Erlent

Lindsay Lohan á að leika Elizabeth Taylor

Leikkonan Lindsay Lohan á nú í samningum um að leika Hollywooddívuna Elizabeth Taylor í nýrri sjónvarpskvikmynd um ævi Taylor.

Framleiðendur myndarinnar telja að Lohan sé eins og sköpuð fyrir þetta hlutverk. Myndin hefur hlotið nafnið "Elizabet og Richard: Ástarsaga" og mun að einbeita sér að sambandi dívunnar við breska leikarann Richard Burton en þau giftust tvisvar.

Lohan hefur átt erfitt með að fá hlutverk að undanförnu en hún vann sér það síðast til frægðar að koma fram nakin í Playboy tímaritinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×