Eldri popparar snúa aftur 3. janúar 2012 08:00 Madonna sendir frá sér sína fyrstu plötu í fjögur ár í mars. The Beach Boys, Bruce Springsteen og Bono og félagar í U2 mæta einnig með nýtt efni. nordicphotos/getty Margir eldri flytjendur snúa aftur árið 2012 með nýtt efni í farteskinu. The Beach Boys, Madonna, Bruce Springsteen og U2 eru á meðal þeirra. Endurkoma margra af risaeðlum tónlistarheimsins er yfirvofandi árið 2012. Nýjar plötur frá The Beach Boys, sem fagna fimmtíu ára afmæli sínu á árinu, Bruce Springsteen, Leonard Cohen, Paul McCartney og Tom Petty eru allar fram undan á árinu. Madonna er jafnframt að ljúka við sína tólftu hljóðversplötu og syngur hún nýtt efni af henni á úrslitaleik bandaríska fótboltans í febrúar, Super Bowl. Söngkonan, sem verður 54 ára á árinu, vonast til að endurheimta stöðu sína sem drottning poppsins eftir að Lady Gaga hrifsaði af henni kórónuna. Nýja platan er væntanleg í mars og verður sú fyrsta í fjögur ár. Talið er að hún muni líkjast hinni dansvænu Confessions on a Dancefloor sem kom út 2005. Þrátt fyrir að Bítillinn Sir Paul McCartney verði sjötugur á árinu ætlar hann ekkert að slaka á því glæný plata frá honum er væntanleg í byrjun febrúar. Hún kallast Kisses on the Bottom og hefur að geyma lög sem hafa verið í uppáhaldi hjá honum lengi, auk tveggja nýrra laga. Á meðal gesta verða Stevie Wonder og Eric Clapton. Fyrrum félagi McCartney úr Bítlunum, trommarinn Ringo Starr, gefur jafnframt út sína sautjándu hljóðversplötu. Hún nefnist Ringo 2012 og kemur út í lok janúar. Þrettánda plata U2, Songs of Ascent, kemur að öllum líkindum út í lok ársins. Upphaflega átti hún að koma út 2010 en vandræðagangur hefur verið með upptökurnar. Þrátt fyrir að Danger Mouse, will.i.am og RedOne hafi allir lagt sitt af mörkum er óvíst hvort eitthvað af því efni verður notað í lokaútgáfunni. Bresku rokkararnir í The Stone Roses ætla að snúa aftur á árinu með þrennum tónleikum í Manchester í sumar. Þeir ætla einnig í hljóðver og bíða aðdáendur spenntir eftir fyrstu plötu sveitarinnar í átján ár. Möguleg plata frá Blur hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Eins og The Beach Boys verður The Rolling Stones fimmtug á árinu. Engin plata er væntanleg frá Jagger og félögum en orðrómur um stóra tónleikaferð um heiminn hefur verið uppi. Yngri hljómsveitir og tónlistarmenn eru að sjálfsögðu einnig með spennandi plötur í pokahorninu. Þar má nefna Muse, The Killers, The xx, Mumford and Sons, Robbie Williams, Marilyn Manson, Sleigh Bells, Green Day, Queens of the Stone Age, The Strokes, Alice in Chains og Nicki Minaj. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Margir eldri flytjendur snúa aftur árið 2012 með nýtt efni í farteskinu. The Beach Boys, Madonna, Bruce Springsteen og U2 eru á meðal þeirra. Endurkoma margra af risaeðlum tónlistarheimsins er yfirvofandi árið 2012. Nýjar plötur frá The Beach Boys, sem fagna fimmtíu ára afmæli sínu á árinu, Bruce Springsteen, Leonard Cohen, Paul McCartney og Tom Petty eru allar fram undan á árinu. Madonna er jafnframt að ljúka við sína tólftu hljóðversplötu og syngur hún nýtt efni af henni á úrslitaleik bandaríska fótboltans í febrúar, Super Bowl. Söngkonan, sem verður 54 ára á árinu, vonast til að endurheimta stöðu sína sem drottning poppsins eftir að Lady Gaga hrifsaði af henni kórónuna. Nýja platan er væntanleg í mars og verður sú fyrsta í fjögur ár. Talið er að hún muni líkjast hinni dansvænu Confessions on a Dancefloor sem kom út 2005. Þrátt fyrir að Bítillinn Sir Paul McCartney verði sjötugur á árinu ætlar hann ekkert að slaka á því glæný plata frá honum er væntanleg í byrjun febrúar. Hún kallast Kisses on the Bottom og hefur að geyma lög sem hafa verið í uppáhaldi hjá honum lengi, auk tveggja nýrra laga. Á meðal gesta verða Stevie Wonder og Eric Clapton. Fyrrum félagi McCartney úr Bítlunum, trommarinn Ringo Starr, gefur jafnframt út sína sautjándu hljóðversplötu. Hún nefnist Ringo 2012 og kemur út í lok janúar. Þrettánda plata U2, Songs of Ascent, kemur að öllum líkindum út í lok ársins. Upphaflega átti hún að koma út 2010 en vandræðagangur hefur verið með upptökurnar. Þrátt fyrir að Danger Mouse, will.i.am og RedOne hafi allir lagt sitt af mörkum er óvíst hvort eitthvað af því efni verður notað í lokaútgáfunni. Bresku rokkararnir í The Stone Roses ætla að snúa aftur á árinu með þrennum tónleikum í Manchester í sumar. Þeir ætla einnig í hljóðver og bíða aðdáendur spenntir eftir fyrstu plötu sveitarinnar í átján ár. Möguleg plata frá Blur hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Eins og The Beach Boys verður The Rolling Stones fimmtug á árinu. Engin plata er væntanleg frá Jagger og félögum en orðrómur um stóra tónleikaferð um heiminn hefur verið uppi. Yngri hljómsveitir og tónlistarmenn eru að sjálfsögðu einnig með spennandi plötur í pokahorninu. Þar má nefna Muse, The Killers, The xx, Mumford and Sons, Robbie Williams, Marilyn Manson, Sleigh Bells, Green Day, Queens of the Stone Age, The Strokes, Alice in Chains og Nicki Minaj.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira