Sjálfhverfa kynslóðin: Gæti orðið rof í keðjunni Karen Kjartansdóttir skrifar 19. nóvember 2012 19:01 Það kemur til með að hafa miklar afleiðingar að eignir heillar kynslóðar þurrkist út og gott betur. Þetta segir verkfræðingur sem reiknað hefur út að á meðan hrein eign Íslendinga á aldrinum 30 til 45 ára hafi horfið, hafi eignastaða þeirra sem eru 60 - 75 ára aukist mjög. Um helgina birtist grein í Fréttablaðinu eftir Karl Sigfússon verkfræðing þar sem hann fór yfir eignastöðu fólks eftir því hvaða kynslóð það tilheyrir. Tilefnið voru skrif Sighvats Björgvinssonar, fyrrverandi ráðherra um það sem hann kallaði sjálfhverfu kynslóðina - en í þeim fullyrti hann að Íslendingar á aldrinum 30 til 45 ára hugsi aðeins um sjálfa sig, kvarti, kveini og heimti leiðréttingu á kjörum síðum á grundvelli forsendubrests. Karl vildi athuga hvað væri til í fullyrðingum Sighvats og fór yfir gögn frá ríkisskattstjóra. „Ég sótti mér bara gögn sem eru aðgengileg öllum á vef ríkisskattstjóra og færði þau í þennan búning, það er í þessar 15 ára kynslóðir sem hann leggur upp með. Svona bara til að átta mig á því hvað hafði gerst í eignastöðu þessara hópa. Útkoman er miklu dramatískari en ég hélt í fyrstu. Þetta var miklu skýrari breyting á fáum árum í eignastöðu þessa aldurshóps heldur en ég reiknaði með," segir Karl. Karl segir að gögnin sýni að tal Sighvats, um eignabruna gamla fólksins, eigi ekki við rök að styðjast. Hlutfallsleg eignastaða milli kynslóða hafi verið stöðug á árunum 1996, 2001 og 2006. Árið 2011 eða eftir hrunið breytist staðan mjög. Eignir sjálfhverfu kynslóðarinnar svokölluðu þurkast út - og gott betur. Á sama tíma aukist eignastaða þeirra sem eldri eru. Gríðarleg eignatilfærsla hafi orðið frá þeim sem yngir eru til eldri kynslóða. Fréttastofa hafði samband við Sighvat sem staddur er erlendis og spurði hann út í grein Karls, hann sagði svara að vænta á næstu dögum. Vissulega hefði gjaldmiðillinn hrunið og þar með hefðu skuldir skuldugasta hópsins aukist mjög. Hann hafnaði því þó alveg að eignatilfærsla hefði orðið. Karl óttast að þessi staða geti haft miklar afleiðingar. „Ég held að þetta komi til með að hafa miklar afleiðingar, við verðum að átta okkur á því að ef að heildareignir, nettó-eignir það er hreinar eign, 45 ára og yngri eru neikvæðar, í þessu tilfelli mínus átta milljarðar, þá þýðir það að þessi hópur stendur ekki sterkur á svellinu í framhaldinu. Því þetta fólk eru væntanlega kaupendur, til dæmis af húsum Sighvats og annarra af hans kynslóð. Með þessu gæti orðið rof í keðjunni. Það er ákveðin virkni á húsnæðismarkaði. Fólk býr á svona þremur fjórum stöðum yfir ævina, með fasta búsetu. Það er fyrsta íbúð, síðan hæð og svo fara margir í einbýlishús og minnka svo aftur við sig. Þessi keðja rofnar og það er umhugsunarefni því svona ójafnvægi kemur niður á öllum fyrr eða síðar," segir Karl að lokum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Það kemur til með að hafa miklar afleiðingar að eignir heillar kynslóðar þurrkist út og gott betur. Þetta segir verkfræðingur sem reiknað hefur út að á meðan hrein eign Íslendinga á aldrinum 30 til 45 ára hafi horfið, hafi eignastaða þeirra sem eru 60 - 75 ára aukist mjög. Um helgina birtist grein í Fréttablaðinu eftir Karl Sigfússon verkfræðing þar sem hann fór yfir eignastöðu fólks eftir því hvaða kynslóð það tilheyrir. Tilefnið voru skrif Sighvats Björgvinssonar, fyrrverandi ráðherra um það sem hann kallaði sjálfhverfu kynslóðina - en í þeim fullyrti hann að Íslendingar á aldrinum 30 til 45 ára hugsi aðeins um sjálfa sig, kvarti, kveini og heimti leiðréttingu á kjörum síðum á grundvelli forsendubrests. Karl vildi athuga hvað væri til í fullyrðingum Sighvats og fór yfir gögn frá ríkisskattstjóra. „Ég sótti mér bara gögn sem eru aðgengileg öllum á vef ríkisskattstjóra og færði þau í þennan búning, það er í þessar 15 ára kynslóðir sem hann leggur upp með. Svona bara til að átta mig á því hvað hafði gerst í eignastöðu þessara hópa. Útkoman er miklu dramatískari en ég hélt í fyrstu. Þetta var miklu skýrari breyting á fáum árum í eignastöðu þessa aldurshóps heldur en ég reiknaði með," segir Karl. Karl segir að gögnin sýni að tal Sighvats, um eignabruna gamla fólksins, eigi ekki við rök að styðjast. Hlutfallsleg eignastaða milli kynslóða hafi verið stöðug á árunum 1996, 2001 og 2006. Árið 2011 eða eftir hrunið breytist staðan mjög. Eignir sjálfhverfu kynslóðarinnar svokölluðu þurkast út - og gott betur. Á sama tíma aukist eignastaða þeirra sem eldri eru. Gríðarleg eignatilfærsla hafi orðið frá þeim sem yngir eru til eldri kynslóða. Fréttastofa hafði samband við Sighvat sem staddur er erlendis og spurði hann út í grein Karls, hann sagði svara að vænta á næstu dögum. Vissulega hefði gjaldmiðillinn hrunið og þar með hefðu skuldir skuldugasta hópsins aukist mjög. Hann hafnaði því þó alveg að eignatilfærsla hefði orðið. Karl óttast að þessi staða geti haft miklar afleiðingar. „Ég held að þetta komi til með að hafa miklar afleiðingar, við verðum að átta okkur á því að ef að heildareignir, nettó-eignir það er hreinar eign, 45 ára og yngri eru neikvæðar, í þessu tilfelli mínus átta milljarðar, þá þýðir það að þessi hópur stendur ekki sterkur á svellinu í framhaldinu. Því þetta fólk eru væntanlega kaupendur, til dæmis af húsum Sighvats og annarra af hans kynslóð. Með þessu gæti orðið rof í keðjunni. Það er ákveðin virkni á húsnæðismarkaði. Fólk býr á svona þremur fjórum stöðum yfir ævina, með fasta búsetu. Það er fyrsta íbúð, síðan hæð og svo fara margir í einbýlishús og minnka svo aftur við sig. Þessi keðja rofnar og það er umhugsunarefni því svona ójafnvægi kemur niður á öllum fyrr eða síðar," segir Karl að lokum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira