Erlent

Niðurlægir son sinn í von um að hann snúi baki við glæpum

Dynesha ásamt syni sínum.
Dynesha ásamt syni sínum. mynd/abc.com
Móðir unglings sem sakfelldur hefur verið fyrir fjölmörg lögbrot lét son sinn ganga um með skilti þar sem afbrot piltsins voru útlistuð. Hún sagði þetta vera nauðsynlegt enda hefðu dómstólar aðeins gefið honum skilorðsbundin dóm fyrir afbrotin.

Dynesha Lax sagði KLTV fréttastöðinni í Bandaríkjunum að yfirvöld í þar í landi hafi lítið gert til að hjálpa syni sínum.

Hún lét son sinn standa á götuhorni í nokkra klukkutíma með játninguna um hálsinn. Dynesha sagði að vegfarendur hafi verið skelkaðir þegar þau sáu piltinn en hún telur það einungis hafa hjálpað til - markmiðið sé að bjarga piltinum og þetta sé eina leiðin til þess.

Dynesha sagði að lögreglumenn hefðu mætt á svæðið og reynt að frelsa piltinn úr prísundinni en það reyndist ómögulegt enda var hún fullum rétti til að aga son sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×