Svandís og svartfuglarnir Árni Elvar Lund skrifar 9. janúar 2012 07:00 Síðasta útspil umhverfisráðherra í stríði hennar við veiðimenn og útivistarfólk landsins er atlagan að svartfuglsveiðum Íslendinga. Veiðar á svartfuglum hafa verið stundaðar frá landnámi og án efa hafa stofnarnir sveiflast í stærð, líkt og nú virðist vera að gerast. Ástæða niðursveiflunnar er sennilega breytingar á fæðuframboði í hafinu og ljóst að skotveiðar hafa engin áhrif þar um. Engu að síður er það niðurstaða meirihluta starfshóps að friða skuli þessa stofna, sem telja milljónir einstaklinga hver um sig, fyrir veiðum sem nema fáum tugum þúsunda fugla á ári. Veiðiálagið er jafnvel innan við 1% af stofnstærð sem þykir afar lítið sé litið til veiðistjórnunar. Enda kom það á daginn að Umhverfisstofnun, sem veiðistjórnun heyrir undir skv. lögum, treysti sér ekki til að skrifa upp á alfriðun enda vita menn þar á bæ að slíkt bann er marklaust og tilgangslaust. Niðurstaða nefndarinnar kom hins vegar engum á óvart enda var handvalið í hópinn til að tryggja „rétta útkomu“. Í grein ráðherra í Fréttablaðinu 5. janúar minnist Svandís ekki einu orði á að starfshópurinn klofnaði í fernt, þ.e.a.s. UST og SKOTVÍS skiluðu séráliti og Bændasamtökin sögðu sig frá starfinu. Umræddur „meirihluti“ í sjö manna starfshópi samanstóð af fjórum opinberum starfsmönnum og friðunarsinnum sem neituðu að ræða rök með veiðum og skeyttu engu um skaðsemi tillagnanna fyrir veiðikortakerfið, kerfi sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Ljóst er að ráðherra ætlar enn að vega að frelsi fólks til að stunda skynsamlegar veiðar, fyrst upp til fjalla og nú á hafi úti. Ekkert fær að vera í friði og greinilegt að Náttúrufræðistofnun er tilbúin að styðja við hvers kyns boð og bönn, sama hversu vitlaust sem það er, eins og fram kom í viðtali við forstjórann í Morgunblaðinu 4. janúar: „...það verður bara að gera eitthvað til að reyna að sporna við þróuninni.” Skotveiðifélag Íslands mótmælir þessum tillögum harðlega og bendir á skynsamlegri leiðir sem félagið hefur unnið og finna má á heimasíðu félagsins www.skotvis.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Síðasta útspil umhverfisráðherra í stríði hennar við veiðimenn og útivistarfólk landsins er atlagan að svartfuglsveiðum Íslendinga. Veiðar á svartfuglum hafa verið stundaðar frá landnámi og án efa hafa stofnarnir sveiflast í stærð, líkt og nú virðist vera að gerast. Ástæða niðursveiflunnar er sennilega breytingar á fæðuframboði í hafinu og ljóst að skotveiðar hafa engin áhrif þar um. Engu að síður er það niðurstaða meirihluta starfshóps að friða skuli þessa stofna, sem telja milljónir einstaklinga hver um sig, fyrir veiðum sem nema fáum tugum þúsunda fugla á ári. Veiðiálagið er jafnvel innan við 1% af stofnstærð sem þykir afar lítið sé litið til veiðistjórnunar. Enda kom það á daginn að Umhverfisstofnun, sem veiðistjórnun heyrir undir skv. lögum, treysti sér ekki til að skrifa upp á alfriðun enda vita menn þar á bæ að slíkt bann er marklaust og tilgangslaust. Niðurstaða nefndarinnar kom hins vegar engum á óvart enda var handvalið í hópinn til að tryggja „rétta útkomu“. Í grein ráðherra í Fréttablaðinu 5. janúar minnist Svandís ekki einu orði á að starfshópurinn klofnaði í fernt, þ.e.a.s. UST og SKOTVÍS skiluðu séráliti og Bændasamtökin sögðu sig frá starfinu. Umræddur „meirihluti“ í sjö manna starfshópi samanstóð af fjórum opinberum starfsmönnum og friðunarsinnum sem neituðu að ræða rök með veiðum og skeyttu engu um skaðsemi tillagnanna fyrir veiðikortakerfið, kerfi sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Ljóst er að ráðherra ætlar enn að vega að frelsi fólks til að stunda skynsamlegar veiðar, fyrst upp til fjalla og nú á hafi úti. Ekkert fær að vera í friði og greinilegt að Náttúrufræðistofnun er tilbúin að styðja við hvers kyns boð og bönn, sama hversu vitlaust sem það er, eins og fram kom í viðtali við forstjórann í Morgunblaðinu 4. janúar: „...það verður bara að gera eitthvað til að reyna að sporna við þróuninni.” Skotveiðifélag Íslands mótmælir þessum tillögum harðlega og bendir á skynsamlegri leiðir sem félagið hefur unnið og finna má á heimasíðu félagsins www.skotvis.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar