Glerhýsi Þorsteins Pálssonar? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 26. mars 2012 08:00 Í vikulegum stjórnmálaskýringum Þorsteins Pálssonar nýtir hann hvert tækifæri til að gera lítið úr störfum forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, jafnvel þegar hann er sammála henni efnislega, sbr. grein sl. laugardag um gjaldmiðlamál. Þessi árátta minnir á stöðugar árásir Staksteina Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu. Stefán Benediktsson taldi og flokkaði Staksteinaskrif eins ársins: Enginn stjórnmálamaður komst í námunda við Ingibjörgu og miklu munaði. Ég fullyrði að Jóhanna og hennar ríkisstjórn hafa komið fleiri umbótamálum á dagskrá og að verulegu leyti í gegn, en nokkur ríkisstjórn, frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum. Ég nefni þau sem mér eru mikilvægust: Breytt skatta- og bótakerfi hefur snúið við ójafnaðarþróun sem Þorsteinn og hans flokksbræður stuðluðu að frá árinu 1996. Samt hafa skattar lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkisstofnunum hefur fækkað um 28 og ráðuneyti verða átta í stað tólf. Það síðarnefnda var ávallt talið ómögulegt því koma þurfti „verðugum" stjórnmálamönnum í ráðherrastóla og stuttbuxnabræður Þorsteins settu Íslandsmet í útþenslu ríkisumsvifa. Ný lög koma nú í veg fyrir pólitískar ráðningar dómara, sem Þorsteinn og hans flokksbræður stunduðu í áratugi. Öðrum pólitískum ráðningum, sem Þorsteinn og félagar stunduðu einnig grimmt, var sagt stríð á hendur. Sjálfur fékk Þorsteinn sendiherrastöðu. Loks hillir í uppstokkun fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem Þorsteinn og hans flokksbræður hafa staðið dyggan vörð um, þó hrikaleg eignatilfærsla og einokunartilhneiging gjafakvótakerfisins yrði ljós. Við sölu ríkiseigna mun ríkisstjórn Jóhönnu ekki nota flokkspólitískar úthlutunarreglur Þorsteins og flokksfélaga hans. Ég sat í einkavæðingarnefnd þegar Þorsteinn, þá sjávarútvegsráðherra, seldi fram hjá nefndinni stórfyrirtækið SR mjöl til pólitískra vildarvina, í stað hæstbjóðanda. Það er vandasamt að vera forsætisráðherra og formaður í stórum stjórnmálaflokki. Það hefur Þorsteinn sjálfur reynt. Jóhönnu hefur tekist að halda ríkisstjórn saman á erfiðustu tímum lýðveldisins. Sú eina sem Þorsteinn veitti forystu stóð í eitt ár. Jóhönnu hefur tekist að halda Samfylkingunni saman þrátt fyrir yfirþyrmandi verkefni, reiði og tortryggni í garð stjórnmálamanna. Í formennskutíð Þorsteins klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn og fékk í næstu kosningum þar á eftir, undir hans forystu einhverja lélegustu útkomu í sögu sinni. Er verið að kasta steinum úr glerhúsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Í vikulegum stjórnmálaskýringum Þorsteins Pálssonar nýtir hann hvert tækifæri til að gera lítið úr störfum forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, jafnvel þegar hann er sammála henni efnislega, sbr. grein sl. laugardag um gjaldmiðlamál. Þessi árátta minnir á stöðugar árásir Staksteina Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu. Stefán Benediktsson taldi og flokkaði Staksteinaskrif eins ársins: Enginn stjórnmálamaður komst í námunda við Ingibjörgu og miklu munaði. Ég fullyrði að Jóhanna og hennar ríkisstjórn hafa komið fleiri umbótamálum á dagskrá og að verulegu leyti í gegn, en nokkur ríkisstjórn, frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum. Ég nefni þau sem mér eru mikilvægust: Breytt skatta- og bótakerfi hefur snúið við ójafnaðarþróun sem Þorsteinn og hans flokksbræður stuðluðu að frá árinu 1996. Samt hafa skattar lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkisstofnunum hefur fækkað um 28 og ráðuneyti verða átta í stað tólf. Það síðarnefnda var ávallt talið ómögulegt því koma þurfti „verðugum" stjórnmálamönnum í ráðherrastóla og stuttbuxnabræður Þorsteins settu Íslandsmet í útþenslu ríkisumsvifa. Ný lög koma nú í veg fyrir pólitískar ráðningar dómara, sem Þorsteinn og hans flokksbræður stunduðu í áratugi. Öðrum pólitískum ráðningum, sem Þorsteinn og félagar stunduðu einnig grimmt, var sagt stríð á hendur. Sjálfur fékk Þorsteinn sendiherrastöðu. Loks hillir í uppstokkun fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem Þorsteinn og hans flokksbræður hafa staðið dyggan vörð um, þó hrikaleg eignatilfærsla og einokunartilhneiging gjafakvótakerfisins yrði ljós. Við sölu ríkiseigna mun ríkisstjórn Jóhönnu ekki nota flokkspólitískar úthlutunarreglur Þorsteins og flokksfélaga hans. Ég sat í einkavæðingarnefnd þegar Þorsteinn, þá sjávarútvegsráðherra, seldi fram hjá nefndinni stórfyrirtækið SR mjöl til pólitískra vildarvina, í stað hæstbjóðanda. Það er vandasamt að vera forsætisráðherra og formaður í stórum stjórnmálaflokki. Það hefur Þorsteinn sjálfur reynt. Jóhönnu hefur tekist að halda ríkisstjórn saman á erfiðustu tímum lýðveldisins. Sú eina sem Þorsteinn veitti forystu stóð í eitt ár. Jóhönnu hefur tekist að halda Samfylkingunni saman þrátt fyrir yfirþyrmandi verkefni, reiði og tortryggni í garð stjórnmálamanna. Í formennskutíð Þorsteins klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn og fékk í næstu kosningum þar á eftir, undir hans forystu einhverja lélegustu útkomu í sögu sinni. Er verið að kasta steinum úr glerhúsi?
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar