lifandi rokk- og popptónlistar í höfuðborginni. Staðurinn er að heita má nokkurs konar sjálfsprottin stofnun fyrir alþýðutónlist, án þess þó að hafa neina aðkomu að jötu hins opinbera. En það er auðvitað ekki aðeins dugnaður Ingu og hennar fólks sem stuðlað hefur að velgengni Nasa, heldur ekki síst sú staðreynd að staðurinn er einstakur. Nasa er salur með sál, allt annars eðlis en t.d. hinir nýju salir Hörpu, af þeirri stærð og af því tagi sem nauðsynlegt er að hafa í flórunni og í miðbænum. Það má líta á Nasa sem félagsheimili Reykjavíkur, það er í raun eina samkomuhúsið í borginni sem býður upp á hæfilegt rými fyrir þær kraftmiklu, heitu og sveittu samkomur sem alvöru rokk- og popptónleikar eru. Tilkoma Hörpu er vitaskuld fagnaðarefni fyrir tónlistarunnendur almennt, en þar er hvorki í boði aðstaða né andi í líkingu við þann standandi sal og stemmningu sem Nasa geymir. Alkunna er að Nasa er eitt af hryggjarstykkjum Airwaves hátíðarinnar, sem öðlast hefur sess á heimsvísu og veitir tónlistarfólki okkar ekki aðeins tækifæri og athygli hér sem erlendis, heldur skapar landinu einnig dýrmæta umfjöllun og aflar samfélaginu töluverðra og sívaxandi tekna. Það yrði stórt og mikið skarð í skjöld hátíðarinnar ef Nasa hyrfi af tónleikakortinu. Salurinn á Nasa er ekki of stór, ekki of lítill, hæfilega hrjúfur, hæfilega myrkur, en auk þess hreinlegur, fallegur og með langa og nokkuð merka sögu, bæði fyrri og seinni tíðar. Hafa ómerkari og óvinsælli húsakynni verið friðuð. Eigendur eru að sjálfsögðu í fullum rétti til að nýta húsið eða reitinn með þeim hætti sem þá lystir. En áform um að rífa húsið hugsanlega niður finnast mér mjög vanráðin. Ég skora á þá að endurskoða hug sinn með hliðsjón af ofansögðu og freista þess að ná samkomulagi við sálu sína og rekstraraðila um sanngjarnt endurgjald. Sömuleiðis skora ég á aðila hjá borg og ríki að koma að málinu með einhverjum hætti sem gæti orðið til þess að styðja við reksturinn eða stuðla að því að áfram megi verða í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll sú öfluga miðstöð alþýðutónlistar sem verið hefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Nú berast fregnir af því að brátt eigi að loka samkomuhúsinu Nasa og jafnvel rífa það niður í kjölfarið. Það yrði synd og mikil eftirsjá að húsinu sem forðum var þekkt sem Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Mér liggur við að segja að salur þessi sé nauðsynlegur fyrir þá listamenn sem iðka rokk- og popptónlist, það sem stundum er kallað „nýgild tónlist". Sú sígilda lifir eins og blóm í eggi við smábátahöfnina, en eins og staðarhaldarinn á Nasa, Ingibjörg Örlygsdóttir, benti á í nýlegu viðtali, þá hefur hún á undanförnum misserum fundið mjög fyrir samkeppni við tónleikasali sem eru hraustlega niðurgreiddir af hinu opinbera. Inga hefur þó löngum stigið ölduna og haldið sjó, en fáheyrt er að sami aðili hafi rekið starfsemi sem þessa með jafngóðum brag í rúman áratug. En auðvitað kostar allt sitt og eftir því sem ég best fæ skilið, þá er svo komið að reksturinn stendur illa undir sér og sjá eigendur hússins sér að óbreyttu ekki nægan hag í að núverandi starfsemi verði þar áfram. Nasa hefur náð því sem fáir staðir af þessu tagi hafa náð sl. áratugi, að verða raunveruleg miðstöð lifandi rokk- og popptónlistar í höfuðborginni. Staðurinn er að heita má nokkurs konar sjálfsprottin stofnun fyrir alþýðutónlist, án þess þó að hafa neina aðkomu að jötu hins opinbera. En það er auðvitað ekki aðeins dugnaður Ingu og hennar fólks sem stuðlað hefur að velgengni Nasa, heldur ekki síst sú staðreynd að staðurinn er einstakur. Nasa er salur með sál, allt annars eðlis en t.d. hinir nýju salir Hörpu, af þeirri stærð og af því tagi sem nauðsynlegt er að hafa í flórunni og í miðbænum. Það má líta á Nasa sem félagsheimili Reykjavíkur, það er í raun eina samkomuhúsið í borginni sem býður upp á hæfilegt rými fyrir þær kraftmiklu, heitu og sveittu samkomur sem alvöru rokk- og popptónleikar eru. Tilkoma Hörpu er vitaskuld fagnaðarefni fyrir tónlistarunnendur almennt, en þar er hvorki í boði aðstaða né andi í líkingu við þann standandi sal og stemmningu sem Nasa geymir. Alkunna er að Nasa er eitt af hryggjarstykkjum Airwaves hátíðarinnar, sem öðlast hefur sess á heimsvísu og veitir tónlistarfólki okkar ekki aðeins tækifæri og athygli hér sem erlendis, heldur skapar landinu einnig dýrmæta umfjöllun og aflar samfélaginu töluverðra og sívaxandi tekna. Það yrði stórt og mikið skarð í skjöld hátíðarinnar ef Nasa hyrfi af tónleikakortinu. Salurinn á Nasa er ekki of stór, ekki of lítill, hæfilega hrjúfur, hæfilega myrkur, en auk þess hreinlegur, fallegur og með langa og nokkuð merka sögu, bæði fyrri og seinni tíðar. Hafa ómerkari og óvinsælli húsakynni verið friðuð. Eigendur eru að sjálfsögðu í fullum rétti til að nýta húsið eða reitinn með þeim hætti sem þá lystir. En áform um að rífa húsið hugsanlega niður finnast mér mjög vanráðin. Ég skora á þá að endurskoða hug sinn með hliðsjón af ofansögðu og freista þess að ná samkomulagi við sálu sína og rekstraraðila um sanngjarnt endurgjald. Sömuleiðis skora ég á aðila hjá borg og ríki að koma að málinu með einhverjum hætti sem gæti orðið til þess að styðja við reksturinn eða stuðla að því að áfram megi verða í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll sú öfluga miðstöð alþýðutónlistar sem verið hefur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar