Hvað ef það væri þitt barn? Bryndís Jónsdóttir skrifar 4. september 2012 06:00 Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunnskóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafnvel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunnskólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki samleið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu… eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sérskólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitíkusar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugsunina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunnskóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafnvel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunnskólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki samleið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu… eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sérskólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitíkusar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugsunina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna!
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar