Innlent

Tveir menn stela af starfsfólki

Tveir menn eru grunaðir um þjófnað í miðborginni í morgun. Tilkynnt var um þjófnað á munum starfsfólks á hóteli við Skúlagötu klukkan tíu í morgun.

Rúmum hálftíma síðar barst lögreglu tilkynning um þjófnað á veski í Pétursbúð við Ránargötu. Leikur grunur á að sömu menn hafi verið þar að verki en þeir stálu veski frá starfsmanni.

Lögreglan leitar nú mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×