Alvarleiki kynferðisbrota gegn börnum – er samræmi í löggjöfinni? Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því. Hér er brotið blað í meðferð þessara mála því fram til þessa hefur ekki verið litið svo á að verknaður framinn við aðstæður sem þessar og með þessum hætti væri nauðgun. Til að svo gæti verið hefur ávallt þurft að sanna að ofbeldi hafi verið beitt, ólögmætri nauðung eða sviptingu sjálfræðis. Nú virðist sem Hæstiréttur leggi aldursmun, þroskamun og aðstöðumun að jöfnu við framantalið, en í dóminum segir orðrétt: „Vegna ungs aldurs síns var brotaþoli varnarlaus gagnvart ákærða sem átti alls kostar við hana og notfærði sér yfirburðastöðu sína til að koma fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart henni, en í þeirri háttsemi fólst ofbeldi af hans hálfu.“ Það gefur augaleið að ungt barn í aðstæðum sem þessum er ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Börn treysta almennt hinum fullorðnu og gera eins og þeir bjóða. Með því að fella verknað af þessu tagi undir nauðgun er búið að staðfesta enn frekar hversu alvarlegum augum ber að líta á kynferðislega misnotkun ungra barna og staðfesta að um kynferðisofbeldi er ræða. Aldrei er hægt að líta svo á að barn samþykki athafnir af þessu tagi og gangi sjálfviljugt til þeirra. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að árið 2007 voru samþykkt lög á Alþingi sem m.a. kváðu á um að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum skyldu ekki fyrnast. Samkvæmt lögunum voru þessi alvarlegustu kynferðisbrot gegn börnum nauðgun (194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940), sifjaspell (1. mgr. 200. gr. sömu laga) og þau tilvik er aðili, er hefur sérstökum trúnaðarskyldum að gegna gagnvart barni, hefur kynferðismök við það (1. mgr. 201. gr. sömu laga). Var talið eðlilegt að svo skaðlegir verknaðir sem beindust gegn hópi minnimáttar fyrndust ekki. Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvers vegna þessi sömu brot geta samkvæmt almennum hegningarlögum að hámarki varðað 12 ára fangelsi, en ekki 16 ára fangelsi eins og afbrotið nauðgun, sem og það brot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri (1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga). Löggjafinn sýndi glögglega í verki með afnámi fyrningarfrests vegna þessara brota hversu alvarlegum augum brot beri að líta. Þessi viðhorf endurspeglast einnig í dómaframkvæmd sem vitnar um æ þyngri refsingar fyrir brot af þessu tagi og þannig er sýnt og sannað hve alvarlegum augum þeir líta þessa verknaði. Dómur Hæstaréttar sem nefndur er í upphafi er einnig því til staðfestu. Er ekki tímabært að hámarksrefsing fyrir sifjaspell, sem og þau brot þar sem gerandi hefur kynferðismök við barn, sem hann hefur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart, verði 16 ára fangelsi til samræmis við nauðgunarákvæðið og ákvæðið er leggur refsingu við kynferðismökum við barn yngra en 15 ára? Með þessu myndi hámarksrefsingin endurspegla með skýrum hætti að brotin væru litin jafn alvarlegum augum og nauðgun og kynferðismök við barn undir kynferðislegum lögaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því. Hér er brotið blað í meðferð þessara mála því fram til þessa hefur ekki verið litið svo á að verknaður framinn við aðstæður sem þessar og með þessum hætti væri nauðgun. Til að svo gæti verið hefur ávallt þurft að sanna að ofbeldi hafi verið beitt, ólögmætri nauðung eða sviptingu sjálfræðis. Nú virðist sem Hæstiréttur leggi aldursmun, þroskamun og aðstöðumun að jöfnu við framantalið, en í dóminum segir orðrétt: „Vegna ungs aldurs síns var brotaþoli varnarlaus gagnvart ákærða sem átti alls kostar við hana og notfærði sér yfirburðastöðu sína til að koma fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart henni, en í þeirri háttsemi fólst ofbeldi af hans hálfu.“ Það gefur augaleið að ungt barn í aðstæðum sem þessum er ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Börn treysta almennt hinum fullorðnu og gera eins og þeir bjóða. Með því að fella verknað af þessu tagi undir nauðgun er búið að staðfesta enn frekar hversu alvarlegum augum ber að líta á kynferðislega misnotkun ungra barna og staðfesta að um kynferðisofbeldi er ræða. Aldrei er hægt að líta svo á að barn samþykki athafnir af þessu tagi og gangi sjálfviljugt til þeirra. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að árið 2007 voru samþykkt lög á Alþingi sem m.a. kváðu á um að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum skyldu ekki fyrnast. Samkvæmt lögunum voru þessi alvarlegustu kynferðisbrot gegn börnum nauðgun (194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940), sifjaspell (1. mgr. 200. gr. sömu laga) og þau tilvik er aðili, er hefur sérstökum trúnaðarskyldum að gegna gagnvart barni, hefur kynferðismök við það (1. mgr. 201. gr. sömu laga). Var talið eðlilegt að svo skaðlegir verknaðir sem beindust gegn hópi minnimáttar fyrndust ekki. Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvers vegna þessi sömu brot geta samkvæmt almennum hegningarlögum að hámarki varðað 12 ára fangelsi, en ekki 16 ára fangelsi eins og afbrotið nauðgun, sem og það brot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri (1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga). Löggjafinn sýndi glögglega í verki með afnámi fyrningarfrests vegna þessara brota hversu alvarlegum augum brot beri að líta. Þessi viðhorf endurspeglast einnig í dómaframkvæmd sem vitnar um æ þyngri refsingar fyrir brot af þessu tagi og þannig er sýnt og sannað hve alvarlegum augum þeir líta þessa verknaði. Dómur Hæstaréttar sem nefndur er í upphafi er einnig því til staðfestu. Er ekki tímabært að hámarksrefsing fyrir sifjaspell, sem og þau brot þar sem gerandi hefur kynferðismök við barn, sem hann hefur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart, verði 16 ára fangelsi til samræmis við nauðgunarákvæðið og ákvæðið er leggur refsingu við kynferðismökum við barn yngra en 15 ára? Með þessu myndi hámarksrefsingin endurspegla með skýrum hætti að brotin væru litin jafn alvarlegum augum og nauðgun og kynferðismök við barn undir kynferðislegum lögaldri.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun