Erlent

Olíuskip siglir eftir ísbrjóti

Olíuskipið Renda siglir á eftir skipinu Healy, sem er fullkomnasti ísbrjótur bandarísku strandgæslunnar.
fréttblaðið/ap
Olíuskipið Renda siglir á eftir skipinu Healy, sem er fullkomnasti ísbrjótur bandarísku strandgæslunnar. fréttblaðið/ap
Ísbrjótur á vegum bandarísku landhelgisgæslunnar hefur síðustu daga unnið að því að ryðja leið fyrir rússneskt olíuskip á leið til bæjarins Nome í Alaska. Komist skipið ekki á leiðarenda er hætta á að olíulaust verði í bænum.

Ekki gekk að koma olíubirgðum til bæjarins fyrir jól vegna ofsaveðurs. Komist olíuskipið á leiðarenda verður það í fyrsta sinn sem olía er flutt sjóleiðina til Vestur-Alaska á þessum árstíma. Yfirvöld í Sitnasuak í Vestur-Alaska segja þessar aðgerðir mun ódýrari en að fá olíu til bæarins með flugi.- sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×