Framkvæmdastjóri Microsoft varar við útlendum svikahröppum 10. apríl 2012 22:00 Halldór Jörgensen. „Þeir hafa verið að hringja mikið yfir páskana, meðal annars til Noregs," segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en íslensk hjón fengu sérkennilegt símtal um helgina frá erlendum aðila sem þóttist vera frá Microsoft í Bretlandi. Þarna var svikari á ferð og sem betur fer áttuðu hjónin sig á því. Hrappurinn sagði að einhver villa hefði komið upp í tölvu þeirra hjóna sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og sleit því símtalinu. Í ljós kom að þarna var svikari á ferð, en Halldór segir Microsoft aldrei hringja í fólk. En hvað vilja svikahrapparnir? „Þeir eru oft að reyna að komast yfir persónulegar upplýsingar til þess að selja," útskýrir Halldór og tekur sem dæmi að þeir beini fólki inn á heimasíður þar sem finna má sýkt forrit. Fólk niðurhalar svo þessum forritum í tölvur sínar og þá hefur hrappurinn óheftan aðgang að tölvunni. Aðganginn má svo selja áfram til annarra svikahrappa sem sjá tækifæri til þess að komast yfir fé eða verðmætar upplýsingar sem eru svo aftur seldar áfram, svo sem kreditkortanúmer og svo framvegis. Og það er ljóst að ógnin er raunveruleg. Halldór segir að norskir fréttamiðlar hafi greint frá hjónum í Noregi sem gáfust upp eftir að svikahrappur hafði ítrekað samband við þau. Þannig gáfu þau honum einhverjar upplýsingar en skaðinn er óljós að því er fram kemur í norskum fréttamiðlum. „Þetta virðast vera vel þjálfaðir einstaklingar sem vita hvað þeir eru að gera. Hingað til hafa þeir herjað á enskumælandi lönd en nú hafa þeir beint kröftum sínum að Norðurlöndunum, sérstaklega nú um páskana," segir Halldór sem hvetur fólk til þess að gefa engar persónulegar upplýsingar til ókunnugs fólks. Hvað þá að hlýða leiðbeiningum þeirra um að fara á ákveðnar heimasíður. Halldór segist hafa verið nokkuð vongóður um að Ísland myndi sleppa við þessa svikamyllu, „maður er eiginlega hálfsvekktur að þeir hafi hringt," segir hann en aðspurður segist hann ekki vita um fleiri tilfelli hér á landi. Aftur á móti viti hann til þess að hrapparnir hafi reynt það sama í Danmörku en ekki er vitað hvernig þeim gekk þar í landi. Halldór segir bestu leiðina til þess að verjast svona svikurum sé að hafa vírusforritin í lagi. Og svo auðvitað ekki gefa neinar upplýsingar til ókunnugra. Í þessu samhengi má benda á heimasíðu Microsoft þar sem má nálgast mjög öflugar netvarnir. Tengdar fréttir Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Þeir hafa verið að hringja mikið yfir páskana, meðal annars til Noregs," segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en íslensk hjón fengu sérkennilegt símtal um helgina frá erlendum aðila sem þóttist vera frá Microsoft í Bretlandi. Þarna var svikari á ferð og sem betur fer áttuðu hjónin sig á því. Hrappurinn sagði að einhver villa hefði komið upp í tölvu þeirra hjóna sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og sleit því símtalinu. Í ljós kom að þarna var svikari á ferð, en Halldór segir Microsoft aldrei hringja í fólk. En hvað vilja svikahrapparnir? „Þeir eru oft að reyna að komast yfir persónulegar upplýsingar til þess að selja," útskýrir Halldór og tekur sem dæmi að þeir beini fólki inn á heimasíður þar sem finna má sýkt forrit. Fólk niðurhalar svo þessum forritum í tölvur sínar og þá hefur hrappurinn óheftan aðgang að tölvunni. Aðganginn má svo selja áfram til annarra svikahrappa sem sjá tækifæri til þess að komast yfir fé eða verðmætar upplýsingar sem eru svo aftur seldar áfram, svo sem kreditkortanúmer og svo framvegis. Og það er ljóst að ógnin er raunveruleg. Halldór segir að norskir fréttamiðlar hafi greint frá hjónum í Noregi sem gáfust upp eftir að svikahrappur hafði ítrekað samband við þau. Þannig gáfu þau honum einhverjar upplýsingar en skaðinn er óljós að því er fram kemur í norskum fréttamiðlum. „Þetta virðast vera vel þjálfaðir einstaklingar sem vita hvað þeir eru að gera. Hingað til hafa þeir herjað á enskumælandi lönd en nú hafa þeir beint kröftum sínum að Norðurlöndunum, sérstaklega nú um páskana," segir Halldór sem hvetur fólk til þess að gefa engar persónulegar upplýsingar til ókunnugs fólks. Hvað þá að hlýða leiðbeiningum þeirra um að fara á ákveðnar heimasíður. Halldór segist hafa verið nokkuð vongóður um að Ísland myndi sleppa við þessa svikamyllu, „maður er eiginlega hálfsvekktur að þeir hafi hringt," segir hann en aðspurður segist hann ekki vita um fleiri tilfelli hér á landi. Aftur á móti viti hann til þess að hrapparnir hafi reynt það sama í Danmörku en ekki er vitað hvernig þeim gekk þar í landi. Halldór segir bestu leiðina til þess að verjast svona svikurum sé að hafa vírusforritin í lagi. Og svo auðvitað ekki gefa neinar upplýsingar til ókunnugra. Í þessu samhengi má benda á heimasíðu Microsoft þar sem má nálgast mjög öflugar netvarnir.
Tengdar fréttir Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00