Fámennt í þingsölum vegna prófkjörsslaga 15. nóvember 2012 05:30 Hluti af starfi þingmanna fer fram utan þingsala og hefur sérstaklega borið á því undanfarið þegar þingmenn berjast fyrir sætum á listum flokka. fréttablaðið/pjetur Þingnefndarformaður kvartar yfir því að illa gangi að manna nefndarfundi og atkvæðagreiðslur um mikilvæg mál. Þingmenn séu uppteknir í prófkjörum. Skrifstofustjóri Alþingis segir eðlilegt að prófkjörin taki tíma hjá þingmönnum. Prófkjör og forvöl stjórnmálaflokkanna eiga hug margra þingmanna þessa dagana og hefur borið á því að illa gangi að manna nefndarfundi af þeim sökum. Þá hefur verið fámennt í þingsal og þurft að ganga eftir því að nægilega margir þingmenn séu til að afgreiða mál. Fjáraukalög voru samþykkt til þriðju umræðu á þriðjudag. Það er í raun mikilvægasta atkvæðagreiðslan í ferli málsins því eftir aðra eru samþykktar stærstu breytingarnar sem þingið vill gera á frumvarpinu. Venjan er sú að veigaminni breytingar eru gerðar við þriðju umræðu. Fjáraukalögin voru samþykkt með 23 atkvæðum stjórnarliða. Stjórnarandstæðingar, 22 talsins, sátu hjá, en 18 voru fjarstaddir. Venju samkvæmt fellir stjórnarandstaða ekki fjárlög og fjáraukalög, en hún hefði ekki þurft miklar tilfæringar til þess í gær, þar sem aðeins munaði einu atkvæði. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir þetta bagalegt þegar kemur að jafnstóru máli og fjáraukalögum. „Það er náttúrlega ekki boðlegt ef það þarf að fara að grátbiðja fólk um að koma og greiða atkvæði og taka þátt í umræðum, jafnvel þó menn séu að reyna að hafa fyrir því að komast inn á þing. Menn verða þá að vera þar líka. Þetta þætti ekki gott til eftirbreytni á öðrum vinnustöðum.“ Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að reynt sé að tímasetja mikilvægar atkvæðagreiðslur vel og allar atkvæðagreiðslur séu auglýstar með fyrirvara. Stundum sé hins vegar strembið að ná tilskildum fjölda í salinn. Það sé hins vegar misskilningur að vinnustaður þingmanna sé bundinn við þingsalinn. „Hann er líka í þingflokkum og alls konar öðrum erindagjörðum, þannig að þetta er ekkert bundið núna við prófkjör eða neitt slíkt. En það er auðvitað ljóst að þau taka mikla athygli frá mönnum og skárra væri það nú.“ Ljóst sé hins vegar að prófkjörin hafi áhrif. „Það hefur auðvitað verið þannig undanfarna daga, undanfarnar tvær vikur, að það hefur borið á því að ekki hefur verið margt í þingsalnum og maður veit svo sem alveg hver skýringin er. Þetta er þó ekki neitt sem maður gæti kallað óeðlilegt.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Þingnefndarformaður kvartar yfir því að illa gangi að manna nefndarfundi og atkvæðagreiðslur um mikilvæg mál. Þingmenn séu uppteknir í prófkjörum. Skrifstofustjóri Alþingis segir eðlilegt að prófkjörin taki tíma hjá þingmönnum. Prófkjör og forvöl stjórnmálaflokkanna eiga hug margra þingmanna þessa dagana og hefur borið á því að illa gangi að manna nefndarfundi af þeim sökum. Þá hefur verið fámennt í þingsal og þurft að ganga eftir því að nægilega margir þingmenn séu til að afgreiða mál. Fjáraukalög voru samþykkt til þriðju umræðu á þriðjudag. Það er í raun mikilvægasta atkvæðagreiðslan í ferli málsins því eftir aðra eru samþykktar stærstu breytingarnar sem þingið vill gera á frumvarpinu. Venjan er sú að veigaminni breytingar eru gerðar við þriðju umræðu. Fjáraukalögin voru samþykkt með 23 atkvæðum stjórnarliða. Stjórnarandstæðingar, 22 talsins, sátu hjá, en 18 voru fjarstaddir. Venju samkvæmt fellir stjórnarandstaða ekki fjárlög og fjáraukalög, en hún hefði ekki þurft miklar tilfæringar til þess í gær, þar sem aðeins munaði einu atkvæði. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir þetta bagalegt þegar kemur að jafnstóru máli og fjáraukalögum. „Það er náttúrlega ekki boðlegt ef það þarf að fara að grátbiðja fólk um að koma og greiða atkvæði og taka þátt í umræðum, jafnvel þó menn séu að reyna að hafa fyrir því að komast inn á þing. Menn verða þá að vera þar líka. Þetta þætti ekki gott til eftirbreytni á öðrum vinnustöðum.“ Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að reynt sé að tímasetja mikilvægar atkvæðagreiðslur vel og allar atkvæðagreiðslur séu auglýstar með fyrirvara. Stundum sé hins vegar strembið að ná tilskildum fjölda í salinn. Það sé hins vegar misskilningur að vinnustaður þingmanna sé bundinn við þingsalinn. „Hann er líka í þingflokkum og alls konar öðrum erindagjörðum, þannig að þetta er ekkert bundið núna við prófkjör eða neitt slíkt. En það er auðvitað ljóst að þau taka mikla athygli frá mönnum og skárra væri það nú.“ Ljóst sé hins vegar að prófkjörin hafi áhrif. „Það hefur auðvitað verið þannig undanfarna daga, undanfarnar tvær vikur, að það hefur borið á því að ekki hefur verið margt í þingsalnum og maður veit svo sem alveg hver skýringin er. Þetta er þó ekki neitt sem maður gæti kallað óeðlilegt.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira