Erlent

Komu auga á stærsta vetrarbrautaklasa alheimsins

Stjarnvísindamenn hafa komið auga á stærsta vetrarbrautaklasa alheimsins með aðstoð sjónauka í Síle.

Klasi þessi er í um sjö milljarða ljósára fjarlægð frá jörðunni og massi hans er milljónum milljarða sinnum meiri en sólarinnar.

Vegna stærðarinnar hefur þessi vetrarbrautaklasi hlotið nafnið El Gordo eða Sá feiti. Stjarnvísindamennirnir segja að Sá feiti sé enn að bæta við sig vetrarbrautum og stækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×