Svona vinna vísindin Hans Guttormur Þormar skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Undanfarna áratugi hafa endurtekið komið fram vísindagreinar sem vekja athygli og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nýleg dæmi er t.d. grein frá NASA sem birtist í hinu virta ritrýnda tímariti Science. Þar var sagt frá bakteríu sem nýtti sér arsenik í umhverfi með takmörkuðum næringarefnum.1 NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikilvægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þessar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.2 Árið 2006 birtist vísindagrein í PLoS Pathogens sem greindi frá tilvist gammaretróvírussins XMRV og tengslum hans við blöðruhálskirtilskrabbamein.3 Önnur grein sem vakti líka mikla athygli fjölmiðla birtist í Science árið 2009.4 Þar var greint frá því að sami vírus (XMRV) hefði einnig tengsl við síþreytu eða síþreytufár (e. chronic fatigue syndrome (CFS)). Þetta vakti að sjálfsögðu vonir hjá CFS-sjúklingum um að lækning væri í sjónmáli. Allar rannsóknir hafa bent til þess að niðurstöður þessarar greinar frá 2009 væru rangar. Aðalhöfundur greinarinnar reyndi í fyrstu að mótmæla þessu harðlega, dró niðurstöðurnar ekki sjálfviljug til baka og var eins og guð í augum sumra sjúklinga, að berjast gegn öllum vísindaheiminum fyrir nýrri lækningu. Ritstjórn Science tók þá ákvörðun í lok árs 2011 að draga greinina til baka.5 Endahnútinn á söguna batt síðan 10 sinnum stærri rannsókn sem staðfesti að niðurstöður 2009 greinarinnar væru rangar.6 Aðalhöfundur greinarinnar frá 2009 er meðhöfundur þessarar greinar og segist vera ævinlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í að afsanna fyrri niðurstöður. Varðandi greinina frá 2006, þá höfðu höfundar hennar neitað að draga hana til baka þótt nánast öllum niðurstöðum hennar hefði líka verið hafnað af vísindasamfélaginu. Í september 2012 tók ritstjórn PLoS Pathogens þá ákvörðun að draga greinina til baka og um leið birtist grein eftir sömu höfunda sem fjallar um hvað hafi farið úrskeiðis.7 Árið 2011 hafði birst grein um að XMRV-vírusinn hefði líklega orðið til við samruna tveggja annarra vírusa í rannsóknarstofu á 10. áratug síðustu aldar, væri ekki náttúrulegur og hefði litla möguleika á að sýkja fólk.8 Sjá nánar á vef Science.9 Ofangreind dæmi sýna vel hvernig vísindin vinna og hvernig niðurstöðum sem ekki standast skoðun er ýtt út af borðinu, jafnvel þótt það taki mörg ár eða áratugi. Viðkomandi vísindamenn munu alltaf eiga erfitt með að viðurkenna mistök og draga niðurstöður sínar til baka. Mistök eða mengun við framkvæmd tilrauna og oftúlkun rannsóknaniðurstaðna geta valdið röngum ályktunum. Fjárhagslegir hagsmunir, möguleikar á styrkjum frá rannsóknarsjóðum, samtökum sjúklinga/áhugamanna til áframhaldandi rannsókna og pólitísk rétthugsun eiga það til að valda þrýstingi á vísindamenn, rannsóknarstofur og fyrirtæki að birta niðurstöður sem ekki eru nógu vandaðar eða fullgerðar. Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, fjölmiðlafólk og leikmenn efist alltaf um niðurstöður, hvort sem það er í ritrýndum vísindatímaritum, á blaðamannafundum eða í fréttatilkynningum. Sérstaklega þegar niðurstöður ganga gegn núverandi þekkingu eða valda straumhvörfum. Einungis ítrekaðar tilraunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær „réttri“ niðurstöðu. Ef niðurstöðurnar eru rangar mun vísindasamfélagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega. Eins og einhver orðaði það: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það oftast of gott til að vera satt“ og það gildir um vísindi líka. Heimildir 1. Wolfe-Simon F, et al. A Bacterium That Can Grow by Using Arsenic Instead of Phosphorus. Science. 2011;332(6034):1163-6. 2. Reaves ML, et al. Absence of Detectable Arsenate in DNA from Arsenate-Grown GFAJ-1 Cells. Science. 2012;337(6093):470-3. 3. Urisman A, et al. Identification of a novel Gammaretrovirus in prostate tumors of patients homozygous for R462Q RNASEL variant. PLoS pathogens. 2006;2(3):e25. 4. Lombardi VC, et al. Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome. Science. 2009;326(5952):585-9. 5. Alberts B. Retraction. Science. 2011;334(6063):1636. 6. Alter HJ, et al. A Multicenter Blinded Analysis Indicates No Association between Chronic Fatigue Syndrome/Myalgic Encephalomyelitis and either Xenotropic Murine Leukemia Virus-Related Virus or Polytropic Murine Leukemia Virus. mBio. 2012;3(5). 7. Lee D, et al. In-Depth Investigation of Archival and Prospectively Collected Samples Reveals No Evidence for XMRV Infection in Prostate Cancer. PLoS ONE. 2012;7(9):e44954. 8. Paprotka T, et al. Recombinant Origin of the Retrovirus XMRV. Science. 2011;333(6038):97-101. 9. Cohen J, Enserink M. False Positive. Science. 2011;333(6050):1694-701. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa endurtekið komið fram vísindagreinar sem vekja athygli og fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nýleg dæmi er t.d. grein frá NASA sem birtist í hinu virta ritrýnda tímariti Science. Þar var sagt frá bakteríu sem nýtti sér arsenik í umhverfi með takmörkuðum næringarefnum.1 NASA hélt blaðamannafund í beinni útsendingu, vegna mikilvægi þessarar uppgötvunar fyrir möguleikanum á lífi á öðrum hnöttum. Sumir vísindamenn efuðust frá fyrsta degi um þessar niðurstöður og nú hafa verið gerðar fjölmargar athugasemdir og birtar niðurstöður í mótsögn við þessa grein til dæmis.2 Árið 2006 birtist vísindagrein í PLoS Pathogens sem greindi frá tilvist gammaretróvírussins XMRV og tengslum hans við blöðruhálskirtilskrabbamein.3 Önnur grein sem vakti líka mikla athygli fjölmiðla birtist í Science árið 2009.4 Þar var greint frá því að sami vírus (XMRV) hefði einnig tengsl við síþreytu eða síþreytufár (e. chronic fatigue syndrome (CFS)). Þetta vakti að sjálfsögðu vonir hjá CFS-sjúklingum um að lækning væri í sjónmáli. Allar rannsóknir hafa bent til þess að niðurstöður þessarar greinar frá 2009 væru rangar. Aðalhöfundur greinarinnar reyndi í fyrstu að mótmæla þessu harðlega, dró niðurstöðurnar ekki sjálfviljug til baka og var eins og guð í augum sumra sjúklinga, að berjast gegn öllum vísindaheiminum fyrir nýrri lækningu. Ritstjórn Science tók þá ákvörðun í lok árs 2011 að draga greinina til baka.5 Endahnútinn á söguna batt síðan 10 sinnum stærri rannsókn sem staðfesti að niðurstöður 2009 greinarinnar væru rangar.6 Aðalhöfundur greinarinnar frá 2009 er meðhöfundur þessarar greinar og segist vera ævinlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í að afsanna fyrri niðurstöður. Varðandi greinina frá 2006, þá höfðu höfundar hennar neitað að draga hana til baka þótt nánast öllum niðurstöðum hennar hefði líka verið hafnað af vísindasamfélaginu. Í september 2012 tók ritstjórn PLoS Pathogens þá ákvörðun að draga greinina til baka og um leið birtist grein eftir sömu höfunda sem fjallar um hvað hafi farið úrskeiðis.7 Árið 2011 hafði birst grein um að XMRV-vírusinn hefði líklega orðið til við samruna tveggja annarra vírusa í rannsóknarstofu á 10. áratug síðustu aldar, væri ekki náttúrulegur og hefði litla möguleika á að sýkja fólk.8 Sjá nánar á vef Science.9 Ofangreind dæmi sýna vel hvernig vísindin vinna og hvernig niðurstöðum sem ekki standast skoðun er ýtt út af borðinu, jafnvel þótt það taki mörg ár eða áratugi. Viðkomandi vísindamenn munu alltaf eiga erfitt með að viðurkenna mistök og draga niðurstöður sínar til baka. Mistök eða mengun við framkvæmd tilrauna og oftúlkun rannsóknaniðurstaðna geta valdið röngum ályktunum. Fjárhagslegir hagsmunir, möguleikar á styrkjum frá rannsóknarsjóðum, samtökum sjúklinga/áhugamanna til áframhaldandi rannsókna og pólitísk rétthugsun eiga það til að valda þrýstingi á vísindamenn, rannsóknarstofur og fyrirtæki að birta niðurstöður sem ekki eru nógu vandaðar eða fullgerðar. Þess vegna er mikilvægt að vísindamenn, fjölmiðlafólk og leikmenn efist alltaf um niðurstöður, hvort sem það er í ritrýndum vísindatímaritum, á blaðamannafundum eða í fréttatilkynningum. Sérstaklega þegar niðurstöður ganga gegn núverandi þekkingu eða valda straumhvörfum. Einungis ítrekaðar tilraunir óháðra rannsóknarhópa geta komið okkur nær „réttri“ niðurstöðu. Ef niðurstöðurnar eru rangar mun vísindasamfélagið ýta þeim út af borðinu hægt, en örugglega. Eins og einhver orðaði það: „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það oftast of gott til að vera satt“ og það gildir um vísindi líka. Heimildir 1. Wolfe-Simon F, et al. A Bacterium That Can Grow by Using Arsenic Instead of Phosphorus. Science. 2011;332(6034):1163-6. 2. Reaves ML, et al. Absence of Detectable Arsenate in DNA from Arsenate-Grown GFAJ-1 Cells. Science. 2012;337(6093):470-3. 3. Urisman A, et al. Identification of a novel Gammaretrovirus in prostate tumors of patients homozygous for R462Q RNASEL variant. PLoS pathogens. 2006;2(3):e25. 4. Lombardi VC, et al. Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome. Science. 2009;326(5952):585-9. 5. Alberts B. Retraction. Science. 2011;334(6063):1636. 6. Alter HJ, et al. A Multicenter Blinded Analysis Indicates No Association between Chronic Fatigue Syndrome/Myalgic Encephalomyelitis and either Xenotropic Murine Leukemia Virus-Related Virus or Polytropic Murine Leukemia Virus. mBio. 2012;3(5). 7. Lee D, et al. In-Depth Investigation of Archival and Prospectively Collected Samples Reveals No Evidence for XMRV Infection in Prostate Cancer. PLoS ONE. 2012;7(9):e44954. 8. Paprotka T, et al. Recombinant Origin of the Retrovirus XMRV. Science. 2011;333(6038):97-101. 9. Cohen J, Enserink M. False Positive. Science. 2011;333(6050):1694-701.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar