Lífið

Downey ánægður með Iron Man 3

Robert Downey Jr. er spenntur fyrir þriðju myndinni um Tony Stark sem verður leikstýrt af Shane Black.
Robert Downey Jr. er spenntur fyrir þriðju myndinni um Tony Stark sem verður leikstýrt af Shane Black.
Robert Downey Jr. er þess fullviss að þriðja myndin um vopnasölukónginn Tony Stark og ofurhetju-skyldur hans sem Iron Man verði jafnvel besta ofurhetjukvikmynd allra tíma. Downey lét þessi stóru orð falla í viðtali við vefsíðuna Omelete og bætti því við að hann hlakkaði mikið til að vinna með leikstjóranum Shane Black, sem hefur gert kvikmyndir á borð við Kiss Kiss Bang Bang og Leathal Weapon 4.

Önnur myndin um Stark og ævintýri hans þótti frekar mislukkuð og hlaut dræmar viðtökur gagnrýnenda eftir að fyrsta myndin hafði slegið rækilega í gegn. Og Downey viðurkennir það fúslega. „Við höfum einstakt tækifæri með þriðju Iron Man-myndinni og nú er lag að gera bestu myndina í seríunni. Og ef til vill bestu ofurhetju-mynd allra tíma," segir Downey.

Hann bætir því við að lykillinn að velgengninni sé að líta til þess hvað gerði fyrstu Iron Man-myndina svona góða. „Hún var keyrð áfram af persónum myndarinnar og var mjög sérstök. Við verðum að hafa hugrekki til að fylgja þeirri leið sem var ofursvöl. Og hafa þá trú að áhorfendur séu það svalir að þeir kunni að meta það." -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.