Heimilin í heljargreipum Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 22. febrúar 2012 12:59 Ríkisstjórn Íslands færði kröfuhöfum, fjárglæframönnum, vogunarsjóðum og hrægömmum, heimili margra landsmanna á silfurfati. Kröfuhafarnir hafa haft einhliða skotleyfi á heimili og fjölskyldur sem þeir hafa ekki viljað semja við um húsnæðislán. Margar fjölskyldur hafa misst heimili sín. Nú hlýtur það að vera krafan að Ríkisstjórnin færi lánin aftur í eðlilegt viðskiptaumhverfi. Íslensk heimili eiga rétt á því. Það eru t.d. engin gömul húsnæðislán í Arionbanka! Arionbanki er innheimtustofnun fyrir Dróma hf.! Þar eru gömlu lánin! Um lán sem eru í eigu Dróma hf. getur Arionbanki ekki tekið ákvörðun! Um það hef ég staðfestingu frá yfirmanni bankans. Samt tekur Arionbanki að sér að semja um lánin og lætur eins og hann sé viðsemjandinn.Hrægammar Þegar Spron og Frjálsi fjársestingarbankinn voru lagðir niður var skipuð skilanefnd yfir þá. Þangað fóru húsnæðislán heimilanna sem bankarnir höfðu veitt viðskiptavinum sínum. Lán með veði í íslenskum heimilum. Skilanefndin gætir einhliða hagsmuna kröfuhafanna. Kröfurnar, lánin okkar, eru eign kröfuhafanna sem eru að stærstum hluta til erlendir vogunarsjóðir eða svokallaðir hrægammar hrunsins. Þeir sérhæfa sig í að hagnast á óeðlilegu lána- og viðskiptaumhverfi og er slétt sama um hag Íslendinga. Hvað þá um hag íslenskra heimila. Arionbanki er fyrst og fremst tæki kröfuhafanna til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar lánakröfur. Kröfuhafarnir munu verja sína hagsmuni hvað sem það kostar en það er enginn að verja hagsmuni íslenskra heimila gagnvart þeim.Umboðsmaður lána heimilanna Umboðsmaður skuldara var sett á laggirnar til að skoða sérhagsmuni fárra heimila. Um 60.000 heimili í landinu skulda meira en þau eiga. Þau eru í skuldavanda og þau eru í klóm kröfuhafanna. Það er enginn markvisst að gæta hagsmuna stærsta hluta þessara heimila nema hver og einn fyrir sig. Það þarf að breyta umboðsmanni skuldara strax í umboðsmann lána heimilanna. Embættið ætti fyrst og fremst að vinna að alhliða lausnum á skuldavanda heimilanna. Vera öðrum megin við borðið með stjórnvöldum gagnvart kröfuhöfunum hinum megin við borðið. Umboðsmaðurinn ætti að vera öflugur og vera að leita lausna á skuldavanda heimilanna almennt og semja fyrir allar fjölskyldur með húsnæðislán. Líka þær sem standa í skilum og sjá lánin sín hækka og hækka. Núna eru kröfuhafarnir/hrægammarnir öðrum megin við borðið og heimili landsins með stökkbreytt lánin, ráðalaus og óvarin, hinum megin við borðið. Stjórnvöld virðast vera algerlaga úti að aka og helst leita ráða hjá kröfuhöfunum og innheimtumönnum þeirra. Hverjir stjórna, eru einhverjir yfirhöfuð við stjórn? Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands færði kröfuhöfum, fjárglæframönnum, vogunarsjóðum og hrægömmum, heimili margra landsmanna á silfurfati. Kröfuhafarnir hafa haft einhliða skotleyfi á heimili og fjölskyldur sem þeir hafa ekki viljað semja við um húsnæðislán. Margar fjölskyldur hafa misst heimili sín. Nú hlýtur það að vera krafan að Ríkisstjórnin færi lánin aftur í eðlilegt viðskiptaumhverfi. Íslensk heimili eiga rétt á því. Það eru t.d. engin gömul húsnæðislán í Arionbanka! Arionbanki er innheimtustofnun fyrir Dróma hf.! Þar eru gömlu lánin! Um lán sem eru í eigu Dróma hf. getur Arionbanki ekki tekið ákvörðun! Um það hef ég staðfestingu frá yfirmanni bankans. Samt tekur Arionbanki að sér að semja um lánin og lætur eins og hann sé viðsemjandinn.Hrægammar Þegar Spron og Frjálsi fjársestingarbankinn voru lagðir niður var skipuð skilanefnd yfir þá. Þangað fóru húsnæðislán heimilanna sem bankarnir höfðu veitt viðskiptavinum sínum. Lán með veði í íslenskum heimilum. Skilanefndin gætir einhliða hagsmuna kröfuhafanna. Kröfurnar, lánin okkar, eru eign kröfuhafanna sem eru að stærstum hluta til erlendir vogunarsjóðir eða svokallaðir hrægammar hrunsins. Þeir sérhæfa sig í að hagnast á óeðlilegu lána- og viðskiptaumhverfi og er slétt sama um hag Íslendinga. Hvað þá um hag íslenskra heimila. Arionbanki er fyrst og fremst tæki kröfuhafanna til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar lánakröfur. Kröfuhafarnir munu verja sína hagsmuni hvað sem það kostar en það er enginn að verja hagsmuni íslenskra heimila gagnvart þeim.Umboðsmaður lána heimilanna Umboðsmaður skuldara var sett á laggirnar til að skoða sérhagsmuni fárra heimila. Um 60.000 heimili í landinu skulda meira en þau eiga. Þau eru í skuldavanda og þau eru í klóm kröfuhafanna. Það er enginn markvisst að gæta hagsmuna stærsta hluta þessara heimila nema hver og einn fyrir sig. Það þarf að breyta umboðsmanni skuldara strax í umboðsmann lána heimilanna. Embættið ætti fyrst og fremst að vinna að alhliða lausnum á skuldavanda heimilanna. Vera öðrum megin við borðið með stjórnvöldum gagnvart kröfuhöfunum hinum megin við borðið. Umboðsmaðurinn ætti að vera öflugur og vera að leita lausna á skuldavanda heimilanna almennt og semja fyrir allar fjölskyldur með húsnæðislán. Líka þær sem standa í skilum og sjá lánin sín hækka og hækka. Núna eru kröfuhafarnir/hrægammarnir öðrum megin við borðið og heimili landsins með stökkbreytt lánin, ráðalaus og óvarin, hinum megin við borðið. Stjórnvöld virðast vera algerlaga úti að aka og helst leita ráða hjá kröfuhöfunum og innheimtumönnum þeirra. Hverjir stjórna, eru einhverjir yfirhöfuð við stjórn? Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar