Um sannleiksnefnd 26. mars 2012 08:00 Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir meðal annars: „Í skýrslum ráðherra og fyrirsvarsmanna ríkisstofnana fyrir rannsóknarnefnd Alþingis vísaði hver á annan um athafnaskyldu og enginn gekkst við ábyrgð.“ Þessi orð geta eins átt við um vitnaleiðslur fyrir Landsdómi. Fátt nýtt kom þar fram og ekkert sem breytir þeirri mynd sem dregin er upp í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Ég vissi ekkert, ég gat ekkert gert, ég mátti ekkert gera“, var tónninn hjá flestum þeim sem báru vitni. Yfir þessi mál er farið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og myndar hún góðan grundvöll fyrir málefnalega umræðu um athafnir og athafnaleysi stjórnvalda. Það þarf ekki að koma á óvart að nýjar upplýsingar eða „nýr sannleikur“ hafi ekki komið fram hjá Landsdómi. Hlutverk dómstóla er að úrskurða um tiltekin og jafnan þröngt skilgreind ákæruefni, hvort tiltekin atburðarrás sé andstæð tilteknum ákvæðum laga. Landsdómur getur því aldrei orðið „uppgjör“ við hrunið almennt séð, heldur aðeins og eingöngu svar við þeirri spurningu hvort tiltekið athafnaleysi ráðherra varðaði við lög. Þetta þrönga hlutverk Landsdóms hefur orðið þó nokkrum tilefni til þess að álykta sem svo að sérstök sannleiksnefnd hefði verið betri kostur til að gera upp hrunið. Þetta er til dæmis síðbúin skoðun Ögmundar Jónassonar ráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra. Ýmsir útrásarvíkingar eru einnig hlynntir sannleiksnefnd, meðal annars þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Þessi umræða um sannleiksnefnd er að mörgu leyti sérstök, rannsóknarnefnd Alþingis var sannleiksnefnd með víðtækar rannsóknarheimildir. Mér virðist liggja í augum uppi að margir þeirra sem tala fyrir sannleiksnefnd gera það vegna þess að þeir hafa persónulegra eða pólitískra hagsmuna að gæta. Viðkomandi eru ósammála rannsóknarnefndinni og vilja rétta sinn hlut. Allir sem í hlut eiga geta auðvitað gert það í ræðu og riti, tveir fyrrverandi ráðherrar hafa þegar skrifað bækur og sagt sína hlið á málunum og fleiri munu eflaust gera það í framtíðinni. Einn af þeim sem báru vitni fyrir Landsdómi hefur heilt dagblað til skrifa söguna samkvæmt sínu höfði. Það virðist því ekkert vanta upp á að fólk komi sinni hlið á málum á framfæri hafi það áhuga á. Það eru hins vegar sterkari rök gegn sannleiksnefnd en ofangreind. Eitt af vitnum Landsdóms var nýlega dæmt til refsingar vegna máls tengdu hruninu og þrjú vitni hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu sérstaks saksóknara. Ef valkosturinn var, svo notað sé orðalag Ingibjargar Sólrúnar, refsifarvegur eða sannleiksnefnd, þá má ljóst vera að valkostirnir áttu við um fleiri en fyrrverandi ráðherra. Þeir sem telja að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við Landsdóm eru einnig að færa rök fyrir því að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við sérstakan saksóknara. Rannsóknarnefndin fjallaði um fjölmörg mál sem vísað var til sérstaks saksóknara. Væri ekki eðlilegt að fjalla um þau mál og önnur sem saksóknarinn fjallar um í sannleiksnefnd frekar en fyrir dómstólum? Sannleiksnefnd var því að mínu viti enginn valkostur við Landsdóm. Valkostir Alþingis voru þeir hvort ákæra ætti ráðherra eða ekki. Um þessa valkosti má deila, en sannleiksnefnd er ekki vel ígrundað innlegg í þær deilur. Rannsóknarnefnd Alþings lauk störfum vorið 2010, enn eiga margir erfitt með að sætta sig við þann heldur dapurlega sannleika sem hún bar á borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir meðal annars: „Í skýrslum ráðherra og fyrirsvarsmanna ríkisstofnana fyrir rannsóknarnefnd Alþingis vísaði hver á annan um athafnaskyldu og enginn gekkst við ábyrgð.“ Þessi orð geta eins átt við um vitnaleiðslur fyrir Landsdómi. Fátt nýtt kom þar fram og ekkert sem breytir þeirri mynd sem dregin er upp í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Ég vissi ekkert, ég gat ekkert gert, ég mátti ekkert gera“, var tónninn hjá flestum þeim sem báru vitni. Yfir þessi mál er farið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og myndar hún góðan grundvöll fyrir málefnalega umræðu um athafnir og athafnaleysi stjórnvalda. Það þarf ekki að koma á óvart að nýjar upplýsingar eða „nýr sannleikur“ hafi ekki komið fram hjá Landsdómi. Hlutverk dómstóla er að úrskurða um tiltekin og jafnan þröngt skilgreind ákæruefni, hvort tiltekin atburðarrás sé andstæð tilteknum ákvæðum laga. Landsdómur getur því aldrei orðið „uppgjör“ við hrunið almennt séð, heldur aðeins og eingöngu svar við þeirri spurningu hvort tiltekið athafnaleysi ráðherra varðaði við lög. Þetta þrönga hlutverk Landsdóms hefur orðið þó nokkrum tilefni til þess að álykta sem svo að sérstök sannleiksnefnd hefði verið betri kostur til að gera upp hrunið. Þetta er til dæmis síðbúin skoðun Ögmundar Jónassonar ráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra. Ýmsir útrásarvíkingar eru einnig hlynntir sannleiksnefnd, meðal annars þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Þessi umræða um sannleiksnefnd er að mörgu leyti sérstök, rannsóknarnefnd Alþingis var sannleiksnefnd með víðtækar rannsóknarheimildir. Mér virðist liggja í augum uppi að margir þeirra sem tala fyrir sannleiksnefnd gera það vegna þess að þeir hafa persónulegra eða pólitískra hagsmuna að gæta. Viðkomandi eru ósammála rannsóknarnefndinni og vilja rétta sinn hlut. Allir sem í hlut eiga geta auðvitað gert það í ræðu og riti, tveir fyrrverandi ráðherrar hafa þegar skrifað bækur og sagt sína hlið á málunum og fleiri munu eflaust gera það í framtíðinni. Einn af þeim sem báru vitni fyrir Landsdómi hefur heilt dagblað til skrifa söguna samkvæmt sínu höfði. Það virðist því ekkert vanta upp á að fólk komi sinni hlið á málum á framfæri hafi það áhuga á. Það eru hins vegar sterkari rök gegn sannleiksnefnd en ofangreind. Eitt af vitnum Landsdóms var nýlega dæmt til refsingar vegna máls tengdu hruninu og þrjú vitni hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu sérstaks saksóknara. Ef valkosturinn var, svo notað sé orðalag Ingibjargar Sólrúnar, refsifarvegur eða sannleiksnefnd, þá má ljóst vera að valkostirnir áttu við um fleiri en fyrrverandi ráðherra. Þeir sem telja að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við Landsdóm eru einnig að færa rök fyrir því að sannleiksnefnd hafi verið valkostur við sérstakan saksóknara. Rannsóknarnefndin fjallaði um fjölmörg mál sem vísað var til sérstaks saksóknara. Væri ekki eðlilegt að fjalla um þau mál og önnur sem saksóknarinn fjallar um í sannleiksnefnd frekar en fyrir dómstólum? Sannleiksnefnd var því að mínu viti enginn valkostur við Landsdóm. Valkostir Alþingis voru þeir hvort ákæra ætti ráðherra eða ekki. Um þessa valkosti má deila, en sannleiksnefnd er ekki vel ígrundað innlegg í þær deilur. Rannsóknarnefnd Alþings lauk störfum vorið 2010, enn eiga margir erfitt með að sætta sig við þann heldur dapurlega sannleika sem hún bar á borð.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar