Erlent

Hundur ættleiðir simpansa í Rússlandi

Simpansinn ásamt móður sinni.
Simpansinn ásamt móður sinni. mynd/CEN
Mastiff hundur í Rússlandi hefur ættleitt ungan simpansa. Apinn borðar með nýrri móður sinni og fleiri hundum á heimilinu. Hann deilir jafnvel rúmi með þeim.

Dýragarðsvörður ákvað að taka apann í fóstur eftir að honum hafði verið afneitað af móður sinni. Stuttu eftir að komið var heim tók mastiff-tíkin apann undir sinn væng.

Sérfræðingar segja að óútreiknanleg hegðun prímata fæli hunda yfirleitt frá þeim. Það þykir því ansi merkilegt að hundarnir á heimili dýragarðsvarðarins hafi tekið apann að sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×