Leikkonan Angelina Jolie, 37 ára, var kát þrátt fyrir að ræða háalvarleg mál við Nechirvan Barzani forsætisráðherra sjálfstjórnarsvæðis Kúrda. Leikkonan, sem er sendiherra góðgerðarmála hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, ræddi málefni hundruða þúsunda íraskra flóttamanna sem búa í Sýrlandi. Skoða má Angelinu sem er svo sannarlega ástríðufull þegar kemur að mannúðarmálum betur í myndasafni.
