Nýr Landspítali: Fyrir þjóðina eða læknana? Lýður Árnason skrifar 20. janúar 2012 06:00 Tveir forsvarsmenn Landspítalans, Björn Zoëga og Jóhannes Gunnarsson, segja í nýbirtri grein að bygging háskólasjúkrahúss sé sparnaður á erfiðum tímum. Ennfremur að verkið þoli enga bið, að því hnígi fjárhagsleg, samfélagsleg og fagleg rök. Augljóslega er hagræðing að hýsa stofnunina á einum stað. Sömuleiðis borðliggjandi að betra sé fyrir innlagða sjúklinga að dvelja í einmenningi. Einnig að tími starfsfólks nýtist betur á minna svæði. En að málið þoli enga bið tel ég alrangt. Bygging nýs Landspítala er risavaxið inngrip, ekki bara fjárhagslegt heldur líka samfélagslegt. Húsið útheimtir breyttar áherzlur í heilbrigðisþjónustu til framtíðar sem og gjörbreytta ímynd borgarinnar. Hvað byggingaráform snertir hafa forvígismenn Landspítala gengið í fararbroddi ásamt stjórnmálamönnum. Á of mörgum sviðum þjóðlífsins höfum við séð svona skrúðgöngur og almenningi ætlað að húrrahrópa samsíða lúðrablæstrinum. Misvitrar ákvarðanir síðustu ára sitja í okkur flestum og því sjálfsagt að spyrja hvort þörfin á nýju háskólasjúkrahúsi sé yfir höfuð svona aðkallandi? Hvað á að gera við gömlu Landspítalabyggingarnar og Borgarspítalann? Á allt þetta húsnæði að grotna niður eða á að ráðast í viðhald og breytingar samhliða nýbyggingunum? Dugir það til að uppfæra húsin svo þau mæti þörfum núsins? Væri skynsamlegra að byggja í Fossvoginum þar sem svæðið er meira miðsvæðis auk þess sem deiliskipulag leyfir okkur að byggja upp í loftið? Er kostnaðaráætlunin raunhæf eða enn ein brellan til að koma hugðarefnum í óafturkræfan farveg? Annað eins hefur nú gerst og nægir að minna á Hörpuna sem varð næstum fimmfalt dýrari en upphaflega stóð til. Samkvæmt ofantöldu er þetta því ekki bara spurning um staðsetningu og stærð heldur líka um raunverulega þörf. Öll þjóðin hefur fylgst með geigvænlegum niðurskurði í heilbrigðismálum og röng ákvörðun nú mun breyta samfélagsgerðinni til framtíðar. Vill fólk háskólasjúkrahús og vísindasamfélag í skiptum fyrir smærri einingar sem þjónað hafa í heimabyggð? Telur fólk stóra einingu veita betri þjónustu en þá minni? Er stór eining endilega hagkvæmari rekstrarlega en minni? Telur heilbrigðisstarfsfólk hag sínum betur borgið í stærri einingu en minni? Um þetta snýst málið í raun, forgangsröðun fjármuna og eðli heilbrigðisþjónustunnar. Við getum ekki fengið allt og verðum að velja. Það er því ótækt að forsvarsmenn Landspítala leiði umræðuna til lykta, þeirra draumur gæti reynst þjóðinni martröð og miklu betra fyrir alla, ekki sízt áðurnefnda heiðursmenn, að fara þess á leit við Alþingi að þjóðin verði spurð: Vill hún nýtt sjúkrahús eða ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Tveir forsvarsmenn Landspítalans, Björn Zoëga og Jóhannes Gunnarsson, segja í nýbirtri grein að bygging háskólasjúkrahúss sé sparnaður á erfiðum tímum. Ennfremur að verkið þoli enga bið, að því hnígi fjárhagsleg, samfélagsleg og fagleg rök. Augljóslega er hagræðing að hýsa stofnunina á einum stað. Sömuleiðis borðliggjandi að betra sé fyrir innlagða sjúklinga að dvelja í einmenningi. Einnig að tími starfsfólks nýtist betur á minna svæði. En að málið þoli enga bið tel ég alrangt. Bygging nýs Landspítala er risavaxið inngrip, ekki bara fjárhagslegt heldur líka samfélagslegt. Húsið útheimtir breyttar áherzlur í heilbrigðisþjónustu til framtíðar sem og gjörbreytta ímynd borgarinnar. Hvað byggingaráform snertir hafa forvígismenn Landspítala gengið í fararbroddi ásamt stjórnmálamönnum. Á of mörgum sviðum þjóðlífsins höfum við séð svona skrúðgöngur og almenningi ætlað að húrrahrópa samsíða lúðrablæstrinum. Misvitrar ákvarðanir síðustu ára sitja í okkur flestum og því sjálfsagt að spyrja hvort þörfin á nýju háskólasjúkrahúsi sé yfir höfuð svona aðkallandi? Hvað á að gera við gömlu Landspítalabyggingarnar og Borgarspítalann? Á allt þetta húsnæði að grotna niður eða á að ráðast í viðhald og breytingar samhliða nýbyggingunum? Dugir það til að uppfæra húsin svo þau mæti þörfum núsins? Væri skynsamlegra að byggja í Fossvoginum þar sem svæðið er meira miðsvæðis auk þess sem deiliskipulag leyfir okkur að byggja upp í loftið? Er kostnaðaráætlunin raunhæf eða enn ein brellan til að koma hugðarefnum í óafturkræfan farveg? Annað eins hefur nú gerst og nægir að minna á Hörpuna sem varð næstum fimmfalt dýrari en upphaflega stóð til. Samkvæmt ofantöldu er þetta því ekki bara spurning um staðsetningu og stærð heldur líka um raunverulega þörf. Öll þjóðin hefur fylgst með geigvænlegum niðurskurði í heilbrigðismálum og röng ákvörðun nú mun breyta samfélagsgerðinni til framtíðar. Vill fólk háskólasjúkrahús og vísindasamfélag í skiptum fyrir smærri einingar sem þjónað hafa í heimabyggð? Telur fólk stóra einingu veita betri þjónustu en þá minni? Er stór eining endilega hagkvæmari rekstrarlega en minni? Telur heilbrigðisstarfsfólk hag sínum betur borgið í stærri einingu en minni? Um þetta snýst málið í raun, forgangsröðun fjármuna og eðli heilbrigðisþjónustunnar. Við getum ekki fengið allt og verðum að velja. Það er því ótækt að forsvarsmenn Landspítala leiði umræðuna til lykta, þeirra draumur gæti reynst þjóðinni martröð og miklu betra fyrir alla, ekki sízt áðurnefnda heiðursmenn, að fara þess á leit við Alþingi að þjóðin verði spurð: Vill hún nýtt sjúkrahús eða ekki?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar