Verndun svartfugla Svandís Svavarsdóttir skrifar 5. janúar 2012 06:00 Undanfarin ár hafa verið mörgum tegundum svartfugla erfið hér á landi. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi brestur hefur verið hjá lundastofninum í nokkur ár og á síðasta ári varð algjört hrun í varpi hans, nema á Norðurlandi. Vegna þessa skipaði ég starfshóp í september sl. til að gera tillögur um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Hópurinn hefur skilað af sér skýrslu sem kynnt var fyrir ríkisstjórn á þriðjudag, en þar er m.a. lagt til að fimm tegundir sjófugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu, þ.á m. eggjatínslu, næstu fimm árin. Þessar fimm tegundir eru álka, langvía, stuttnefja, lundi og teista. Starfshópurinn telur eina helstu orsök hnignunar stofnanna vera fæðuskort. Svartfuglar lifa á sandsílum, fiskitegund sem virðist hafa fært sig til í sjónum umhverfis landið á síðustu árum. Þetta er mögulega varanleg afleiðing loftslagsbreytinga, en vonandi tímabundin sveifla í lífríki hafsins. Telur hópurinn að tímabundið bann við veiðum muni draga úr fækkun í stofnunum og flýta fyrir endurreisn þeirra. Leggur hópurinn jafnframt til að tíminn verði nýttur til að afla betri upplýsinga um tegundirnar, rannsaka þær og vakta, til þess að bæta megi verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra og endurmeta ástandið þegar friðunartímabilinu lýkur. Þannig háttar um veiðar á þessum fimm tegundum, að þær teljast til hlunnindaveiða í villidýralögunum, þannig að almenn friðunarákvæði laganna ná ekki yfir þær. Starfshópurinn leggur til að þessu ákvæði verði breytt og umhverfisráðherra geti með nýrri heimild stýrt veiðunum með reglugerð, líkt og gildir um aðrar fuglategundir. Slík lagabreyting er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að bregðast við erfiðri stöðu svartfuglategundanna með afgerandi hætti. Brýnt er að almenningur sé vel upplýstur um þróun lífríkisins og náttúrunnar allrar. Þótt skýr lagasetning og öflug vernd séu mikilvæg tæki til að stuðla að viðgangi einstakra stofna er jafnframt nauðsynlegt að samspil manns og náttúrunnar byggi á ábyrgð og þekkingu. Tillögur hópsins byggja í meginatriðum á þeirri grundvallarsýn að náttúran eigi að njóta vafans, að frekari þekkingar sé þörf og að stjórnvöldum beri að taka afstöðu með lífríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið mörgum tegundum svartfugla erfið hér á landi. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi brestur hefur verið hjá lundastofninum í nokkur ár og á síðasta ári varð algjört hrun í varpi hans, nema á Norðurlandi. Vegna þessa skipaði ég starfshóp í september sl. til að gera tillögur um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Hópurinn hefur skilað af sér skýrslu sem kynnt var fyrir ríkisstjórn á þriðjudag, en þar er m.a. lagt til að fimm tegundir sjófugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu, þ.á m. eggjatínslu, næstu fimm árin. Þessar fimm tegundir eru álka, langvía, stuttnefja, lundi og teista. Starfshópurinn telur eina helstu orsök hnignunar stofnanna vera fæðuskort. Svartfuglar lifa á sandsílum, fiskitegund sem virðist hafa fært sig til í sjónum umhverfis landið á síðustu árum. Þetta er mögulega varanleg afleiðing loftslagsbreytinga, en vonandi tímabundin sveifla í lífríki hafsins. Telur hópurinn að tímabundið bann við veiðum muni draga úr fækkun í stofnunum og flýta fyrir endurreisn þeirra. Leggur hópurinn jafnframt til að tíminn verði nýttur til að afla betri upplýsinga um tegundirnar, rannsaka þær og vakta, til þess að bæta megi verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra og endurmeta ástandið þegar friðunartímabilinu lýkur. Þannig háttar um veiðar á þessum fimm tegundum, að þær teljast til hlunnindaveiða í villidýralögunum, þannig að almenn friðunarákvæði laganna ná ekki yfir þær. Starfshópurinn leggur til að þessu ákvæði verði breytt og umhverfisráðherra geti með nýrri heimild stýrt veiðunum með reglugerð, líkt og gildir um aðrar fuglategundir. Slík lagabreyting er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að bregðast við erfiðri stöðu svartfuglategundanna með afgerandi hætti. Brýnt er að almenningur sé vel upplýstur um þróun lífríkisins og náttúrunnar allrar. Þótt skýr lagasetning og öflug vernd séu mikilvæg tæki til að stuðla að viðgangi einstakra stofna er jafnframt nauðsynlegt að samspil manns og náttúrunnar byggi á ábyrgð og þekkingu. Tillögur hópsins byggja í meginatriðum á þeirri grundvallarsýn að náttúran eigi að njóta vafans, að frekari þekkingar sé þörf og að stjórnvöldum beri að taka afstöðu með lífríkinu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun