Fréttaskýring: Guðbjartur og Árni Páll í formannsslag 1. desember 2012 08:00 Hver verður formaður Samfylkingarinnar? Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra beið ekki boðanna heldur tilkynnti um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar daginn eftir að hann hafði sigur í forvali flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur hlaut góða kosningu í fyrsta sætið, 76 prósent, en Ólína Þorvarðardóttir bauð sig fram í fyrsta til annað sæti. Framboð Guðbjarts kemur ekki á óvart. Hann hefur lengi verið í spilunum sem einn af arftökum Jóhönnu, þó að þær raddir hafi lækkað um skeið eftir fíaskóið með launahækkun forstjóra Landspítalans. Ferill hans þykir hins vegar að mestu óflekkaður að öðru leyti. Guðbjarts bíður að heyja snarpa kosningabaráttu gegn Árna Páli Árnasyni. Árni Páll nýtur þess að hafa verið í opinberri kosningabaráttu í á þriðja mánuð og í raun má segja að undirbúningur formannsframboðs hans hafi hafist í janúar, eftir brotthvarf hans úr ríkisstjórn. Árni Páll hefur verið gríðarlega duglegur, skrifað greinar í blöð og sótt fundi víða um land. Hann hafði betur en Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi og ljóst er að sigling er á Árna. Hann mun njóta þess að hafa byrjað sitt framboð mun fyrr en Guðbjartur. Guðbjartur er hins vegar ráðherra og mun njóta ýmissa aðgerða ríkisstjórnarinnar; hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs, svo eitthvað sé tínt til. Árni Páll hefur yfir sér það yfirbragð að vera meira til hægri í flokknum. Á hverju það byggist er óskilgreint, báðir eiga frambjóðendur uppruna sinn í Alþýðubandalaginu. Áran yfir Árna er hins vegar meira til hægri og til vinstri hjá Guðbjarti. Það gæti haft áhrif á hluta kjósenda; í hvaða átt þeir vilji að flokkurinn fari. Þegar tveir menn takast á um sama embættið skiptir hins vegar meira máli hvernig kjósendum líst á hvorn um sig sem formann. Greinendum hættir til að ofmeta strategíska hugsun kjósenda. Í grunninn mun niðurstaðan velta á því hvort félagar í Samfylkingunni treysti Árna Páli eða Guðbjarti betur til að leiða flokkinn til sigurs í kosningum. Ekkert annað. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Hver verður formaður Samfylkingarinnar? Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra beið ekki boðanna heldur tilkynnti um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar daginn eftir að hann hafði sigur í forvali flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur hlaut góða kosningu í fyrsta sætið, 76 prósent, en Ólína Þorvarðardóttir bauð sig fram í fyrsta til annað sæti. Framboð Guðbjarts kemur ekki á óvart. Hann hefur lengi verið í spilunum sem einn af arftökum Jóhönnu, þó að þær raddir hafi lækkað um skeið eftir fíaskóið með launahækkun forstjóra Landspítalans. Ferill hans þykir hins vegar að mestu óflekkaður að öðru leyti. Guðbjarts bíður að heyja snarpa kosningabaráttu gegn Árna Páli Árnasyni. Árni Páll nýtur þess að hafa verið í opinberri kosningabaráttu í á þriðja mánuð og í raun má segja að undirbúningur formannsframboðs hans hafi hafist í janúar, eftir brotthvarf hans úr ríkisstjórn. Árni Páll hefur verið gríðarlega duglegur, skrifað greinar í blöð og sótt fundi víða um land. Hann hafði betur en Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi og ljóst er að sigling er á Árna. Hann mun njóta þess að hafa byrjað sitt framboð mun fyrr en Guðbjartur. Guðbjartur er hins vegar ráðherra og mun njóta ýmissa aðgerða ríkisstjórnarinnar; hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs, svo eitthvað sé tínt til. Árni Páll hefur yfir sér það yfirbragð að vera meira til hægri í flokknum. Á hverju það byggist er óskilgreint, báðir eiga frambjóðendur uppruna sinn í Alþýðubandalaginu. Áran yfir Árna er hins vegar meira til hægri og til vinstri hjá Guðbjarti. Það gæti haft áhrif á hluta kjósenda; í hvaða átt þeir vilji að flokkurinn fari. Þegar tveir menn takast á um sama embættið skiptir hins vegar meira máli hvernig kjósendum líst á hvorn um sig sem formann. Greinendum hættir til að ofmeta strategíska hugsun kjósenda. Í grunninn mun niðurstaðan velta á því hvort félagar í Samfylkingunni treysti Árna Páli eða Guðbjarti betur til að leiða flokkinn til sigurs í kosningum. Ekkert annað.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira