Erlent

Skelkaður hundur heimsótti kajakræðara

Kajakræðari sem var á veiðum við strendur Sarasoa í Flórída fékk óvæntan gest þegar hundurinn Barney kom svamlandi og fékk sér sæti á bátnum. Atvikið hefur vakið mikla athygli en nú er ljóst að aðdragandi þess var allt annar en skemmtilegur.

Veiðimaðurinn var snöggur að draga inn línuna þegar hann sá Barney nálgast bátinn. Augljóslega var ekki allt með felldu enda hætta smávaxnir hundar sér sjaldnast langt út á haf.

Í ljós kom að Barney hafði verið á göngu með eiganda sínum, Donnu L. Chen, þegar ölvaður ökumaður ók á hana.

Eftir að ræðarinn kom Barney í land var dýralæknir kallaður til. Hann sá fljótt að Barney var illa haldinn en þó ekki lífshættulega slasaður.

Dýralæknirinn notaði staðsetningar ígræðslu til að koma Barney til síns heima. Heimkoma Barneys leiddi síðan til þess að slysið uppgötvaðist. Eigandinn, sem ekið var á, lést í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×