Ferðamenn + viðhald ferðastaða = gistináttaskattur? Kolbrún Irma Hreiðarsdóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Skattlagningarform ferðamannaskatts er ekki í samræmi við markmið samhangandi laga þó að hugmyndin sé góð. Brýnt er að laga skattaformið með tilliti til að skilgreining á hugtakinu ferðamenn verði í samræmi við ferðamannastaði, ekki gistinætur. Lög um gistináttaskatt tóku gildi 1. janúar 2012. Markmið laganna er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða sem og að tryggja öryggi ferðamanna. Form skattsins er 100 kr. af hverri gistináttaeiningu, skilgreint sem húsrými eða svæði leigt í allt að einn sólarhring. Tilgangur laganna er að viðhalda þeim ferðamannastöðum sem eru undir miklu álagi tíðrar aðsóknar ferðamanna. Núgildandi skattaform var byggt á þeim grundvelli að þeir njóti sem greiði. Óljós tenging er á milli þess og gistináttaskattsins. Með hliðsjón af markmiðum og tilgangi laganna ætti að endurbæta lög um gistináttaskatt og taka mið af mengunarbótareglunni. Hér verður farið í að rökstyðja ástæður þess.Mengunarbótareglan Í meginatriðum er reglan fólgin í að leggja kostnað á mengunarvald sem nýttur væri til úrbóta á umhverfismengun, auk þess að gera mengunarvald ábyrgan og meðvitaðan um ábyrgð sína. Í samhengi við gistináttaskatt væri hægt að líta á ferðamenn, komna til að skoða og virða fyrir sér fjölsótta ferðamannastaði, sem mengunarvalda. Ábyrgðin felst þá í að ferðamenn greiði fyrir komu sína á slíka staði á einhvern tiltekinn hátt. Mikilvægt er að horfa til framtíðar við stórvægilegar ákvarðanir og hafa þær í anda sjálfbærrar þróunar. Svo það vefjist ekki fyrir neinum þá er skilgreiningin á hugtakinu sjálfbær þróun, eins og hún kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna Okkar sameiginlega framtíð (e. Our Common Future), þróun sem uppfyllir þarfir nútímans án þess að fórna getu komandi kynslóða til að uppfylla sínar eigin þarfir. Sjálfbær þróun hefur þrjár víddir sem háðar eru hver annarri; umhverfisleg, félagsleg og efnahagsleg. Mengunarbótaregluna er hægt að tengja við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar með því að skilgreina víddirnar þrjár. Umhverfislega víddin felur í sér að viðhalda náttúrunni fyrir komandi kynslóðir, félagslega víddin er að núlifandi og komandi kynslóðir eigi möguleika á að upplifa sömu náttúru og til að loka hringrásinni er efnahagslega víddin sú að mengunarbótareglan sjái til þess að hagrænum aðgerðum er beitt til viðhalds á náttúrunni. Ef þetta er sett í samhengi ferðamannastaða þá munu þeir sem njóta náttúrunnar borga fyrir það og sú fjárhæð notuð til viðhalds og verndunar ferðamannastaða sem gerir öðrum ferðamönnum kleift að njóta sömu náttúrufegurðar í framtíðinni.Úrræði Eftir mikla umhugsun er dregin sú ályktun að nefndin sem vann að myndun umhverfisgjalda tengdra ferðaþjónustu hafi valið öruggustu og auðveldustu leiðina til að ná fram ábyrgð mengunarvalda, í þessu samhengi kostnaði sem leggst á ferðamenn sem heimsækja fjölsótta ferðamannastaði. Með núgildandi lögum þurfa allir þeir sem nýta sér gistiþjónustu á Íslandi að greiða gistináttaskatt þó svo að einstaklingarnir eigi enga viðkomu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Augljóst er að sú leið er ekki sanngjörn með tilliti til þeirra sem ekki eiga í hlut. Taka ætti tillit til reglugerðar sem lögð var fram af norska umhverfisráðuneytinu við gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum, þjóðgörðum og friðlýstum svæðum á Íslandi. Reglugerð 79/2001, 78.gr. fjallar um umhverfisgjald sem lagt er á gesti Svalbarða og eru söluaðilar ferðalaga til Svalbarða rukkaðir um 150 NOK fyrir hvern seldan farmiða. Hugmynd að endurbót gistináttaskattsins er að skattur verði lagður á áætlunarferðir sem fara á slíka fjölsótta ferðamannastaði, einnig bátsferðir og áþekkar ferðir. Að allar ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir, útlendar sem innlendar, hafi hliðsjón af skattinum þegar á við. Eini ókosturinn við þessa hugmynd er að verið er að vanrækja þá ferðamenn sem ferðast á einka- eða bílaleigubílum. Vitað er að leigjendur bílaleigubíla borga ákveðið umhverfisgjald. Hægt væri að ráðstafa þeim gjöldum betur og einnig leggja skattinn á sérútbúna bíla, til aksturs á t.d. fjallvegum, sem eru í einkaeigu. Jafnframt væri hægt að halda í sama formsatriði núverandi laga, með smá hliðrun, og leggja gjald á þá ferðamenn sem nýta sér gistiþjónustu á ferðamannastöðum. Þannig er skýrlega gerður munur á þeim sem gera sér ferðir til að skoða fjölsótta ferðamannastaði og eru því fræðilega séð mengunarvaldar þeirra áfangastaða. Ég hef lagt mitt af mörkum til að stuðla að framgangi endurbóta laga um gistináttaskatt, að mínu mati ætti útkoma jöfnunar að vera ferðamannaskattur á fjölsótta staði. Ég skora á alþingismenn að ganga enn lengra í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Skattlagningarform ferðamannaskatts er ekki í samræmi við markmið samhangandi laga þó að hugmyndin sé góð. Brýnt er að laga skattaformið með tilliti til að skilgreining á hugtakinu ferðamenn verði í samræmi við ferðamannastaði, ekki gistinætur. Lög um gistináttaskatt tóku gildi 1. janúar 2012. Markmið laganna er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða sem og að tryggja öryggi ferðamanna. Form skattsins er 100 kr. af hverri gistináttaeiningu, skilgreint sem húsrými eða svæði leigt í allt að einn sólarhring. Tilgangur laganna er að viðhalda þeim ferðamannastöðum sem eru undir miklu álagi tíðrar aðsóknar ferðamanna. Núgildandi skattaform var byggt á þeim grundvelli að þeir njóti sem greiði. Óljós tenging er á milli þess og gistináttaskattsins. Með hliðsjón af markmiðum og tilgangi laganna ætti að endurbæta lög um gistináttaskatt og taka mið af mengunarbótareglunni. Hér verður farið í að rökstyðja ástæður þess.Mengunarbótareglan Í meginatriðum er reglan fólgin í að leggja kostnað á mengunarvald sem nýttur væri til úrbóta á umhverfismengun, auk þess að gera mengunarvald ábyrgan og meðvitaðan um ábyrgð sína. Í samhengi við gistináttaskatt væri hægt að líta á ferðamenn, komna til að skoða og virða fyrir sér fjölsótta ferðamannastaði, sem mengunarvalda. Ábyrgðin felst þá í að ferðamenn greiði fyrir komu sína á slíka staði á einhvern tiltekinn hátt. Mikilvægt er að horfa til framtíðar við stórvægilegar ákvarðanir og hafa þær í anda sjálfbærrar þróunar. Svo það vefjist ekki fyrir neinum þá er skilgreiningin á hugtakinu sjálfbær þróun, eins og hún kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna Okkar sameiginlega framtíð (e. Our Common Future), þróun sem uppfyllir þarfir nútímans án þess að fórna getu komandi kynslóða til að uppfylla sínar eigin þarfir. Sjálfbær þróun hefur þrjár víddir sem háðar eru hver annarri; umhverfisleg, félagsleg og efnahagsleg. Mengunarbótaregluna er hægt að tengja við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar með því að skilgreina víddirnar þrjár. Umhverfislega víddin felur í sér að viðhalda náttúrunni fyrir komandi kynslóðir, félagslega víddin er að núlifandi og komandi kynslóðir eigi möguleika á að upplifa sömu náttúru og til að loka hringrásinni er efnahagslega víddin sú að mengunarbótareglan sjái til þess að hagrænum aðgerðum er beitt til viðhalds á náttúrunni. Ef þetta er sett í samhengi ferðamannastaða þá munu þeir sem njóta náttúrunnar borga fyrir það og sú fjárhæð notuð til viðhalds og verndunar ferðamannastaða sem gerir öðrum ferðamönnum kleift að njóta sömu náttúrufegurðar í framtíðinni.Úrræði Eftir mikla umhugsun er dregin sú ályktun að nefndin sem vann að myndun umhverfisgjalda tengdra ferðaþjónustu hafi valið öruggustu og auðveldustu leiðina til að ná fram ábyrgð mengunarvalda, í þessu samhengi kostnaði sem leggst á ferðamenn sem heimsækja fjölsótta ferðamannastaði. Með núgildandi lögum þurfa allir þeir sem nýta sér gistiþjónustu á Íslandi að greiða gistináttaskatt þó svo að einstaklingarnir eigi enga viðkomu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Augljóst er að sú leið er ekki sanngjörn með tilliti til þeirra sem ekki eiga í hlut. Taka ætti tillit til reglugerðar sem lögð var fram af norska umhverfisráðuneytinu við gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum, þjóðgörðum og friðlýstum svæðum á Íslandi. Reglugerð 79/2001, 78.gr. fjallar um umhverfisgjald sem lagt er á gesti Svalbarða og eru söluaðilar ferðalaga til Svalbarða rukkaðir um 150 NOK fyrir hvern seldan farmiða. Hugmynd að endurbót gistináttaskattsins er að skattur verði lagður á áætlunarferðir sem fara á slíka fjölsótta ferðamannastaði, einnig bátsferðir og áþekkar ferðir. Að allar ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir, útlendar sem innlendar, hafi hliðsjón af skattinum þegar á við. Eini ókosturinn við þessa hugmynd er að verið er að vanrækja þá ferðamenn sem ferðast á einka- eða bílaleigubílum. Vitað er að leigjendur bílaleigubíla borga ákveðið umhverfisgjald. Hægt væri að ráðstafa þeim gjöldum betur og einnig leggja skattinn á sérútbúna bíla, til aksturs á t.d. fjallvegum, sem eru í einkaeigu. Jafnframt væri hægt að halda í sama formsatriði núverandi laga, með smá hliðrun, og leggja gjald á þá ferðamenn sem nýta sér gistiþjónustu á ferðamannastöðum. Þannig er skýrlega gerður munur á þeim sem gera sér ferðir til að skoða fjölsótta ferðamannastaði og eru því fræðilega séð mengunarvaldar þeirra áfangastaða. Ég hef lagt mitt af mörkum til að stuðla að framgangi endurbóta laga um gistináttaskatt, að mínu mati ætti útkoma jöfnunar að vera ferðamannaskattur á fjölsótta staði. Ég skora á alþingismenn að ganga enn lengra í málinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar