Hvað hefur komið fyrir litla Ísland? Jórunn Rothenborg skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Ég var agndofa í lok vinnudags í byrjun árs. Ég á ættir að rekja bæði til Íslands og Danmerkur, flutti hingað frá Danmörku fyrir nákvæmlega 23 árum, full eldmóðs, glöð, ung, með góðan mann mér við hlið og fallegt lítið barn okkar. Mér fannst spennandi að flytja til heimalands mannsins míns – og móður, sem sjálf hafði flutt til ókunnugs lands 30 árum áður. Árin liðu og ég og mín fjölskylda komum okkur vel fyrir, við bættist annað fallegt barn og undum við hag okkar vel hér á Íslandi. Við tókum þátt í þessari venjulegu íslensku lífsbaráttu við að koma okkur upp heimili og hlúa sem best að fjölskyldunni ásamt því að byggja upp lítið, en öflugt einkarekið fyrirtæki. Eins og öllum er kunnugt fór eitthvað mikið úrskeiðis hér á Íslandi. Hjólin fóru að snúast allt of hratt. Við, hinir venjulegu borgarar, köstuðumst út í fjárhagshvirfilbyl sem færði allt upp, upp, upp til þess eins að falla að lokum til jarðar með svo miklu brauki og bramli við hrun efnahags landsins haustið 2008 að við vissum ekki hvað sneri upp og hvað niður. Síðan eru liðin rúm þrjú ár. Landinn er enn að reyna að átta sig og sætta sig við orðinn hlut, margir sligast undan skuldum og áhyggjum, flestum óverðskulduðum. Fyrirtæki, sem við „venjulega“ fólkið höfum af seiglu einbeitt okkur að byggja upp síðustu áratugi hafa mörg orðið að engu. Hinn óbreytti Íslendingur þarf að berjast gegn ofurafli nýja hvirfilbylsins, sem eru vextirnir, skattarnir, stöðnun og margt, margt fleira. Nú hef ég miklar áhyggjur af hinni fallegu og skemmtilega lifandi íslensku sál sem ég heillaðist af þegar ég kom hingað fyrst sem barn og unglingur – já, landinu og þjóðinni sem ég á fullorðinsárum kaus að deila kjörum með. Starfs míns vegna hjá Vinnumálstofnun hef ég að mörgu leyti getað fylgst náið með afleiðingum hrunsins haustið 2008, horft á landa mína, háa og lága, smáa og stóra, missa lífsviðurværið, missa andlitið, missa tökin. Margir hafa litið á raunir sínar sem óhjákvæmilegan hlut, stoppað stutt við, risið upp aftur og haldið áfram á nýjum vettvangi, aðrir hafa þurft að horfast í augu við að atvinnuleysi er orðin staðreynd í lífi þeirra og íslensku þjóðfélagi – og að það muni taka langan tíma að rétta sig við og losna úr þeim viðjum. Ég nefndi í inngangi mínum að ég hefði orðið agndofa. Og ég spyr, hvað hefur komið fyrir litla Ísland? Ég segi „litla“ – við erum lítil þjóð, þar sem „allir þekkja alla“, vön að hugsa vel um og til náungans, vön að stökkva til ef eitthvað bjátar á. Við sem vinnum með afleiðingar hrunsins á einn eða annan hátt erum orðin vön að hjálpa til eftir bestu getu. En hvert stefnir þegar þessi venjulegi landi okkar – nú á fjórða ári eftir hrun – er svo fullur örvæntingar að hann í heift og vonleysi hreytir út úr sér ókvæðisorðum, skellir hurðum og lemur í veggi andspænis óbreyttum starfsmanni opinberrar stofnunar sem í þessu tilfelli situr „hinumegin við borðið“ og reynir eftir bestu getu að aðstoða og benda á ráð úr ógöngum samkvæmt lögum og reglum sem settar hafa verið? Ég hef áhyggjur af þessari hörku sem kraumar undir, kröftum sem áður voru jákvæðir en víða hafa breyst í ólgandi neikvæða strauma sem hvergi fá útrás. Íslendingar eru lítil þjóð sem verður að beita þrautseigjunni sem hefur einkennt hana í gegnum aldirnar. Okkur mega ekki fallast hendur og freistast til að kenna „öðrum um“. En til þess að það gangi upp þurfum við að tendra aftur glóðina í þjóðarsálinni, virða náungann og umhverfið okkar. Það eru fleiri í basli, líka þeir sem geta talist svo heppnir að hafa fasta stöðu hjá ríki eða sveitarfélögum. Eitt á hrunið að kenna okkur – að hægja á, finna rætur okkar, læra hvað við eigum fallega og góða fjölskyldu – kannski hjálpar það okkur smám saman að líta í eigin barm og gæta þess að gleyma ekki sjálfsvirðingunni, heldur ekki gagnvart náunganum. Látum nýtt ár byrja með jákvæðum straumum. Reynum að búa til svigrúm fyrir nýjar hugmyndir. Landið Ísland býr yfir svo mörgum möguleikum, hér er uppspretta orku af ýmsu tagi, gjöful náttúra og tekjulindir fyrir íbúana. Við höfum orðið ýmiss konar landkynningar aðnjótandi undanfarin ár. Nýtum okkur hana. Fólkið í landinu er frjótt. Sameinum krafta okkar. Landið og fólkið verða að rísa upp úr hinum djúpa öldudal. Reynum – án þess þó að leika of mikið „Pollýönnu“ – að hressa andann og taka gleði okkar á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég var agndofa í lok vinnudags í byrjun árs. Ég á ættir að rekja bæði til Íslands og Danmerkur, flutti hingað frá Danmörku fyrir nákvæmlega 23 árum, full eldmóðs, glöð, ung, með góðan mann mér við hlið og fallegt lítið barn okkar. Mér fannst spennandi að flytja til heimalands mannsins míns – og móður, sem sjálf hafði flutt til ókunnugs lands 30 árum áður. Árin liðu og ég og mín fjölskylda komum okkur vel fyrir, við bættist annað fallegt barn og undum við hag okkar vel hér á Íslandi. Við tókum þátt í þessari venjulegu íslensku lífsbaráttu við að koma okkur upp heimili og hlúa sem best að fjölskyldunni ásamt því að byggja upp lítið, en öflugt einkarekið fyrirtæki. Eins og öllum er kunnugt fór eitthvað mikið úrskeiðis hér á Íslandi. Hjólin fóru að snúast allt of hratt. Við, hinir venjulegu borgarar, köstuðumst út í fjárhagshvirfilbyl sem færði allt upp, upp, upp til þess eins að falla að lokum til jarðar með svo miklu brauki og bramli við hrun efnahags landsins haustið 2008 að við vissum ekki hvað sneri upp og hvað niður. Síðan eru liðin rúm þrjú ár. Landinn er enn að reyna að átta sig og sætta sig við orðinn hlut, margir sligast undan skuldum og áhyggjum, flestum óverðskulduðum. Fyrirtæki, sem við „venjulega“ fólkið höfum af seiglu einbeitt okkur að byggja upp síðustu áratugi hafa mörg orðið að engu. Hinn óbreytti Íslendingur þarf að berjast gegn ofurafli nýja hvirfilbylsins, sem eru vextirnir, skattarnir, stöðnun og margt, margt fleira. Nú hef ég miklar áhyggjur af hinni fallegu og skemmtilega lifandi íslensku sál sem ég heillaðist af þegar ég kom hingað fyrst sem barn og unglingur – já, landinu og þjóðinni sem ég á fullorðinsárum kaus að deila kjörum með. Starfs míns vegna hjá Vinnumálstofnun hef ég að mörgu leyti getað fylgst náið með afleiðingum hrunsins haustið 2008, horft á landa mína, háa og lága, smáa og stóra, missa lífsviðurværið, missa andlitið, missa tökin. Margir hafa litið á raunir sínar sem óhjákvæmilegan hlut, stoppað stutt við, risið upp aftur og haldið áfram á nýjum vettvangi, aðrir hafa þurft að horfast í augu við að atvinnuleysi er orðin staðreynd í lífi þeirra og íslensku þjóðfélagi – og að það muni taka langan tíma að rétta sig við og losna úr þeim viðjum. Ég nefndi í inngangi mínum að ég hefði orðið agndofa. Og ég spyr, hvað hefur komið fyrir litla Ísland? Ég segi „litla“ – við erum lítil þjóð, þar sem „allir þekkja alla“, vön að hugsa vel um og til náungans, vön að stökkva til ef eitthvað bjátar á. Við sem vinnum með afleiðingar hrunsins á einn eða annan hátt erum orðin vön að hjálpa til eftir bestu getu. En hvert stefnir þegar þessi venjulegi landi okkar – nú á fjórða ári eftir hrun – er svo fullur örvæntingar að hann í heift og vonleysi hreytir út úr sér ókvæðisorðum, skellir hurðum og lemur í veggi andspænis óbreyttum starfsmanni opinberrar stofnunar sem í þessu tilfelli situr „hinumegin við borðið“ og reynir eftir bestu getu að aðstoða og benda á ráð úr ógöngum samkvæmt lögum og reglum sem settar hafa verið? Ég hef áhyggjur af þessari hörku sem kraumar undir, kröftum sem áður voru jákvæðir en víða hafa breyst í ólgandi neikvæða strauma sem hvergi fá útrás. Íslendingar eru lítil þjóð sem verður að beita þrautseigjunni sem hefur einkennt hana í gegnum aldirnar. Okkur mega ekki fallast hendur og freistast til að kenna „öðrum um“. En til þess að það gangi upp þurfum við að tendra aftur glóðina í þjóðarsálinni, virða náungann og umhverfið okkar. Það eru fleiri í basli, líka þeir sem geta talist svo heppnir að hafa fasta stöðu hjá ríki eða sveitarfélögum. Eitt á hrunið að kenna okkur – að hægja á, finna rætur okkar, læra hvað við eigum fallega og góða fjölskyldu – kannski hjálpar það okkur smám saman að líta í eigin barm og gæta þess að gleyma ekki sjálfsvirðingunni, heldur ekki gagnvart náunganum. Látum nýtt ár byrja með jákvæðum straumum. Reynum að búa til svigrúm fyrir nýjar hugmyndir. Landið Ísland býr yfir svo mörgum möguleikum, hér er uppspretta orku af ýmsu tagi, gjöful náttúra og tekjulindir fyrir íbúana. Við höfum orðið ýmiss konar landkynningar aðnjótandi undanfarin ár. Nýtum okkur hana. Fólkið í landinu er frjótt. Sameinum krafta okkar. Landið og fólkið verða að rísa upp úr hinum djúpa öldudal. Reynum – án þess þó að leika of mikið „Pollýönnu“ – að hressa andann og taka gleði okkar á ný.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun