Erlent

Assad ætlar ekki að hætta

Bashar al-Assad
Bashar al-Assad
Sýrlandsforseti kveðst enn hafa stuðning þjóðar sinnar og ætlar ekki að láta af embætti.

„Við lýsum brátt yfir sigri,“ sagði Assad Sýrlandsforseti í ræðu sem sjónvarpað var beint frá Damaskus-háskóla í gær. „Þegar ég læt af embætti verður sú ákvörðun líka byggð á vilja fólksins.“

Ræðan er sú fyrsta sem forsetinn flytur eftir að hafa í síðasta mánuði látið undan þrýstingi Arababandalagsins um að hætta árásum stjórnvalda á mótmælendur. Hann áréttaði fullyrðingar sínar um að óróinn í landinu væri af völdum erlends samsæris og yrði brátt að baki.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×