Harðskeytti kokkurinn Gordon Ramsay sparaði ekki stóru orðin í viðtalsþætti Alan Carr á dögunum. Þar fór hann ófögrum orðum um sjónvarpskokkinn Jamie Oliver og landvinninga hans í Bandaríkjunum þar sem hann hefur reynt að kenna Ameríkönum að borða hollari mat.
Í þættinum sagði Gordon að Jamie væri alltof feitur til að predikara heilbrigðan lífsstíl.
Íslandsvinurinn Gordon situr ekki á skoðunum sínum."Maður verður að fara varlega að því að skipa Ameríkönum fyrir um hvað þeir eiga að borða. Sérstaklega ef maður er ekki í sínu besta formi," sagði Gordon.
Þá finnst honum Jamie líka frekar ósnyrtilegur.
Krúttið hann Jamie Oliver."Mig langar bara að setja hann í gott bað um jólin."