
Sjálfbært borgarskipulag
Á höfuðborgarsvæðinu eru menn ekki með eins miklar áhyggjur af mengunarþættinum enda er svæðið hitað með jarðvarma og geysidreift, og vindar miklir sem feykja miklu af loftmenguninni í burt. Einnig telja flestir Íslendingar að mengunarlitlir orkugjafar, svo sem metan, etanól, vetni og rafmagn, muni fljótlega taka við. En sem stendur er bílaskipulagið á höfuðborgarsvæðinu í miklum vanda – og setur íbúana í mikinn vanda – vegna hækkunar bensínverðs og lélegri efnahags. Margir veigra sér því við löngum akstursleiðum, t.d. til og frá úthverfunum, og vilja frekar búa miðlægt.
Óskin um að búa miðlægt hefur því sótt á. Á miðlægum svæðum hefur fasteignaverð því hækkað verulega, enda eru þetta takmörkuð svæði. Pláss er þó hægt að skapa með því að útrýma óþrifalegri starfsemi innan núverandi byggðarsvæða þar sem mikil atvinnustarfsemi er og byggja íbúðarhúsnæði þar í staðinn. Þetta leiðir til blöndunar og íbúðir færast nær vinnu- og þjónustustöðum, sem minnkar akstur. Sérstaklega mundi það draga úr akstri ef íbúðarsvæði væri byggt í nágrenni við stóra vinnustaði, þar sem búseturéttur væri tengdur vinnustaðnum. Af slíkum stórum vinnustöðum má nefna Landspítalann, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Með ofangreindum aðgerðum mundi umferð á Miklubraut minnka svo mjög að líklega mætti komast hjá kostnaðarsömum umbótum á henni og öðrum umferðarmannvirkjum til vesturhluta Reykjavíkur. Í dag eru bílastæði oftast bæði við heimili og vinnustað. Hægt er að fækka bílastæðum, þ.e.a.s. ef fólk getur t.d. gengið eða hjólað í vinnuna. Sparnaðurinn sem verður er í bílakstri, umferðarmannvirkum, bílastæðum sem og í tíma og fjármunum fólks.
Annar stór ávinningur er bætt heilsa sem verður með aukinni útivist og hreyfingu. Stór ávinningur er líka meiri þéttleiki borgarsvæða, sem gerir rekstur t.d. strætisvagnanna hagkvæmari og betri grundvöllur fæst fyrir þjónustustarfsemi og götulíf er tengist jafnan gangandi umferð.
Skoðun

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar