Veðurstofan spáir stormi , eða 18 til 23 metrum á sekúndu með morgninum og fram eftir degi en síðan snýst vindur í norðanátt síðdegis. Fyrstu tvær ferðir Herjólfs falla niður.
Það er líka spáð stormi á nær öllum miðum og djúpum umhverfis landið og Landhelgisgæslan vekur athygli á að að stærsti straumur ársins er í dag, eða mesti munur flóðs og fjöru. Umráðamenn skipa og báta eru því beðnir að hafa varann á, einkum suðvestanlands.
Hægari vindur verður á höfuðborgarsvæðinu.
