Þrír vilja keppa um Norðfjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2012 19:54 Útboðsferli Norðfjarðarganga er hafið og segir bæjarstjóri Fjarðabyggðar það mikil gleðitíðindi. Þrír verktakahópar óska eftir að bjóða í verkið. Göngin verða milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, 7,5 kílómetrar að lengd, en markmiðið samkvæmt matsáætlun er að styrkja byggðarlög á Austurlandi með því að tryggja greiðar samgöngur og auka umferðaröryggi. Austfirðingar hafa lengi kallað eftir nýjum göngum í stað Oddsskarðsganga, sem opnuð voru fyrir 36 árum, og þau hróp urðu hávær í fyrravetur eftir umferðarslys þegar rúta með starfsmenn Alcoa-Fjarðaáls fór þrjár veltur í brattlendi í Oddskarði. Forval verktaka vegna nýrra ganga er nú hafið og þegar frestur rann út í síðustu viku höfðu þrír hópar sótt um að fá að bjóða í verkið; ÍAV og Marti Contractors; Ístak; og Metrostav og Suðurverk. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fagnar því í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að útboðsferlið skuli nú vera hafið. Þetta séu mikil gleðitíðindi og menn bindi vonir við að göngin verði nú að veruleika í þetta sinn. Á grafískum myndum frá Verkfræðistofunni Mannviti má sjá hvernig vegir að göngunum munu liggja í landslaginu. Eskifjarðarmegin verður munninn skammt innan við bæinn en Norðfjarðarmegin í Fannardal. Lagðir verða fimm kílómetrar af nýjum vegum. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar bendir á að Oddsskarð sé megintenging Austfirðinga við stofnanir eins og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og Verkmenntaskólann og einnig fari þar um miklir þungaflutningar vegna sjávarútvegs. Hann segir að þau sveitarfélög séu fá þar sem fjallvegur liggi í 600 metra hæð og í miðju sveitarfélagi. Þetta verði mikil samgöngubót sem hann vonist til að verði að veruleika haustið 2015.Svo hratt mun verkið þó ekki vinnast, miðað við upplýsingar Gísla Eiríkssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, sem segir núna áætlað að tilboð verði opnuð í mars, verkið hefjist haustið 2013 og að verklok verði haustið 2017. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Útboðsferli Norðfjarðarganga er hafið og segir bæjarstjóri Fjarðabyggðar það mikil gleðitíðindi. Þrír verktakahópar óska eftir að bjóða í verkið. Göngin verða milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, 7,5 kílómetrar að lengd, en markmiðið samkvæmt matsáætlun er að styrkja byggðarlög á Austurlandi með því að tryggja greiðar samgöngur og auka umferðaröryggi. Austfirðingar hafa lengi kallað eftir nýjum göngum í stað Oddsskarðsganga, sem opnuð voru fyrir 36 árum, og þau hróp urðu hávær í fyrravetur eftir umferðarslys þegar rúta með starfsmenn Alcoa-Fjarðaáls fór þrjár veltur í brattlendi í Oddskarði. Forval verktaka vegna nýrra ganga er nú hafið og þegar frestur rann út í síðustu viku höfðu þrír hópar sótt um að fá að bjóða í verkið; ÍAV og Marti Contractors; Ístak; og Metrostav og Suðurverk. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fagnar því í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að útboðsferlið skuli nú vera hafið. Þetta séu mikil gleðitíðindi og menn bindi vonir við að göngin verði nú að veruleika í þetta sinn. Á grafískum myndum frá Verkfræðistofunni Mannviti má sjá hvernig vegir að göngunum munu liggja í landslaginu. Eskifjarðarmegin verður munninn skammt innan við bæinn en Norðfjarðarmegin í Fannardal. Lagðir verða fimm kílómetrar af nýjum vegum. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar bendir á að Oddsskarð sé megintenging Austfirðinga við stofnanir eins og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og Verkmenntaskólann og einnig fari þar um miklir þungaflutningar vegna sjávarútvegs. Hann segir að þau sveitarfélög séu fá þar sem fjallvegur liggi í 600 metra hæð og í miðju sveitarfélagi. Þetta verði mikil samgöngubót sem hann vonist til að verði að veruleika haustið 2015.Svo hratt mun verkið þó ekki vinnast, miðað við upplýsingar Gísla Eiríkssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, sem segir núna áætlað að tilboð verði opnuð í mars, verkið hefjist haustið 2013 og að verklok verði haustið 2017.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði