Sport

Þrjár borgir eftir í baráttunni um ÓL 2020

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jacques Rogge, forseti IOC.
Jacques Rogge, forseti IOC.
Framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíusambandsins (IOC) hefur staðfest að Doha og Bakú koma ekki lengur til greina sem gestgjafar Ólympíuleikanna árið 2020.

Doha, höfuðbork Katars, og Bakú í Aserbaídsjan höfðu lagt fram boð um að fá leikana en þau gerðu slíkt hið sama fyrir leikana 2016. Var þeim einnig hafnað af framkvæmdastjórninni þá.

Eftir standa því þrjár borgir - Istanbúl í Tyrklandi, Tókýó og Madríd. Nú fer í gang mikil kosningabarátta þessara þriggja borga en kosið verður á milli þeirra þann 7. september á næsta ári.

Ólympíuleikarnir voru haldnir í Tókýó árið 1964 en hafa aldrei farið fram í Istanbúl eða Madríd. Síðastnefnda borgin er nú að sækja um að fá leikana í þriðja skiptið í röð, Tókýó annað skiptið í röð og Istanbúl í fimmta sinn alls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×