Glerhýsi Þorsteins Pálssonar? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 26. mars 2012 08:00 Í vikulegum stjórnmálaskýringum Þorsteins Pálssonar nýtir hann hvert tækifæri til að gera lítið úr störfum forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, jafnvel þegar hann er sammála henni efnislega, sbr. grein sl. laugardag um gjaldmiðlamál. Þessi árátta minnir á stöðugar árásir Staksteina Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu. Stefán Benediktsson taldi og flokkaði Staksteinaskrif eins ársins: Enginn stjórnmálamaður komst í námunda við Ingibjörgu og miklu munaði. Ég fullyrði að Jóhanna og hennar ríkisstjórn hafa komið fleiri umbótamálum á dagskrá og að verulegu leyti í gegn, en nokkur ríkisstjórn, frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum. Ég nefni þau sem mér eru mikilvægust: Breytt skatta- og bótakerfi hefur snúið við ójafnaðarþróun sem Þorsteinn og hans flokksbræður stuðluðu að frá árinu 1996. Samt hafa skattar lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkisstofnunum hefur fækkað um 28 og ráðuneyti verða átta í stað tólf. Það síðarnefnda var ávallt talið ómögulegt því koma þurfti „verðugum" stjórnmálamönnum í ráðherrastóla og stuttbuxnabræður Þorsteins settu Íslandsmet í útþenslu ríkisumsvifa. Ný lög koma nú í veg fyrir pólitískar ráðningar dómara, sem Þorsteinn og hans flokksbræður stunduðu í áratugi. Öðrum pólitískum ráðningum, sem Þorsteinn og félagar stunduðu einnig grimmt, var sagt stríð á hendur. Sjálfur fékk Þorsteinn sendiherrastöðu. Loks hillir í uppstokkun fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem Þorsteinn og hans flokksbræður hafa staðið dyggan vörð um, þó hrikaleg eignatilfærsla og einokunartilhneiging gjafakvótakerfisins yrði ljós. Við sölu ríkiseigna mun ríkisstjórn Jóhönnu ekki nota flokkspólitískar úthlutunarreglur Þorsteins og flokksfélaga hans. Ég sat í einkavæðingarnefnd þegar Þorsteinn, þá sjávarútvegsráðherra, seldi fram hjá nefndinni stórfyrirtækið SR mjöl til pólitískra vildarvina, í stað hæstbjóðanda. Það er vandasamt að vera forsætisráðherra og formaður í stórum stjórnmálaflokki. Það hefur Þorsteinn sjálfur reynt. Jóhönnu hefur tekist að halda ríkisstjórn saman á erfiðustu tímum lýðveldisins. Sú eina sem Þorsteinn veitti forystu stóð í eitt ár. Jóhönnu hefur tekist að halda Samfylkingunni saman þrátt fyrir yfirþyrmandi verkefni, reiði og tortryggni í garð stjórnmálamanna. Í formennskutíð Þorsteins klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn og fékk í næstu kosningum þar á eftir, undir hans forystu einhverja lélegustu útkomu í sögu sinni. Er verið að kasta steinum úr glerhúsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikulegum stjórnmálaskýringum Þorsteins Pálssonar nýtir hann hvert tækifæri til að gera lítið úr störfum forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, jafnvel þegar hann er sammála henni efnislega, sbr. grein sl. laugardag um gjaldmiðlamál. Þessi árátta minnir á stöðugar árásir Staksteina Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu. Stefán Benediktsson taldi og flokkaði Staksteinaskrif eins ársins: Enginn stjórnmálamaður komst í námunda við Ingibjörgu og miklu munaði. Ég fullyrði að Jóhanna og hennar ríkisstjórn hafa komið fleiri umbótamálum á dagskrá og að verulegu leyti í gegn, en nokkur ríkisstjórn, frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum. Ég nefni þau sem mér eru mikilvægust: Breytt skatta- og bótakerfi hefur snúið við ójafnaðarþróun sem Þorsteinn og hans flokksbræður stuðluðu að frá árinu 1996. Samt hafa skattar lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkisstofnunum hefur fækkað um 28 og ráðuneyti verða átta í stað tólf. Það síðarnefnda var ávallt talið ómögulegt því koma þurfti „verðugum" stjórnmálamönnum í ráðherrastóla og stuttbuxnabræður Þorsteins settu Íslandsmet í útþenslu ríkisumsvifa. Ný lög koma nú í veg fyrir pólitískar ráðningar dómara, sem Þorsteinn og hans flokksbræður stunduðu í áratugi. Öðrum pólitískum ráðningum, sem Þorsteinn og félagar stunduðu einnig grimmt, var sagt stríð á hendur. Sjálfur fékk Þorsteinn sendiherrastöðu. Loks hillir í uppstokkun fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem Þorsteinn og hans flokksbræður hafa staðið dyggan vörð um, þó hrikaleg eignatilfærsla og einokunartilhneiging gjafakvótakerfisins yrði ljós. Við sölu ríkiseigna mun ríkisstjórn Jóhönnu ekki nota flokkspólitískar úthlutunarreglur Þorsteins og flokksfélaga hans. Ég sat í einkavæðingarnefnd þegar Þorsteinn, þá sjávarútvegsráðherra, seldi fram hjá nefndinni stórfyrirtækið SR mjöl til pólitískra vildarvina, í stað hæstbjóðanda. Það er vandasamt að vera forsætisráðherra og formaður í stórum stjórnmálaflokki. Það hefur Þorsteinn sjálfur reynt. Jóhönnu hefur tekist að halda ríkisstjórn saman á erfiðustu tímum lýðveldisins. Sú eina sem Þorsteinn veitti forystu stóð í eitt ár. Jóhönnu hefur tekist að halda Samfylkingunni saman þrátt fyrir yfirþyrmandi verkefni, reiði og tortryggni í garð stjórnmálamanna. Í formennskutíð Þorsteins klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn og fékk í næstu kosningum þar á eftir, undir hans forystu einhverja lélegustu útkomu í sögu sinni. Er verið að kasta steinum úr glerhúsi?
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar