Fráleit umræða um frumvarp velferðarráðherra 26. mars 2012 08:00 Umræða síðustu daga um svokallað pillufrumvarp velferðarráðherra hefur tekið á sig einkennilegar myndir. Frumvarpið kveður á um takmarkaða heimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þar er brugðist við tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en nefndin lýsti nýlega yfir áhyggjum vegna fjölda þungana og fóstureyðinga meðal stúlkna undir 18 ára aldri hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni fóru fimm stúlkur yngri en 15 ára í fóstureyðingu 2010 og 177 stúlkur á aldrinum 15-19 ára. Einstaka læknar hafa lýst sig andvíga frumvarpinu og hafa sveigt umræðuna um frumvarpið inn á vafasamar brautir. Látið hefur verið að því liggja að skólahjúkrunarfræðingar kynnu að ávísa pillunni á 11 ára stúlkubörn án vitundar foreldra þeirra. Slíkur málflutningur er fráleitur og viðkomandi læknum ekki samboðinn. Slíkt dytti vonandi engum í hug hvorki lækni né hjúkrunarfræðingi. Þá hefur verið ýjað að því að frumvarpið dragi úr upplýsingaskyldu hjúkrunarfræðinga og lækna til foreldra. Svo er alls ekki, upplýsingaskyldan verður hin sama. Þá hefur því verið haldið fram að frumvarpið endurspegli stéttaríg. Sá rígur er þá frá þeim sömu læknum kominn. Ég þori að fullyrða að hjúkrunarfræðingar sækjast ekki eftir því að sjúkdómsgreina. Kynlíf unglinga er ekki sjúkdómur en er hins vegar staðreynd sem þarf að viðurkenna. Forvarnir eru hér mikilvægastar. Foreldrar og skólahjúkrunarfræðingar þurfa að fræða börn og unglinga um kynlíf, styrkja þau sem einstaklinga þannig að þau geti valið og hafnað. Það þarf að brýna fyrir þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, og síðan að veita þeim sem farin eru að stunda kynlíf, með eða án vitneskju foreldra, viðeigandi úrræði til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir. Rétt er að ítreka að landlæknar, bæði núverandi og fyrrverandi, eru meðmæltir því að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái þetta takmarkaða leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þá hefur lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýst þeirri skoðun sinni að pillan eigi ekki að vera lyfseðilsskyld, það er að konur eigi að hafa frían aðgang að henni. Umrætt frumvarp velferðarráðherra snýst fyrst og fremst um aukið aðgengi unglingsstúlkna að getnaðarvörnum. Komið hefur fram að meðalaldur stúlkna þegar þær fara að stunda kynlíf er rúmlega 15 ár. Þá eru þær enn í grunnskóla. Vonandi geta flestar þessara ungu stúlkna (og vonandi drengirnir líka) rætt við foreldra sína um kynlíf og getnaðarvarnir. Vonandi eru foreldrar þeirra tilbúnir til að fá frí fyrir þær í skólanum, panta tíma fyrir þær hjá heimilislækni og sitja með þeim í viðtalinu og skoðuninni. Því miður er ég þó hrædd um að sú sé ekki alltaf raunin. Það er einmitt þeim unglingsstúlkum sem ekki ræða kynlíf og getnaðarvarnir við foreldra sína sem þarf að bjóða önnur úrræði. Þessi hópur hefur alist upp við það í gegnum grunnskólann að geta leitað til skólahjúkrunarfræðings með sínar spurningar og vandamál. Skólahjúkrunarfræðingar sjá auk þess víða um kynlífsfræðslu í skólum þannig að líkur eru á að gott traust hafi skapast milli barnanna og skólahjúkrunarfræðingsins. Gott aðgengi og traust eru lykillinn að því að unglingsstúlkur (og drengir), sem farnar eru að stunda kynlíf og geta af einhverjum ástæðum ekki rætt þau mál við foreldra sína, leiti eftir ráðgjöf og ávísun á getnaðarvarnir. Það er um það sem frumvarp velferðarráðherra snýst, aukið aðgengi að þjónustunni, betri þjónustu, vonandi færri þunganir unglingsstúlkna og vonandi fækkun fóstureyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga um svokallað pillufrumvarp velferðarráðherra hefur tekið á sig einkennilegar myndir. Frumvarpið kveður á um takmarkaða heimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þar er brugðist við tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en nefndin lýsti nýlega yfir áhyggjum vegna fjölda þungana og fóstureyðinga meðal stúlkna undir 18 ára aldri hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni fóru fimm stúlkur yngri en 15 ára í fóstureyðingu 2010 og 177 stúlkur á aldrinum 15-19 ára. Einstaka læknar hafa lýst sig andvíga frumvarpinu og hafa sveigt umræðuna um frumvarpið inn á vafasamar brautir. Látið hefur verið að því liggja að skólahjúkrunarfræðingar kynnu að ávísa pillunni á 11 ára stúlkubörn án vitundar foreldra þeirra. Slíkur málflutningur er fráleitur og viðkomandi læknum ekki samboðinn. Slíkt dytti vonandi engum í hug hvorki lækni né hjúkrunarfræðingi. Þá hefur verið ýjað að því að frumvarpið dragi úr upplýsingaskyldu hjúkrunarfræðinga og lækna til foreldra. Svo er alls ekki, upplýsingaskyldan verður hin sama. Þá hefur því verið haldið fram að frumvarpið endurspegli stéttaríg. Sá rígur er þá frá þeim sömu læknum kominn. Ég þori að fullyrða að hjúkrunarfræðingar sækjast ekki eftir því að sjúkdómsgreina. Kynlíf unglinga er ekki sjúkdómur en er hins vegar staðreynd sem þarf að viðurkenna. Forvarnir eru hér mikilvægastar. Foreldrar og skólahjúkrunarfræðingar þurfa að fræða börn og unglinga um kynlíf, styrkja þau sem einstaklinga þannig að þau geti valið og hafnað. Það þarf að brýna fyrir þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, og síðan að veita þeim sem farin eru að stunda kynlíf, með eða án vitneskju foreldra, viðeigandi úrræði til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir. Rétt er að ítreka að landlæknar, bæði núverandi og fyrrverandi, eru meðmæltir því að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái þetta takmarkaða leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þá hefur lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýst þeirri skoðun sinni að pillan eigi ekki að vera lyfseðilsskyld, það er að konur eigi að hafa frían aðgang að henni. Umrætt frumvarp velferðarráðherra snýst fyrst og fremst um aukið aðgengi unglingsstúlkna að getnaðarvörnum. Komið hefur fram að meðalaldur stúlkna þegar þær fara að stunda kynlíf er rúmlega 15 ár. Þá eru þær enn í grunnskóla. Vonandi geta flestar þessara ungu stúlkna (og vonandi drengirnir líka) rætt við foreldra sína um kynlíf og getnaðarvarnir. Vonandi eru foreldrar þeirra tilbúnir til að fá frí fyrir þær í skólanum, panta tíma fyrir þær hjá heimilislækni og sitja með þeim í viðtalinu og skoðuninni. Því miður er ég þó hrædd um að sú sé ekki alltaf raunin. Það er einmitt þeim unglingsstúlkum sem ekki ræða kynlíf og getnaðarvarnir við foreldra sína sem þarf að bjóða önnur úrræði. Þessi hópur hefur alist upp við það í gegnum grunnskólann að geta leitað til skólahjúkrunarfræðings með sínar spurningar og vandamál. Skólahjúkrunarfræðingar sjá auk þess víða um kynlífsfræðslu í skólum þannig að líkur eru á að gott traust hafi skapast milli barnanna og skólahjúkrunarfræðingsins. Gott aðgengi og traust eru lykillinn að því að unglingsstúlkur (og drengir), sem farnar eru að stunda kynlíf og geta af einhverjum ástæðum ekki rætt þau mál við foreldra sína, leiti eftir ráðgjöf og ávísun á getnaðarvarnir. Það er um það sem frumvarp velferðarráðherra snýst, aukið aðgengi að þjónustunni, betri þjónustu, vonandi færri þunganir unglingsstúlkna og vonandi fækkun fóstureyðinga.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar