Framtíð heilbrigðisþjónustu Helga Bragadóttir skrifar 1. desember 2012 08:00 Ég vil þakka Teiti Guðmundssyni lækni kærlega fyrir mjög svo tímabæra grein í Fréttablaðinu 6. nóvember sl. Hún lýsir bæði framsýni og hugrekki. Ég tek heils hugar undir það sem þar er sett fram. Hversu mikilvægt er ekki að nýta þekkingu, mannafla og annan auð í heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð og gæta í því sambandi vel að vinnuumhverfinu. Heilbrigt vinnuumhverfi er forsenda þess að heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt störfum sínum af fagmennsku og lágmarkað um leið alla sóun. Gæði heilbrigðisþjónustu og vilji heilbrigðisstarfsmanna til góðra verka þar sem heill og öryggi sjúklinga er í fyrirrúmi ættu ekki að vera bundin árferði. Í því er fagmennskan fólgin. Fagleg og sönn vinnubrögð eru nefnilega yfir pólitík og árferði hafin.Betri nýting Ég gæti ekki verið meira sammála varðandi aukna nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Frá því á 10. áratug síðustu aldar, þegar ég stundaði framhaldsnám í hjúkrunarfræði við University of Iowa, hef ég leynt og ljóst leitað leiða til að efla áhuga kollega og ráðamanna á nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Iowa-fylkið í Bandaríkjunum og þar með talið University of Iowa, voru leiðandi í fjarheilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni á þeim tíma og voru meðal frumkvöðla á því sviði í heiminum og kynnti ég mér það sérstaklega í mínu námi. Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem við Íslendingar gætum svo vel nýtt okkur. Með hjálp tækninnar sjúkdómsgreindu læknar sjúklinga í öðrum landshlutum, sérfræðingar í hjúkrun á háskólasjúkrahúsinu veittu kollegum á hjúkrunarheimilum ráðgjöf, heimahjúkrun hringdi í langveika sjúklinga þar sem einnig var notuð gagnvirk myndavél og veitti þeim stuðning til að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús, sálfræðingar veittu meðferðir með fjarfundabúnaði og þverfagleg teymi á háskólasjúkrahúsinu funduðu með meðferðaraðilum á strjálbýlli stöðum s.s. læknum, skólahjúkrunarfræðingum og sérkennurum um fjarfundabúnað. Í Iowa var talað um bætta þjónustu og betri nýtingu þekkingar, mannafla og fjármagns, svo ekki sé talað um aukin þægindi fyrir sjúklinga.Lítið breyst Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá tíma mínum í Iowa, en sorglega lítið hefur breyst í heilbrigðisþjónustu á Íslandi hvað nýjungar og nýtingu tækninnar varðar. En vel má vera að nú séu runnir upp nýir tímar – allt hefur jú sinn rétta tíma. Ég vil að minnsta kosti trúa á bjartari framtíð fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Árið 2004 gerði ég mér ferð til þáverandi heilbrigðisráðherra og til þáverandi landlæknis til að kynna fyrir þeim niðurstöður rannsókna af aukinni nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og reynslu annarra s.s. Breta og Bandaríkjamanna. Afhenti ég þeim m.a. gögn sem ég hafði tekið saman um nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og lagði til að hafist yrði handa um að koma á miðlægri símaþjónustu sem ég kýs að kalla fjarhjúkrun um síma. Þar væri eitt símanúmer fyrir alla þar sem veitt væri gagnreynd leiðsögn til landsmanna. Slík þjónusta hefur reynst vel hjá öðrum þjóðum þar sem hún kemur í veg fyrir dýrari þjónustu s.s. heimsóknir á bráðamóttökur, þar er leiðbeint um rétt viðbrögð og fólki beint á rétta staði, sem kemur sér vel fyrir heilbrigðiskerfið ekki síður en sjúklingana (sjá t.d. http://www.nhsdirect.nhs.uk/).Tími tækifæranna Það er skemmst frá því að segja að mér var vel tekið og máli mínu sýndur áhugi en að öðru leyti held ég að ekkert hafi verið aðhafst. En árið 2004 var góðæri en nú árið 2012 er hart í ári, en slíku árferði fylgja alltaf tækifæri. Nú er að okkur þrengt og við þvinguð til að endurskoða og endurskilgreina margt í okkar lífi, þar með talið ferla og verklag í heilbrigðisþjónustu. Ég er sannfærð um að tími tækifæranna í heilbrigðisþjónustu er kominn, ekki síst í heilsugæslu. Tökum höndum saman; heilbrigðisstarfsmenn, ráðamenn og almenningur, og stöndum vörð um það sem vel er gert og bætum það sem styrkja þarf. Fjölgum sérfræðingum í hjúkrun, aukum þverfræðilega samvinnu og nýtum tæknina betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Teiti Guðmundssyni lækni kærlega fyrir mjög svo tímabæra grein í Fréttablaðinu 6. nóvember sl. Hún lýsir bæði framsýni og hugrekki. Ég tek heils hugar undir það sem þar er sett fram. Hversu mikilvægt er ekki að nýta þekkingu, mannafla og annan auð í heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð og gæta í því sambandi vel að vinnuumhverfinu. Heilbrigt vinnuumhverfi er forsenda þess að heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt störfum sínum af fagmennsku og lágmarkað um leið alla sóun. Gæði heilbrigðisþjónustu og vilji heilbrigðisstarfsmanna til góðra verka þar sem heill og öryggi sjúklinga er í fyrirrúmi ættu ekki að vera bundin árferði. Í því er fagmennskan fólgin. Fagleg og sönn vinnubrögð eru nefnilega yfir pólitík og árferði hafin.Betri nýting Ég gæti ekki verið meira sammála varðandi aukna nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Frá því á 10. áratug síðustu aldar, þegar ég stundaði framhaldsnám í hjúkrunarfræði við University of Iowa, hef ég leynt og ljóst leitað leiða til að efla áhuga kollega og ráðamanna á nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Iowa-fylkið í Bandaríkjunum og þar með talið University of Iowa, voru leiðandi í fjarheilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni á þeim tíma og voru meðal frumkvöðla á því sviði í heiminum og kynnti ég mér það sérstaklega í mínu námi. Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem við Íslendingar gætum svo vel nýtt okkur. Með hjálp tækninnar sjúkdómsgreindu læknar sjúklinga í öðrum landshlutum, sérfræðingar í hjúkrun á háskólasjúkrahúsinu veittu kollegum á hjúkrunarheimilum ráðgjöf, heimahjúkrun hringdi í langveika sjúklinga þar sem einnig var notuð gagnvirk myndavél og veitti þeim stuðning til að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús, sálfræðingar veittu meðferðir með fjarfundabúnaði og þverfagleg teymi á háskólasjúkrahúsinu funduðu með meðferðaraðilum á strjálbýlli stöðum s.s. læknum, skólahjúkrunarfræðingum og sérkennurum um fjarfundabúnað. Í Iowa var talað um bætta þjónustu og betri nýtingu þekkingar, mannafla og fjármagns, svo ekki sé talað um aukin þægindi fyrir sjúklinga.Lítið breyst Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá tíma mínum í Iowa, en sorglega lítið hefur breyst í heilbrigðisþjónustu á Íslandi hvað nýjungar og nýtingu tækninnar varðar. En vel má vera að nú séu runnir upp nýir tímar – allt hefur jú sinn rétta tíma. Ég vil að minnsta kosti trúa á bjartari framtíð fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Árið 2004 gerði ég mér ferð til þáverandi heilbrigðisráðherra og til þáverandi landlæknis til að kynna fyrir þeim niðurstöður rannsókna af aukinni nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og reynslu annarra s.s. Breta og Bandaríkjamanna. Afhenti ég þeim m.a. gögn sem ég hafði tekið saman um nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og lagði til að hafist yrði handa um að koma á miðlægri símaþjónustu sem ég kýs að kalla fjarhjúkrun um síma. Þar væri eitt símanúmer fyrir alla þar sem veitt væri gagnreynd leiðsögn til landsmanna. Slík þjónusta hefur reynst vel hjá öðrum þjóðum þar sem hún kemur í veg fyrir dýrari þjónustu s.s. heimsóknir á bráðamóttökur, þar er leiðbeint um rétt viðbrögð og fólki beint á rétta staði, sem kemur sér vel fyrir heilbrigðiskerfið ekki síður en sjúklingana (sjá t.d. http://www.nhsdirect.nhs.uk/).Tími tækifæranna Það er skemmst frá því að segja að mér var vel tekið og máli mínu sýndur áhugi en að öðru leyti held ég að ekkert hafi verið aðhafst. En árið 2004 var góðæri en nú árið 2012 er hart í ári, en slíku árferði fylgja alltaf tækifæri. Nú er að okkur þrengt og við þvinguð til að endurskoða og endurskilgreina margt í okkar lífi, þar með talið ferla og verklag í heilbrigðisþjónustu. Ég er sannfærð um að tími tækifæranna í heilbrigðisþjónustu er kominn, ekki síst í heilsugæslu. Tökum höndum saman; heilbrigðisstarfsmenn, ráðamenn og almenningur, og stöndum vörð um það sem vel er gert og bætum það sem styrkja þarf. Fjölgum sérfræðingum í hjúkrun, aukum þverfræðilega samvinnu og nýtum tæknina betur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar