Drengir eru þögull hópur þolenda Sunna skrifar 1. desember 2012 08:00 Svala segir þolendafjölda í dómum hæstaréttar er varða kynferðisbrot gegn drengjum ekki endurspegla veruleikann. Fréttablaðið/Valli Hæstaréttardómar sem snúa að kynferðisofbeldi gegn drengjum sýna án efa einungis lítið brot af þeim sem raunverulega eiga sér stað í samfélaginu, að mati Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala hefur rannsakað alla dóma Hæstaréttar frá árinu 1920 sem snúa að kynferðisbrotum gegn drengjum. „Mín tilfinning er sú að dómarnir gefi ekki raunhæfa mynd af málaflokknum. Til dæmis er fjöldi þolenda á þessu langa tímabili óraunhæfur. Veruleikinn er án efa allt annar,“ segir hún. „Stúlkur eru hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur. Staðreyndin er sú að drengir verða líka fyrir kynferðisofbeldi, það vill oft gleymast.“ Í rannsókn Svölu, sem Fréttablaðið birti á þriðjudag, kemur fram að stærstur hluti gerenda er ókunnugir karlmenn. Svala telur það ekki endurspegla veruleikann þegar kynferðisbrot gegn drengjum eiga í hlut. „Ég tel að skýringin sé sú að brot séu frekar þögguð niður þegar drengir eiga í hlut og það sé brotið á þeim af karlmanni sem er í nærumhverfi þeirra eða tengdur þeim á einhvern hátt. Kynferðisbrot gegn börnum eru almennt þögguð niður, en ég held að brot gegn drengjum séu það enn frekar.“ Hún telur þó að málin fái ekki aðra meðferð innan kerfisins en þegar stúlkur eiga í hlut, heldur gefi færri strákar sig fram. „Þeim er líka síður trúað og það er síður gert ráð fyrir því að einhver hegðunarmynstur hjá strák geti verið afleiðing kynferðisofbeldis. Staðalmyndin er sú að stúlka er þolandi.“ Svölu hafa borist símtöl eftir umfjöllun Fréttablaðsins um málið í vikunni, þar sem fólk þakkaði henni fyrir að rannsaka málaflokkinn. „Fólk sagði mér sögur úr sínu lífi og frá harmleikum innan fjölskyldunnar. Fólk sagðist almennt ekkert hafa vitað hvað það átti að gera,“ segir hún. Nauðsynlegt sé að hlúa betur að málaflokknum og opna umræðuna á annan hátt, til að aflétta þögguninni sem hefur ríkt alla tíð. Það hjálpi drengjum að stíga fram og greina frá ofbeldinu. „Ef þolendafjöldi í dómum Hæstaréttar í þessi 90 ár endurspeglar veruleikann, þyrftum við í raun ekki að hafa miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gegn drengjum. En við vitum öll að það er ekki satt.“ Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Hæstaréttardómar sem snúa að kynferðisofbeldi gegn drengjum sýna án efa einungis lítið brot af þeim sem raunverulega eiga sér stað í samfélaginu, að mati Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala hefur rannsakað alla dóma Hæstaréttar frá árinu 1920 sem snúa að kynferðisbrotum gegn drengjum. „Mín tilfinning er sú að dómarnir gefi ekki raunhæfa mynd af málaflokknum. Til dæmis er fjöldi þolenda á þessu langa tímabili óraunhæfur. Veruleikinn er án efa allt annar,“ segir hún. „Stúlkur eru hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur. Staðreyndin er sú að drengir verða líka fyrir kynferðisofbeldi, það vill oft gleymast.“ Í rannsókn Svölu, sem Fréttablaðið birti á þriðjudag, kemur fram að stærstur hluti gerenda er ókunnugir karlmenn. Svala telur það ekki endurspegla veruleikann þegar kynferðisbrot gegn drengjum eiga í hlut. „Ég tel að skýringin sé sú að brot séu frekar þögguð niður þegar drengir eiga í hlut og það sé brotið á þeim af karlmanni sem er í nærumhverfi þeirra eða tengdur þeim á einhvern hátt. Kynferðisbrot gegn börnum eru almennt þögguð niður, en ég held að brot gegn drengjum séu það enn frekar.“ Hún telur þó að málin fái ekki aðra meðferð innan kerfisins en þegar stúlkur eiga í hlut, heldur gefi færri strákar sig fram. „Þeim er líka síður trúað og það er síður gert ráð fyrir því að einhver hegðunarmynstur hjá strák geti verið afleiðing kynferðisofbeldis. Staðalmyndin er sú að stúlka er þolandi.“ Svölu hafa borist símtöl eftir umfjöllun Fréttablaðsins um málið í vikunni, þar sem fólk þakkaði henni fyrir að rannsaka málaflokkinn. „Fólk sagði mér sögur úr sínu lífi og frá harmleikum innan fjölskyldunnar. Fólk sagðist almennt ekkert hafa vitað hvað það átti að gera,“ segir hún. Nauðsynlegt sé að hlúa betur að málaflokknum og opna umræðuna á annan hátt, til að aflétta þögguninni sem hefur ríkt alla tíð. Það hjálpi drengjum að stíga fram og greina frá ofbeldinu. „Ef þolendafjöldi í dómum Hæstaréttar í þessi 90 ár endurspeglar veruleikann, þyrftum við í raun ekki að hafa miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gegn drengjum. En við vitum öll að það er ekki satt.“
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira