Ragnhildur Noregsprinsessa, stóra systir Haraldar Noregskonungs, lést í gær í Rio de Janeiro í Brasilíu Hún var fædd árið 1930 og var því 82 ára þegar hún lést. Hún giftist Erling Lorentzen árið 1953 og bar frá því nafnið Ragnhildur Alexandra Lorentzen. Ragnhildar var minnst í erlendum fjölmiðlum í gær. Meðal annars minntist Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hennar með hlýjum orðum.
Prinsessa er látin
Jón Hákon Halldórsson skrifar
