Erlent

Fundu minnsta frosk í heimi á Papúa Nýju Guineu

Hópur bandarískra vísindamanna hefur fundið minnsta frosk heimsins á afskekktu svæði á Papúa Nýju Guineu.

Froskur þessi er aðeins 7 millimetra langur og gæti verið minnsta hryggdýr sem til er í heiminum. Auk þess fundu vísindamennirnir aðeins stærri ættingja þessa frosks á svæðinu.

Mjög erfitt er að koma auga á þennan frosk sökum stærðar hans og þess að hann lifir í föllnum laufum í frumskógarsverðinum og er með feluliti í samræmi við umhverfi sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×