Innlent

Handtekinn vegna ölvunnar og óláta

Karlmaður var handtekinn við 10-11 verslunina í Hjallabrekku í kópavogi undir kvöld vegna óláta þar. Hann var svo drukkinn að hann gat ekki gert grein fyrir sér og er hann vistaður i fangageymslum.

Tveir voru svo handteknir í Hafnarfirði vegna fíkniefnamisferlis og verður mál þeirra rannsakað nánar í dag, og svo voru fjórir ökumenn teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, eða áfengis, eða jafnvel beggja efnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×