Erlent

Hugleiða safn í Helsinkiborg

Í Helsinki Áætlað er að bygging Guggenheimsafns í Helsinki kosti 140 milljónir evra, eða um 22 milljarða króna.
Í Helsinki Áætlað er að bygging Guggenheimsafns í Helsinki kosti 140 milljónir evra, eða um 22 milljarða króna. Nordicphotos/AFP
Guggenheim-stofnunin bandaríska hefur lagt til byggingu safns í Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Stofnunin segir að listasafn í Helsinki yrði „markvert framlag“ til menningarlífs á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum, fái bygging þess samþykki borgaryfirvalda. Ákvörðun verður tekin í borgarstjórn í næsta mánuði.

Guggenheim-stofnunin rekur nokkur söfn víða um heim, þar á meðal í Þýskalandi, á Ítalíu, Spáni og eitt sem er í byggingu í Abu Dhabi. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×