Djúpið eftirsótt í útlöndum GVR skrifar 17. september 2012 14:39 Baltasar Kormákur við tökur á Djúpinu. Mynd/Anton Brink Kvikmyndin Djúpið fékk fádæma góðar undirtektir þeirra sem á horfðu á sérstakri hátíðarforsýningu í gærkvöldi. Myndin hefur þegar vakið athygli erlendis en leikstjórinn Baltasar Kormákur segir það þó aðeins ánægjulega viðbót. Myndin fjallar um þann harmleik sem átti sér stað 1984 þegar fiskibátnum Hellisey hvolfdi. Fjórir skipverjanna fórust en einum, Guðlaugi Friðþórssyni, tókst að synda til lands og ganga síðan yfir úfið hraun til byggða í Vestmannaeyjum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn kemur en hún var fyrst sýnd opinberlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Þegar hafa verið gerðir samningar um að sýna hana erlendis og segir Baltasar Kormákur það afar ánægjulegt. „Maður veit aldrei með svona myndir og íslenskar myndir fara kannski á nokkur málsvæði. Þetta er besta start sem ég hef haft af íslenskri mynd með sölu erlendis. Við vorum að selja til Japan sem er markaður sem ég hef aldrei selt á. Svo er komið tilboð frá Suður-Ameríku. Við erum komin með Bretland, Frakkland, Skandinavíu, Tékkland og Tyrkland. Ég get ekki einu sinni talið þetta allt. Bandaríkin eru komin líka. Og þetta er allt að gerast núna eftir þessa fyrstu kynningu í Toronto," segir Baltasar. Baltasar segir setta sérstaklega ánægjulegt vegna þess að myndin sé alls ekkert gerð fyrir erlenda markaði. „Það er svona aukageta greinilega. Ég vildi bara fyrst og fremst vera sannur sögunni og segja þessa sögu sem er rammíslensk. Og það er stundum sem hitt kemur þá með vegna þess að fólki finnst gaman að sjá eitthvað sem er sérstakt og sérstætt," segir Baltasar. Baltasar hefur upp á síðkastið leikstýrt nokkrum bíómyndum í Hollywood en hann segir að Djúpið sé þó langt í frá hans síðasta mynd hér á landi. „Ætlun mín var ekki að búa til íslenskar myndir til að komast til Hollywood. Ég geri íslenskar myndir af því ég elska að gera íslenskar myndir og segja íslenska sögu. Hins vegar er gaman að gera stærri myndir líka sem gerast á öðrum slóðum en íslensku myndirnar voru enginn stökkpallur inn í það. Ég hef mjög stór áform um íslenskar kvikmyndir í framtíðinni, bæði sem framleiðandi og leikstjóri, þannig að þetta er bara byrjunin," segir Baltasar Kormákur. Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Kvikmyndin Djúpið fékk fádæma góðar undirtektir þeirra sem á horfðu á sérstakri hátíðarforsýningu í gærkvöldi. Myndin hefur þegar vakið athygli erlendis en leikstjórinn Baltasar Kormákur segir það þó aðeins ánægjulega viðbót. Myndin fjallar um þann harmleik sem átti sér stað 1984 þegar fiskibátnum Hellisey hvolfdi. Fjórir skipverjanna fórust en einum, Guðlaugi Friðþórssyni, tókst að synda til lands og ganga síðan yfir úfið hraun til byggða í Vestmannaeyjum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn kemur en hún var fyrst sýnd opinberlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Þegar hafa verið gerðir samningar um að sýna hana erlendis og segir Baltasar Kormákur það afar ánægjulegt. „Maður veit aldrei með svona myndir og íslenskar myndir fara kannski á nokkur málsvæði. Þetta er besta start sem ég hef haft af íslenskri mynd með sölu erlendis. Við vorum að selja til Japan sem er markaður sem ég hef aldrei selt á. Svo er komið tilboð frá Suður-Ameríku. Við erum komin með Bretland, Frakkland, Skandinavíu, Tékkland og Tyrkland. Ég get ekki einu sinni talið þetta allt. Bandaríkin eru komin líka. Og þetta er allt að gerast núna eftir þessa fyrstu kynningu í Toronto," segir Baltasar. Baltasar segir setta sérstaklega ánægjulegt vegna þess að myndin sé alls ekkert gerð fyrir erlenda markaði. „Það er svona aukageta greinilega. Ég vildi bara fyrst og fremst vera sannur sögunni og segja þessa sögu sem er rammíslensk. Og það er stundum sem hitt kemur þá með vegna þess að fólki finnst gaman að sjá eitthvað sem er sérstakt og sérstætt," segir Baltasar. Baltasar hefur upp á síðkastið leikstýrt nokkrum bíómyndum í Hollywood en hann segir að Djúpið sé þó langt í frá hans síðasta mynd hér á landi. „Ætlun mín var ekki að búa til íslenskar myndir til að komast til Hollywood. Ég geri íslenskar myndir af því ég elska að gera íslenskar myndir og segja íslenska sögu. Hins vegar er gaman að gera stærri myndir líka sem gerast á öðrum slóðum en íslensku myndirnar voru enginn stökkpallur inn í það. Ég hef mjög stór áform um íslenskar kvikmyndir í framtíðinni, bæði sem framleiðandi og leikstjóri, þannig að þetta er bara byrjunin," segir Baltasar Kormákur.
Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“