Eðli stjórnmálanna Haukur Sigurðsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Nú þegar enn ein breyting hefur orðið á ríkisstjórn Íslands er eðlilegt að horfa fram á veginn og huga að þeim starfsháttum sem nauðsynlegt er að hafa í heiðri og láta fram ganga. Þeir sem veljast til forystu á þessu sviði vilja án efa láta gott af sér leiða og ná árangri. Stjórnmál eru í eðli sínu samstarfsmál, þar eru margir kvaddir til, bæði þeir sem hafa atvinnu af stjórnmálum, einnig áhugafólk og aðilar ákveðinna hagsmuna. Þarna er kjörinn vettvangur til að þróa samræður þar sem leitað er lausna. Til að slíkt lukkist þurfa markmið að vera skýr og vinnuferli sem allir samþykkja. Um leið og verksvið ráðherra færist út og þeir hafa fleiri svið undir höndum þurfa þeir að endurskoða vinnulag og laga það að víðfeðmu starfssviði. Þeir munu ekki geta náð yfir málefnin nema með nánu samstarfi þeirra ráðuneyta sem hver og einn hafði áður. Um leið dregur vonandi úr hagsmunagæslu samtaka, enda hafa samtök í landbúnaði og sjávarútvegi varað við þeirri sameiningu ráðuneyta sem nú er að komast í framkvæmd. Stærri einingar kalla á faglegri vinnubrögð en verið hafa. Æskilegt er að þróunin geti orðið sú að landið verði eitt kjördæmi, ekkert svæði landsins verði afskipt og þingmenn líti á sig sem fulltrúa alls landsins en ekki ákveðinna svæða. Við þurfum að komast af stigi persónustjórnmála og á stig samstöðustjórnmála. Með hugtakinu persónustjórnmál á ég við að hver og einn sem fengið hefur ábyrgðarhlutverk í stjórnmálum vinnur að þeim og metur frá sínum sjónarhóli. Sjónarhólarnir eru nefnilega margir og hinir ábyrgu þyrftu að geta komist á þá sem flesta. Þegar þátttakendur sjá að þeirra stefna nær ekki öll að ganga fram þar sem þeir starfa með öðrum flokki verða þeir að láta samstöðustjórnmál taka við. Þegar svo verður hætta menn að litast um eingöngu innan síns flokks og átta sig á að nýtt afl verður til með samstöðu flokka sem telja sig geta tekist á við verkefni með nýjum hætti, betur en hver flokkur fyrir sig hefur í stefnuskrá sinni. Með slíkri samstöðu verður til hollusta sem aldrei kemur fram í persónustjórnmálum. Eftir hrun hafa margir vonað að nýr hugsunarháttur í stjórnmálum taki við. Svo hefur ekki orðið og myndin af Alþingi í hugum fólks er eins og hún getur döprust orðið. Það ætti að vera áramótaheit þingmanna að taka upp ný vinnubrögð, vinna að málefnum til að leysa þvert á flokka ef eðli málanna kallar á það. Það hefur örlað á þessu í vetur. Getur ekki vinna að nýrri stjórnarskrá orðið nýtt upphaf? Ekki geta þingmenn unað því að tíundi hver landi sé ánægður með starf þingmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar enn ein breyting hefur orðið á ríkisstjórn Íslands er eðlilegt að horfa fram á veginn og huga að þeim starfsháttum sem nauðsynlegt er að hafa í heiðri og láta fram ganga. Þeir sem veljast til forystu á þessu sviði vilja án efa láta gott af sér leiða og ná árangri. Stjórnmál eru í eðli sínu samstarfsmál, þar eru margir kvaddir til, bæði þeir sem hafa atvinnu af stjórnmálum, einnig áhugafólk og aðilar ákveðinna hagsmuna. Þarna er kjörinn vettvangur til að þróa samræður þar sem leitað er lausna. Til að slíkt lukkist þurfa markmið að vera skýr og vinnuferli sem allir samþykkja. Um leið og verksvið ráðherra færist út og þeir hafa fleiri svið undir höndum þurfa þeir að endurskoða vinnulag og laga það að víðfeðmu starfssviði. Þeir munu ekki geta náð yfir málefnin nema með nánu samstarfi þeirra ráðuneyta sem hver og einn hafði áður. Um leið dregur vonandi úr hagsmunagæslu samtaka, enda hafa samtök í landbúnaði og sjávarútvegi varað við þeirri sameiningu ráðuneyta sem nú er að komast í framkvæmd. Stærri einingar kalla á faglegri vinnubrögð en verið hafa. Æskilegt er að þróunin geti orðið sú að landið verði eitt kjördæmi, ekkert svæði landsins verði afskipt og þingmenn líti á sig sem fulltrúa alls landsins en ekki ákveðinna svæða. Við þurfum að komast af stigi persónustjórnmála og á stig samstöðustjórnmála. Með hugtakinu persónustjórnmál á ég við að hver og einn sem fengið hefur ábyrgðarhlutverk í stjórnmálum vinnur að þeim og metur frá sínum sjónarhóli. Sjónarhólarnir eru nefnilega margir og hinir ábyrgu þyrftu að geta komist á þá sem flesta. Þegar þátttakendur sjá að þeirra stefna nær ekki öll að ganga fram þar sem þeir starfa með öðrum flokki verða þeir að láta samstöðustjórnmál taka við. Þegar svo verður hætta menn að litast um eingöngu innan síns flokks og átta sig á að nýtt afl verður til með samstöðu flokka sem telja sig geta tekist á við verkefni með nýjum hætti, betur en hver flokkur fyrir sig hefur í stefnuskrá sinni. Með slíkri samstöðu verður til hollusta sem aldrei kemur fram í persónustjórnmálum. Eftir hrun hafa margir vonað að nýr hugsunarháttur í stjórnmálum taki við. Svo hefur ekki orðið og myndin af Alþingi í hugum fólks er eins og hún getur döprust orðið. Það ætti að vera áramótaheit þingmanna að taka upp ný vinnubrögð, vinna að málefnum til að leysa þvert á flokka ef eðli málanna kallar á það. Það hefur örlað á þessu í vetur. Getur ekki vinna að nýrri stjórnarskrá orðið nýtt upphaf? Ekki geta þingmenn unað því að tíundi hver landi sé ánægður með starf þingmanna.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun