Hvað ef það væri þitt barn? Bryndís Jónsdóttir skrifar 4. september 2012 06:00 Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunnskóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafnvel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunnskólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki samleið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu… eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sérskólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitíkusar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugsunina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunnskóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafnvel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunnskólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki samleið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu… eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sérskólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitíkusar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugsunina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna!
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun