Áströlsku stuðboltarnir heiðursgestir Palla á Nasa 24. maí 2012 10:00 Craig og Daryl eru á Íslandi í þriðja skiptið á átján mánuðum og segjast yfir sig hrifnir af landi og þjóð. Þeir eru líka yfirleitt mjög hrifnir af framlagi okkar til Eurovision og er engin breyting þar á þetta árið. Fréttablaðið/gunnar „Þegar Páll Óskar bauð okkur að koma sem heiðursgestir sínir á Eurovision-ballið á Nasa á laugardaginn gátum við ekki hafnað því, svo við ákváðum að skella okkur bara aftur til Íslands. Við elskum Ísland,“ segja Craig Murray og Daryl Brown, ástralskir Eurovision-aðdáendur sem eru nú staddir á Íslandi í þriðja skipti á síðustu átján mánuðum. Craig og Daryl komust í samband við Pál Óskar fyrir tilstilli Fréttablaðsins þegar þeir voru staddir á landinu í desember og hittu hann, en þeir segja það hafa verið eina af bestu stundum lífs síns. Þeir eru búnir að vera par í rúm 20 ár og hafa báðir mikinn áhuga á Eurovision söngvakeppninni. „Ég er búinn að fylgjast með keppninni í einhver 45 ár,“ segir Craig og Daryl tekur undir það. „Keppnin er alltaf sýnd í Ástralíu og margir sem horfa á hana,“ segir hann. Þeir segja Pál Óskar hafa breytt keppninni stórkostlega þegar hann tók þátt árið 1997. „Þetta var búið að vera allt eins í svo mörg ár áður en hann kom til leiks. Það er honum að þakka að ég byrjaði að fylgjast með íslenskri tónlist og ég er orðinn mikill aðdáandi hennar í dag,“ segir Craig. Strákarnir fóru á keppnina í Noregi árið 2010 og kynntust þar Heru Björk sem var að keppa fyrir hönd okkar Íslendinga. „Hún er alveg frábær og við erum búnir að vera í góðu sambandi við hana síðan,“ segir Daryl og bætir við að þeir hafi ákveðið að alltaf þegar keppnin verði haldin á Norðurlöndunum þá verði þeir viðstaddir hana. „Það eru því allar líkur á að við séum væntanlegir til Skandinavíu aftur á þessum tíma að ári,“ segir Craig og vísar þar til þess hversu góðu gengi sænska laginu hefur verið spáð. Þeirra uppáhaldslög í keppninni í ár eru íslenska lagið, það kýpverska og franska. Ef litið er yfir farinn veg eru ýmis lög sem þeir nefna sem sín uppáhalds, til dæmis sigurlag Tyrkja árið 2003 og úkraínska framlagið Shady Lady frá árinu 2008. Abbalagið Waterloo frá 1974 er samt í mestu uppáhaldi. Þeir segjast yfirleitt vera aðdáendur íslensku laganna og minnast þá sérstaklega á lagið hennar Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, lag Jóhönnu Guðrúnar, Is it true? og að sjálfsögðu lag Páls Óskars, Minn hinsti dans. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Þegar Páll Óskar bauð okkur að koma sem heiðursgestir sínir á Eurovision-ballið á Nasa á laugardaginn gátum við ekki hafnað því, svo við ákváðum að skella okkur bara aftur til Íslands. Við elskum Ísland,“ segja Craig Murray og Daryl Brown, ástralskir Eurovision-aðdáendur sem eru nú staddir á Íslandi í þriðja skipti á síðustu átján mánuðum. Craig og Daryl komust í samband við Pál Óskar fyrir tilstilli Fréttablaðsins þegar þeir voru staddir á landinu í desember og hittu hann, en þeir segja það hafa verið eina af bestu stundum lífs síns. Þeir eru búnir að vera par í rúm 20 ár og hafa báðir mikinn áhuga á Eurovision söngvakeppninni. „Ég er búinn að fylgjast með keppninni í einhver 45 ár,“ segir Craig og Daryl tekur undir það. „Keppnin er alltaf sýnd í Ástralíu og margir sem horfa á hana,“ segir hann. Þeir segja Pál Óskar hafa breytt keppninni stórkostlega þegar hann tók þátt árið 1997. „Þetta var búið að vera allt eins í svo mörg ár áður en hann kom til leiks. Það er honum að þakka að ég byrjaði að fylgjast með íslenskri tónlist og ég er orðinn mikill aðdáandi hennar í dag,“ segir Craig. Strákarnir fóru á keppnina í Noregi árið 2010 og kynntust þar Heru Björk sem var að keppa fyrir hönd okkar Íslendinga. „Hún er alveg frábær og við erum búnir að vera í góðu sambandi við hana síðan,“ segir Daryl og bætir við að þeir hafi ákveðið að alltaf þegar keppnin verði haldin á Norðurlöndunum þá verði þeir viðstaddir hana. „Það eru því allar líkur á að við séum væntanlegir til Skandinavíu aftur á þessum tíma að ári,“ segir Craig og vísar þar til þess hversu góðu gengi sænska laginu hefur verið spáð. Þeirra uppáhaldslög í keppninni í ár eru íslenska lagið, það kýpverska og franska. Ef litið er yfir farinn veg eru ýmis lög sem þeir nefna sem sín uppáhalds, til dæmis sigurlag Tyrkja árið 2003 og úkraínska framlagið Shady Lady frá árinu 2008. Abbalagið Waterloo frá 1974 er samt í mestu uppáhaldi. Þeir segjast yfirleitt vera aðdáendur íslensku laganna og minnast þá sérstaklega á lagið hennar Heru Bjarkar, Je ne sais quoi, lag Jóhönnu Guðrúnar, Is it true? og að sjálfsögðu lag Páls Óskars, Minn hinsti dans. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning