Er þjóðin bótaskyld vegna gjafakvótans? Gísli Tryggvason og Lýður Árnason skrifar 24. maí 2012 06:00 Núverandi kvótahafar hafa ítrekað smjattað á málsókn gegn ríkinu verði kvótinn innkallaður og honum úthlutað á ný með jafnræði og atvinnufrelsi allra að leiðarljósi. Þrátt fyrir að hafa einokað auðlindina og arðrænt sem hefur sýnt sig í glórulausri yfirveðsetningu, skuldasöfnun og afskriftum, kennitöluflakki og sýndargjörningum telja kvótahafar veiðiréttinn sína eign og bótaskylda sé hún af þeim tekin.Lögin skýr um þjóðareign Því er rétt að benda á eftirfarandi atriði: Í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaga stendur: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Þetta segja sumir fræðimenn marklaust því þjóð hafi enga kennitölu. Þarna verði að standa „ríkiseign“. Rökin eru að löggjafinn geti ekki ljáð „þjóðareign“ merkingu heldur megi aðeins notast við hugtök sem kennd hafa verið í lagadeildum. En samkvæmt þessu myndu nytjastofnar hafsins falla undir sama hatt og aðrar ríkiseignir og vera framseljanlegir sem ekki er ætlunin. Kjarninn í hugtakinu „þjóðareign“ er hins vegar ríkiseign eða almannaréttur – sem ekki má selja eða láta varanlega af hendi! Fyrirmyndin er fengin úr lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, frá 1928: „Hið friðlýsta land skal vera [...] ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Hugtakið á sér því stoð í íslenskum lögum – og í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er þessa sérstaklega getið í 34. gr. frumvarpsins. Í sömu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 stendur: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Skýrara getur það vart orðið. Sumir vilja áskilja sér eignarrétt, ekki yfir nytjastofnunum sjálfum, heldur veiðiréttinum - en samkvæmt ofangreindu er það fráleitt þar sem sérstaklega er tekið fram í lögum að forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum sé afturkallanlegt. Og fleira er vert að nefna. Í lögum um samningsveð frá 1997 stendur í 4. mgr. 3. gr.: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips [...].“ Ljóst er því að úthlutun almannagæða hefur verið seld og keypt í trássi við lög og vilja löggjafans. Hagsmunaaðilar hafa farið framhjá þessu með því að hengja aflahlutdeildina á fiskiskip og veðsetja skipið umfram virði og gert veiðiheimildir að markaðsvöru andstætt anda laganna.Dómar skýrir um forræði löggjafans f.h. þjóðarinnar Dæmi eru um að Hæstiréttur hafi staðfest heimild Alþingis til þess að afturkalla veitt leyfi og heimildir ef málefnaleg sjónarmið og jafnræði eru höfð að leiðarljósi. Nýlegt dæmi er úr dómi frá 27. september 2007 þar sem Hæstiréttur var einhuga um að leyfi, veitt Björgun ehf. til vinnslu á hafsbotni 1990, til 30 ára, hefði mátt afturkalla 14 árum síðar á grundvelli nýrra laga frá 2000.Auðlindaákvæði í nýrri stjórnarskrá Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs segir í 1. og 4. mgr. 34. gr.: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. [...] Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Þetta tekur af þann efa sem LÍÚ sáir meðal kjósenda og þingmanna.Lokaorð Samkvæmt ofangreindu hafa útgerðir, bankar og kaupendur kvóta hingað til sjálfir ákveðið viðskiptaforsendur, þ.e. ótímabundinn afnotarétt og yfirveðsetningu. Þeir hafa rekið sitt markaðstorg gegn anda lagaumgjarðar greinarinnar og búið til eigin sýndarheim. Málsókn af þeirra hálfu við innköllun kvóta er auðvitað sjálfsagður réttur þeirra en þann slag á þjóðin að taka og klára þetta deilumál í eitt skipti fyrir öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Núverandi kvótahafar hafa ítrekað smjattað á málsókn gegn ríkinu verði kvótinn innkallaður og honum úthlutað á ný með jafnræði og atvinnufrelsi allra að leiðarljósi. Þrátt fyrir að hafa einokað auðlindina og arðrænt sem hefur sýnt sig í glórulausri yfirveðsetningu, skuldasöfnun og afskriftum, kennitöluflakki og sýndargjörningum telja kvótahafar veiðiréttinn sína eign og bótaskylda sé hún af þeim tekin.Lögin skýr um þjóðareign Því er rétt að benda á eftirfarandi atriði: Í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaga stendur: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Þetta segja sumir fræðimenn marklaust því þjóð hafi enga kennitölu. Þarna verði að standa „ríkiseign“. Rökin eru að löggjafinn geti ekki ljáð „þjóðareign“ merkingu heldur megi aðeins notast við hugtök sem kennd hafa verið í lagadeildum. En samkvæmt þessu myndu nytjastofnar hafsins falla undir sama hatt og aðrar ríkiseignir og vera framseljanlegir sem ekki er ætlunin. Kjarninn í hugtakinu „þjóðareign“ er hins vegar ríkiseign eða almannaréttur – sem ekki má selja eða láta varanlega af hendi! Fyrirmyndin er fengin úr lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, frá 1928: „Hið friðlýsta land skal vera [...] ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Hugtakið á sér því stoð í íslenskum lögum – og í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er þessa sérstaklega getið í 34. gr. frumvarpsins. Í sömu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 stendur: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Skýrara getur það vart orðið. Sumir vilja áskilja sér eignarrétt, ekki yfir nytjastofnunum sjálfum, heldur veiðiréttinum - en samkvæmt ofangreindu er það fráleitt þar sem sérstaklega er tekið fram í lögum að forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum sé afturkallanlegt. Og fleira er vert að nefna. Í lögum um samningsveð frá 1997 stendur í 4. mgr. 3. gr.: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips [...].“ Ljóst er því að úthlutun almannagæða hefur verið seld og keypt í trássi við lög og vilja löggjafans. Hagsmunaaðilar hafa farið framhjá þessu með því að hengja aflahlutdeildina á fiskiskip og veðsetja skipið umfram virði og gert veiðiheimildir að markaðsvöru andstætt anda laganna.Dómar skýrir um forræði löggjafans f.h. þjóðarinnar Dæmi eru um að Hæstiréttur hafi staðfest heimild Alþingis til þess að afturkalla veitt leyfi og heimildir ef málefnaleg sjónarmið og jafnræði eru höfð að leiðarljósi. Nýlegt dæmi er úr dómi frá 27. september 2007 þar sem Hæstiréttur var einhuga um að leyfi, veitt Björgun ehf. til vinnslu á hafsbotni 1990, til 30 ára, hefði mátt afturkalla 14 árum síðar á grundvelli nýrra laga frá 2000.Auðlindaákvæði í nýrri stjórnarskrá Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs segir í 1. og 4. mgr. 34. gr.: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. [...] Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Þetta tekur af þann efa sem LÍÚ sáir meðal kjósenda og þingmanna.Lokaorð Samkvæmt ofangreindu hafa útgerðir, bankar og kaupendur kvóta hingað til sjálfir ákveðið viðskiptaforsendur, þ.e. ótímabundinn afnotarétt og yfirveðsetningu. Þeir hafa rekið sitt markaðstorg gegn anda lagaumgjarðar greinarinnar og búið til eigin sýndarheim. Málsókn af þeirra hálfu við innköllun kvóta er auðvitað sjálfsagður réttur þeirra en þann slag á þjóðin að taka og klára þetta deilumál í eitt skipti fyrir öll.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun