Sjálfhverfa kynslóðin: Gæti orðið rof í keðjunni Karen Kjartansdóttir skrifar 19. nóvember 2012 19:01 Það kemur til með að hafa miklar afleiðingar að eignir heillar kynslóðar þurrkist út og gott betur. Þetta segir verkfræðingur sem reiknað hefur út að á meðan hrein eign Íslendinga á aldrinum 30 til 45 ára hafi horfið, hafi eignastaða þeirra sem eru 60 - 75 ára aukist mjög. Um helgina birtist grein í Fréttablaðinu eftir Karl Sigfússon verkfræðing þar sem hann fór yfir eignastöðu fólks eftir því hvaða kynslóð það tilheyrir. Tilefnið voru skrif Sighvats Björgvinssonar, fyrrverandi ráðherra um það sem hann kallaði sjálfhverfu kynslóðina - en í þeim fullyrti hann að Íslendingar á aldrinum 30 til 45 ára hugsi aðeins um sjálfa sig, kvarti, kveini og heimti leiðréttingu á kjörum síðum á grundvelli forsendubrests. Karl vildi athuga hvað væri til í fullyrðingum Sighvats og fór yfir gögn frá ríkisskattstjóra. „Ég sótti mér bara gögn sem eru aðgengileg öllum á vef ríkisskattstjóra og færði þau í þennan búning, það er í þessar 15 ára kynslóðir sem hann leggur upp með. Svona bara til að átta mig á því hvað hafði gerst í eignastöðu þessara hópa. Útkoman er miklu dramatískari en ég hélt í fyrstu. Þetta var miklu skýrari breyting á fáum árum í eignastöðu þessa aldurshóps heldur en ég reiknaði með," segir Karl. Karl segir að gögnin sýni að tal Sighvats, um eignabruna gamla fólksins, eigi ekki við rök að styðjast. Hlutfallsleg eignastaða milli kynslóða hafi verið stöðug á árunum 1996, 2001 og 2006. Árið 2011 eða eftir hrunið breytist staðan mjög. Eignir sjálfhverfu kynslóðarinnar svokölluðu þurkast út - og gott betur. Á sama tíma aukist eignastaða þeirra sem eldri eru. Gríðarleg eignatilfærsla hafi orðið frá þeim sem yngir eru til eldri kynslóða. Fréttastofa hafði samband við Sighvat sem staddur er erlendis og spurði hann út í grein Karls, hann sagði svara að vænta á næstu dögum. Vissulega hefði gjaldmiðillinn hrunið og þar með hefðu skuldir skuldugasta hópsins aukist mjög. Hann hafnaði því þó alveg að eignatilfærsla hefði orðið. Karl óttast að þessi staða geti haft miklar afleiðingar. „Ég held að þetta komi til með að hafa miklar afleiðingar, við verðum að átta okkur á því að ef að heildareignir, nettó-eignir það er hreinar eign, 45 ára og yngri eru neikvæðar, í þessu tilfelli mínus átta milljarðar, þá þýðir það að þessi hópur stendur ekki sterkur á svellinu í framhaldinu. Því þetta fólk eru væntanlega kaupendur, til dæmis af húsum Sighvats og annarra af hans kynslóð. Með þessu gæti orðið rof í keðjunni. Það er ákveðin virkni á húsnæðismarkaði. Fólk býr á svona þremur fjórum stöðum yfir ævina, með fasta búsetu. Það er fyrsta íbúð, síðan hæð og svo fara margir í einbýlishús og minnka svo aftur við sig. Þessi keðja rofnar og það er umhugsunarefni því svona ójafnvægi kemur niður á öllum fyrr eða síðar," segir Karl að lokum. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Það kemur til með að hafa miklar afleiðingar að eignir heillar kynslóðar þurrkist út og gott betur. Þetta segir verkfræðingur sem reiknað hefur út að á meðan hrein eign Íslendinga á aldrinum 30 til 45 ára hafi horfið, hafi eignastaða þeirra sem eru 60 - 75 ára aukist mjög. Um helgina birtist grein í Fréttablaðinu eftir Karl Sigfússon verkfræðing þar sem hann fór yfir eignastöðu fólks eftir því hvaða kynslóð það tilheyrir. Tilefnið voru skrif Sighvats Björgvinssonar, fyrrverandi ráðherra um það sem hann kallaði sjálfhverfu kynslóðina - en í þeim fullyrti hann að Íslendingar á aldrinum 30 til 45 ára hugsi aðeins um sjálfa sig, kvarti, kveini og heimti leiðréttingu á kjörum síðum á grundvelli forsendubrests. Karl vildi athuga hvað væri til í fullyrðingum Sighvats og fór yfir gögn frá ríkisskattstjóra. „Ég sótti mér bara gögn sem eru aðgengileg öllum á vef ríkisskattstjóra og færði þau í þennan búning, það er í þessar 15 ára kynslóðir sem hann leggur upp með. Svona bara til að átta mig á því hvað hafði gerst í eignastöðu þessara hópa. Útkoman er miklu dramatískari en ég hélt í fyrstu. Þetta var miklu skýrari breyting á fáum árum í eignastöðu þessa aldurshóps heldur en ég reiknaði með," segir Karl. Karl segir að gögnin sýni að tal Sighvats, um eignabruna gamla fólksins, eigi ekki við rök að styðjast. Hlutfallsleg eignastaða milli kynslóða hafi verið stöðug á árunum 1996, 2001 og 2006. Árið 2011 eða eftir hrunið breytist staðan mjög. Eignir sjálfhverfu kynslóðarinnar svokölluðu þurkast út - og gott betur. Á sama tíma aukist eignastaða þeirra sem eldri eru. Gríðarleg eignatilfærsla hafi orðið frá þeim sem yngir eru til eldri kynslóða. Fréttastofa hafði samband við Sighvat sem staddur er erlendis og spurði hann út í grein Karls, hann sagði svara að vænta á næstu dögum. Vissulega hefði gjaldmiðillinn hrunið og þar með hefðu skuldir skuldugasta hópsins aukist mjög. Hann hafnaði því þó alveg að eignatilfærsla hefði orðið. Karl óttast að þessi staða geti haft miklar afleiðingar. „Ég held að þetta komi til með að hafa miklar afleiðingar, við verðum að átta okkur á því að ef að heildareignir, nettó-eignir það er hreinar eign, 45 ára og yngri eru neikvæðar, í þessu tilfelli mínus átta milljarðar, þá þýðir það að þessi hópur stendur ekki sterkur á svellinu í framhaldinu. Því þetta fólk eru væntanlega kaupendur, til dæmis af húsum Sighvats og annarra af hans kynslóð. Með þessu gæti orðið rof í keðjunni. Það er ákveðin virkni á húsnæðismarkaði. Fólk býr á svona þremur fjórum stöðum yfir ævina, með fasta búsetu. Það er fyrsta íbúð, síðan hæð og svo fara margir í einbýlishús og minnka svo aftur við sig. Þessi keðja rofnar og það er umhugsunarefni því svona ójafnvægi kemur niður á öllum fyrr eða síðar," segir Karl að lokum.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira