Fráleit umræða um frumvarp velferðarráðherra 26. mars 2012 08:00 Umræða síðustu daga um svokallað pillufrumvarp velferðarráðherra hefur tekið á sig einkennilegar myndir. Frumvarpið kveður á um takmarkaða heimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þar er brugðist við tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en nefndin lýsti nýlega yfir áhyggjum vegna fjölda þungana og fóstureyðinga meðal stúlkna undir 18 ára aldri hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni fóru fimm stúlkur yngri en 15 ára í fóstureyðingu 2010 og 177 stúlkur á aldrinum 15-19 ára. Einstaka læknar hafa lýst sig andvíga frumvarpinu og hafa sveigt umræðuna um frumvarpið inn á vafasamar brautir. Látið hefur verið að því liggja að skólahjúkrunarfræðingar kynnu að ávísa pillunni á 11 ára stúlkubörn án vitundar foreldra þeirra. Slíkur málflutningur er fráleitur og viðkomandi læknum ekki samboðinn. Slíkt dytti vonandi engum í hug hvorki lækni né hjúkrunarfræðingi. Þá hefur verið ýjað að því að frumvarpið dragi úr upplýsingaskyldu hjúkrunarfræðinga og lækna til foreldra. Svo er alls ekki, upplýsingaskyldan verður hin sama. Þá hefur því verið haldið fram að frumvarpið endurspegli stéttaríg. Sá rígur er þá frá þeim sömu læknum kominn. Ég þori að fullyrða að hjúkrunarfræðingar sækjast ekki eftir því að sjúkdómsgreina. Kynlíf unglinga er ekki sjúkdómur en er hins vegar staðreynd sem þarf að viðurkenna. Forvarnir eru hér mikilvægastar. Foreldrar og skólahjúkrunarfræðingar þurfa að fræða börn og unglinga um kynlíf, styrkja þau sem einstaklinga þannig að þau geti valið og hafnað. Það þarf að brýna fyrir þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, og síðan að veita þeim sem farin eru að stunda kynlíf, með eða án vitneskju foreldra, viðeigandi úrræði til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir. Rétt er að ítreka að landlæknar, bæði núverandi og fyrrverandi, eru meðmæltir því að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái þetta takmarkaða leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þá hefur lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýst þeirri skoðun sinni að pillan eigi ekki að vera lyfseðilsskyld, það er að konur eigi að hafa frían aðgang að henni. Umrætt frumvarp velferðarráðherra snýst fyrst og fremst um aukið aðgengi unglingsstúlkna að getnaðarvörnum. Komið hefur fram að meðalaldur stúlkna þegar þær fara að stunda kynlíf er rúmlega 15 ár. Þá eru þær enn í grunnskóla. Vonandi geta flestar þessara ungu stúlkna (og vonandi drengirnir líka) rætt við foreldra sína um kynlíf og getnaðarvarnir. Vonandi eru foreldrar þeirra tilbúnir til að fá frí fyrir þær í skólanum, panta tíma fyrir þær hjá heimilislækni og sitja með þeim í viðtalinu og skoðuninni. Því miður er ég þó hrædd um að sú sé ekki alltaf raunin. Það er einmitt þeim unglingsstúlkum sem ekki ræða kynlíf og getnaðarvarnir við foreldra sína sem þarf að bjóða önnur úrræði. Þessi hópur hefur alist upp við það í gegnum grunnskólann að geta leitað til skólahjúkrunarfræðings með sínar spurningar og vandamál. Skólahjúkrunarfræðingar sjá auk þess víða um kynlífsfræðslu í skólum þannig að líkur eru á að gott traust hafi skapast milli barnanna og skólahjúkrunarfræðingsins. Gott aðgengi og traust eru lykillinn að því að unglingsstúlkur (og drengir), sem farnar eru að stunda kynlíf og geta af einhverjum ástæðum ekki rætt þau mál við foreldra sína, leiti eftir ráðgjöf og ávísun á getnaðarvarnir. Það er um það sem frumvarp velferðarráðherra snýst, aukið aðgengi að þjónustunni, betri þjónustu, vonandi færri þunganir unglingsstúlkna og vonandi fækkun fóstureyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga um svokallað pillufrumvarp velferðarráðherra hefur tekið á sig einkennilegar myndir. Frumvarpið kveður á um takmarkaða heimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þar er brugðist við tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en nefndin lýsti nýlega yfir áhyggjum vegna fjölda þungana og fóstureyðinga meðal stúlkna undir 18 ára aldri hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni fóru fimm stúlkur yngri en 15 ára í fóstureyðingu 2010 og 177 stúlkur á aldrinum 15-19 ára. Einstaka læknar hafa lýst sig andvíga frumvarpinu og hafa sveigt umræðuna um frumvarpið inn á vafasamar brautir. Látið hefur verið að því liggja að skólahjúkrunarfræðingar kynnu að ávísa pillunni á 11 ára stúlkubörn án vitundar foreldra þeirra. Slíkur málflutningur er fráleitur og viðkomandi læknum ekki samboðinn. Slíkt dytti vonandi engum í hug hvorki lækni né hjúkrunarfræðingi. Þá hefur verið ýjað að því að frumvarpið dragi úr upplýsingaskyldu hjúkrunarfræðinga og lækna til foreldra. Svo er alls ekki, upplýsingaskyldan verður hin sama. Þá hefur því verið haldið fram að frumvarpið endurspegli stéttaríg. Sá rígur er þá frá þeim sömu læknum kominn. Ég þori að fullyrða að hjúkrunarfræðingar sækjast ekki eftir því að sjúkdómsgreina. Kynlíf unglinga er ekki sjúkdómur en er hins vegar staðreynd sem þarf að viðurkenna. Forvarnir eru hér mikilvægastar. Foreldrar og skólahjúkrunarfræðingar þurfa að fræða börn og unglinga um kynlíf, styrkja þau sem einstaklinga þannig að þau geti valið og hafnað. Það þarf að brýna fyrir þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, og síðan að veita þeim sem farin eru að stunda kynlíf, með eða án vitneskju foreldra, viðeigandi úrræði til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir. Rétt er að ítreka að landlæknar, bæði núverandi og fyrrverandi, eru meðmæltir því að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái þetta takmarkaða leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Þá hefur lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýst þeirri skoðun sinni að pillan eigi ekki að vera lyfseðilsskyld, það er að konur eigi að hafa frían aðgang að henni. Umrætt frumvarp velferðarráðherra snýst fyrst og fremst um aukið aðgengi unglingsstúlkna að getnaðarvörnum. Komið hefur fram að meðalaldur stúlkna þegar þær fara að stunda kynlíf er rúmlega 15 ár. Þá eru þær enn í grunnskóla. Vonandi geta flestar þessara ungu stúlkna (og vonandi drengirnir líka) rætt við foreldra sína um kynlíf og getnaðarvarnir. Vonandi eru foreldrar þeirra tilbúnir til að fá frí fyrir þær í skólanum, panta tíma fyrir þær hjá heimilislækni og sitja með þeim í viðtalinu og skoðuninni. Því miður er ég þó hrædd um að sú sé ekki alltaf raunin. Það er einmitt þeim unglingsstúlkum sem ekki ræða kynlíf og getnaðarvarnir við foreldra sína sem þarf að bjóða önnur úrræði. Þessi hópur hefur alist upp við það í gegnum grunnskólann að geta leitað til skólahjúkrunarfræðings með sínar spurningar og vandamál. Skólahjúkrunarfræðingar sjá auk þess víða um kynlífsfræðslu í skólum þannig að líkur eru á að gott traust hafi skapast milli barnanna og skólahjúkrunarfræðingsins. Gott aðgengi og traust eru lykillinn að því að unglingsstúlkur (og drengir), sem farnar eru að stunda kynlíf og geta af einhverjum ástæðum ekki rætt þau mál við foreldra sína, leiti eftir ráðgjöf og ávísun á getnaðarvarnir. Það er um það sem frumvarp velferðarráðherra snýst, aukið aðgengi að þjónustunni, betri þjónustu, vonandi færri þunganir unglingsstúlkna og vonandi fækkun fóstureyðinga.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun