Sjálfbært borgarskipulag Trausti Valsson skrifar 10. apríl 2012 17:00 Aðferðir og sjónarmið sem tengjast sjálfbærni í borgarskipulagi eru í sókn. Bíl-miðað skipulag er talið dýrasta tegund skipulags, einkum vegna þess að með því verður byggðin mjög dreifð og vegalengdir miklar. Allt sem leiðir til hás stofn- og rekstrarkostnaðar telst óhagkvæmt og því óvistvænt eða jafnvel ósjálfbært. Mest áberandi í umræðunni erlendis er að bílaborgir nota meira jarðefnaeldsneyti en borgir t.d. með góðu lestakerfi. Brennsla jarðefnaeldsneytis skapar gróðurhúsalofttegundir og leiðir víða til mikillar mengunar. Á höfuðborgarsvæðinu eru menn ekki með eins miklar áhyggjur af mengunarþættinum enda er svæðið hitað með jarðvarma og geysidreift, og vindar miklir sem feykja miklu af loftmenguninni í burt. Einnig telja flestir Íslendingar að mengunarlitlir orkugjafar, svo sem metan, etanól, vetni og rafmagn, muni fljótlega taka við. En sem stendur er bílaskipulagið á höfuðborgarsvæðinu í miklum vanda – og setur íbúana í mikinn vanda – vegna hækkunar bensínverðs og lélegri efnahags. Margir veigra sér því við löngum akstursleiðum, t.d. til og frá úthverfunum, og vilja frekar búa miðlægt. Óskin um að búa miðlægt hefur því sótt á. Á miðlægum svæðum hefur fasteignaverð því hækkað verulega, enda eru þetta takmörkuð svæði. Pláss er þó hægt að skapa með því að útrýma óþrifalegri starfsemi innan núverandi byggðarsvæða þar sem mikil atvinnustarfsemi er og byggja íbúðarhúsnæði þar í staðinn. Þetta leiðir til blöndunar og íbúðir færast nær vinnu- og þjónustustöðum, sem minnkar akstur. Sérstaklega mundi það draga úr akstri ef íbúðarsvæði væri byggt í nágrenni við stóra vinnustaði, þar sem búseturéttur væri tengdur vinnustaðnum. Af slíkum stórum vinnustöðum má nefna Landspítalann, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Með ofangreindum aðgerðum mundi umferð á Miklubraut minnka svo mjög að líklega mætti komast hjá kostnaðarsömum umbótum á henni og öðrum umferðarmannvirkjum til vesturhluta Reykjavíkur. Í dag eru bílastæði oftast bæði við heimili og vinnustað. Hægt er að fækka bílastæðum, þ.e.a.s. ef fólk getur t.d. gengið eða hjólað í vinnuna. Sparnaðurinn sem verður er í bílakstri, umferðarmannvirkum, bílastæðum sem og í tíma og fjármunum fólks. Annar stór ávinningur er bætt heilsa sem verður með aukinni útivist og hreyfingu. Stór ávinningur er líka meiri þéttleiki borgarsvæða, sem gerir rekstur t.d. strætisvagnanna hagkvæmari og betri grundvöllur fæst fyrir þjónustustarfsemi og götulíf er tengist jafnan gangandi umferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Aðferðir og sjónarmið sem tengjast sjálfbærni í borgarskipulagi eru í sókn. Bíl-miðað skipulag er talið dýrasta tegund skipulags, einkum vegna þess að með því verður byggðin mjög dreifð og vegalengdir miklar. Allt sem leiðir til hás stofn- og rekstrarkostnaðar telst óhagkvæmt og því óvistvænt eða jafnvel ósjálfbært. Mest áberandi í umræðunni erlendis er að bílaborgir nota meira jarðefnaeldsneyti en borgir t.d. með góðu lestakerfi. Brennsla jarðefnaeldsneytis skapar gróðurhúsalofttegundir og leiðir víða til mikillar mengunar. Á höfuðborgarsvæðinu eru menn ekki með eins miklar áhyggjur af mengunarþættinum enda er svæðið hitað með jarðvarma og geysidreift, og vindar miklir sem feykja miklu af loftmenguninni í burt. Einnig telja flestir Íslendingar að mengunarlitlir orkugjafar, svo sem metan, etanól, vetni og rafmagn, muni fljótlega taka við. En sem stendur er bílaskipulagið á höfuðborgarsvæðinu í miklum vanda – og setur íbúana í mikinn vanda – vegna hækkunar bensínverðs og lélegri efnahags. Margir veigra sér því við löngum akstursleiðum, t.d. til og frá úthverfunum, og vilja frekar búa miðlægt. Óskin um að búa miðlægt hefur því sótt á. Á miðlægum svæðum hefur fasteignaverð því hækkað verulega, enda eru þetta takmörkuð svæði. Pláss er þó hægt að skapa með því að útrýma óþrifalegri starfsemi innan núverandi byggðarsvæða þar sem mikil atvinnustarfsemi er og byggja íbúðarhúsnæði þar í staðinn. Þetta leiðir til blöndunar og íbúðir færast nær vinnu- og þjónustustöðum, sem minnkar akstur. Sérstaklega mundi það draga úr akstri ef íbúðarsvæði væri byggt í nágrenni við stóra vinnustaði, þar sem búseturéttur væri tengdur vinnustaðnum. Af slíkum stórum vinnustöðum má nefna Landspítalann, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Með ofangreindum aðgerðum mundi umferð á Miklubraut minnka svo mjög að líklega mætti komast hjá kostnaðarsömum umbótum á henni og öðrum umferðarmannvirkjum til vesturhluta Reykjavíkur. Í dag eru bílastæði oftast bæði við heimili og vinnustað. Hægt er að fækka bílastæðum, þ.e.a.s. ef fólk getur t.d. gengið eða hjólað í vinnuna. Sparnaðurinn sem verður er í bílakstri, umferðarmannvirkum, bílastæðum sem og í tíma og fjármunum fólks. Annar stór ávinningur er bætt heilsa sem verður með aukinni útivist og hreyfingu. Stór ávinningur er líka meiri þéttleiki borgarsvæða, sem gerir rekstur t.d. strætisvagnanna hagkvæmari og betri grundvöllur fæst fyrir þjónustustarfsemi og götulíf er tengist jafnan gangandi umferð.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar