Virði háskólamenntunar Sara Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Þegar hafa farið fram miklar umræður í samfélaginu um hvernig ráðstafa eigi því fé sem fyrir hendi er fyrir fjárlögin 2013. Það er augljóst að allir vilja fá bita af kökunni. Eftir-kreppu árin hafa verið okkur Íslendingum erfið og stjórnvöld hafa haft úr litlu moða. Því þarf að vanda vel til verka þegar kemur að forgangsröðun verkefna í fjárlögum. Forgangsröðun er eitt erfiðasta verkefni ríkisstjórnarinnar ár hvert, eðli málsins samkvæmt. Eins bráðnauðsynleg og ný tæki og fjölbreytt flóra starfsmanna eru heilbrigðiskerfinu okkar, þá er vel menntað samfélag grunnstoðin að nýsköpun og framþróun. Háskólar landsins mennta kennara barnanna okkar, læknana þeirra og hjúkrunarfræðinga ásamt því að byggja upp og efla mikilvægustu starfsgreinar samfélagsins. Ísland er sér á báti þegar kemur að menntamálum. Ekki nóg með að Ísland sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þegar kemur að fjármagni sem varið er á hvern nemenda heldur er forgangsröðun menntayfirvalda gjörólík því sem gengur og gerist. Ísland ver langmestu fjármagni, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna í 1. stigs menntun (leik- og grunnskólar). Talsvert minni upphæð er varið í 2. stigs menntun (framhaldsskólar) eða rétt undir meðaltali OECD og þegar kemur að 3. stigs menntun (háskólar) er lang minnsta fjármagninu varið og erum við langt undir meðaltali OECD. Á meðan flest lönd eyða eftir formúlunni minna-meira-mest, þá styðst Ísland við formúluna mest-minna-minnst. Að menntakerfinu steðjar alvarleg ógn. Þrátt fyrir að Háskóla Íslands hafi tekist að skipa sér sess meðal 300 bestu háskóla heims er nokkuð ljóst að við munum hrapa niður listann þegar tekið verður tillit til tölfræði og niðurskurðar síðustu ára. Þegar fjárveitingar til æðstu menntastofnunar landsins eru látnar ganga til þurrðar, þá er ógerlegt fyrir hana að halda í við erlenda háskóla. Þó svo að við eyðum miklum tíma í að bera okkur saman við erlendar menntastofnanir, þá er afar mikilvægt að við lítum einnig hingað heim. Hvaða skilaboð erum við að senda komandi kynslóðum? Fyrir flest þau störf sem auglýst eru t.d. í atvinnublaði Fréttablaðsins er krafist háskólamenntunar. Launakjör fara eftir menntunarstigi og samfélagið krefst háskólamenntaðs fólks í síauknum mæli. Niðurskurður stjórnvalda til háskólastigsins brýtur þannig þvert á þarfir þjóðarinnar. Háskólar eru þekkingarskapandi. Þá þekkingu er að mínu mati, vel hægt að meta til fjár. Ég tel það vera samfélagslega hagkvæmt að halda úti úrvals háskólamenntun á Íslandi. Ef við gerum það verður uppspretta þekkingar innanlands og við höldum meginþorra námsmanna hérlendis. Það verður minni spekileki og samfélagið fær afrakstur þekkingarinnar og verðmætasköpunina beint í æð. Stjórnvöld verða að setja menntun í forgang í fjárlögum næsta árs. Löngu er orðið ljóst að Háskóli Íslands er kominn að þolmörkum og hætt er við að þeir einstaklingar sem útskrifast séu ekki jafn vel í stakk búnir og þeir hefðu getað verið. Mjög erfitt er að byggja upp traust og sterkt háskólasamfélag ef við gefum of mikinn slaka í of langan tíma. Fjárfestum í menntun. Fjárfestum í fólkinu og samfélaginu. Fjárfestum í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Þegar hafa farið fram miklar umræður í samfélaginu um hvernig ráðstafa eigi því fé sem fyrir hendi er fyrir fjárlögin 2013. Það er augljóst að allir vilja fá bita af kökunni. Eftir-kreppu árin hafa verið okkur Íslendingum erfið og stjórnvöld hafa haft úr litlu moða. Því þarf að vanda vel til verka þegar kemur að forgangsröðun verkefna í fjárlögum. Forgangsröðun er eitt erfiðasta verkefni ríkisstjórnarinnar ár hvert, eðli málsins samkvæmt. Eins bráðnauðsynleg og ný tæki og fjölbreytt flóra starfsmanna eru heilbrigðiskerfinu okkar, þá er vel menntað samfélag grunnstoðin að nýsköpun og framþróun. Háskólar landsins mennta kennara barnanna okkar, læknana þeirra og hjúkrunarfræðinga ásamt því að byggja upp og efla mikilvægustu starfsgreinar samfélagsins. Ísland er sér á báti þegar kemur að menntamálum. Ekki nóg með að Ísland sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þegar kemur að fjármagni sem varið er á hvern nemenda heldur er forgangsröðun menntayfirvalda gjörólík því sem gengur og gerist. Ísland ver langmestu fjármagni, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna í 1. stigs menntun (leik- og grunnskólar). Talsvert minni upphæð er varið í 2. stigs menntun (framhaldsskólar) eða rétt undir meðaltali OECD og þegar kemur að 3. stigs menntun (háskólar) er lang minnsta fjármagninu varið og erum við langt undir meðaltali OECD. Á meðan flest lönd eyða eftir formúlunni minna-meira-mest, þá styðst Ísland við formúluna mest-minna-minnst. Að menntakerfinu steðjar alvarleg ógn. Þrátt fyrir að Háskóla Íslands hafi tekist að skipa sér sess meðal 300 bestu háskóla heims er nokkuð ljóst að við munum hrapa niður listann þegar tekið verður tillit til tölfræði og niðurskurðar síðustu ára. Þegar fjárveitingar til æðstu menntastofnunar landsins eru látnar ganga til þurrðar, þá er ógerlegt fyrir hana að halda í við erlenda háskóla. Þó svo að við eyðum miklum tíma í að bera okkur saman við erlendar menntastofnanir, þá er afar mikilvægt að við lítum einnig hingað heim. Hvaða skilaboð erum við að senda komandi kynslóðum? Fyrir flest þau störf sem auglýst eru t.d. í atvinnublaði Fréttablaðsins er krafist háskólamenntunar. Launakjör fara eftir menntunarstigi og samfélagið krefst háskólamenntaðs fólks í síauknum mæli. Niðurskurður stjórnvalda til háskólastigsins brýtur þannig þvert á þarfir þjóðarinnar. Háskólar eru þekkingarskapandi. Þá þekkingu er að mínu mati, vel hægt að meta til fjár. Ég tel það vera samfélagslega hagkvæmt að halda úti úrvals háskólamenntun á Íslandi. Ef við gerum það verður uppspretta þekkingar innanlands og við höldum meginþorra námsmanna hérlendis. Það verður minni spekileki og samfélagið fær afrakstur þekkingarinnar og verðmætasköpunina beint í æð. Stjórnvöld verða að setja menntun í forgang í fjárlögum næsta árs. Löngu er orðið ljóst að Háskóli Íslands er kominn að þolmörkum og hætt er við að þeir einstaklingar sem útskrifast séu ekki jafn vel í stakk búnir og þeir hefðu getað verið. Mjög erfitt er að byggja upp traust og sterkt háskólasamfélag ef við gefum of mikinn slaka í of langan tíma. Fjárfestum í menntun. Fjárfestum í fólkinu og samfélaginu. Fjárfestum í Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun