Erlent

Köstuðu af sér vatni á látna Afgana

Myndir og myndband sem sýnir bandaríska hermenn kasta af sér vatni á lík nokkurra manna í Afganistan hefur vakið mikla reiði um heim allan. Landgöngulið Bandaríkjahers segir að verið sé að rannsaka málið og uppruna myndbandsins sem virðist hafa verið sett á Netið í gær.

Það sýnir fjóra landgönguliða standa hlæjandi yfir þremur líkum um leið og þeir losa þvag yfir þau. Í myndbandinu segir að mennirnir séu hluti af leyniskyttuteymi sem staðsett sé við herstöð í Norður Karólínu. Deildin fór til Afganistans á síðasta ári en sneri til baka í september. Talsmaður landgönguliðsins segir að enn sem komið er hafi ekki tekist að bera kennsl á mennina sem um ræðir en að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

Við vörum við myndbandinu sem birt er á heimasíðu Daily Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×