Lifa í stöðugum ótta við ósýnilega hættu 12. mars 2012 02:00 Tveir menn setjast út fyrir til að reykja í flóttamannabúðum, sem komið var upp í ónotuðum skóla í Kazo fyrir íbúa bæjarins Futaba, sem rýma þurfti vegna geislahættu.fréttablaðið/AP „Í raun og veru er ekki óhætt að búa hér," segir Yoshiko Ota. „En við búum hérna." Hún býr í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í Japan fyrir einu ári. Eins og margir aðrir íbúar þar er hún haldin stöðugum ótta. Hún þorir ekki að hafa gluggana opna. Hún hengir þvottinn sinn aldrei upp utandyra. Og hún leggur hart að dætrum sínum að eignast aldrei börn, af ótta við alvarlega fæðingargalla. „Talsmaður stjórnvalda segir alltaf að ekki sé hætta á neinum heilsufarsáhrifum í bráð," segir Ota, sem er 48 ára starfskona á leikskóla. „En hann talar ekkert um það sem gerist eftir tíu eða tuttugu ár. Hann hlýtur að halda að íbúar Fukushima séu fífl." Hún tekur hættuna alvarlega. Hún tekur inn efnaskiptalyf í von um að losna hraðar við áhrif geislunar úr líkamanum. Hún notar ekki kranavatn heldur kaupir vatn á flöskum fyrir 10 þúsund jen á mánuði, eða meira en 15 þúsund krónur. Hún kaupir ekki grænmeti eða ávexti sem ræktaðir eru í nágrenninu heldur hefur töluvert fyrir því að útvega sér þessar vörur annars staðar frá. Aðrir íbúar í Fukushima taka hættuna að vísu ekki allir jafn alvarlega og hún. En óhugur er í þeim öllum. Sumir eru fluttir burt. Aðrir vita að þeir búa með ósýnilegum óvini. Enn þann dag í dag berst geislamengun frá kjarnorkuverinu, þótt engin starfsemi sé þar lengur. Sérfræðingar virðast flestir sammála um að þótt líf fólks sé ekki í bráðri hættu, þá megi búast við að krabbamein eða aðrir sjúkdómar og kvillar skjóti upp kollinum síðar meir. Fólki er ráðlagt að fara varlega, borða ekki mikið af mat sem framleiddur er í nágrenninu og halda ekki lengi kyrru fyrir á stöðum þar sem hættan þykir meiri en annars staðar, í göturæsum til dæmis eða við lauftré. Mest er hættan fyrir börnin, en enginn getur gefið ákveðin svör um það hve mikil hún er. Meira en 280 þúsund manns búa í Fukushima og mikill fjöldi að auki í næstu nágrannabæjum, þar á meðal stór hluti þeirra 100 þúsund manna sem þurftu að yfirgefa heimili sín í næsta nágrenni kjarnorkuversins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
„Í raun og veru er ekki óhætt að búa hér," segir Yoshiko Ota. „En við búum hérna." Hún býr í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í Japan fyrir einu ári. Eins og margir aðrir íbúar þar er hún haldin stöðugum ótta. Hún þorir ekki að hafa gluggana opna. Hún hengir þvottinn sinn aldrei upp utandyra. Og hún leggur hart að dætrum sínum að eignast aldrei börn, af ótta við alvarlega fæðingargalla. „Talsmaður stjórnvalda segir alltaf að ekki sé hætta á neinum heilsufarsáhrifum í bráð," segir Ota, sem er 48 ára starfskona á leikskóla. „En hann talar ekkert um það sem gerist eftir tíu eða tuttugu ár. Hann hlýtur að halda að íbúar Fukushima séu fífl." Hún tekur hættuna alvarlega. Hún tekur inn efnaskiptalyf í von um að losna hraðar við áhrif geislunar úr líkamanum. Hún notar ekki kranavatn heldur kaupir vatn á flöskum fyrir 10 þúsund jen á mánuði, eða meira en 15 þúsund krónur. Hún kaupir ekki grænmeti eða ávexti sem ræktaðir eru í nágrenninu heldur hefur töluvert fyrir því að útvega sér þessar vörur annars staðar frá. Aðrir íbúar í Fukushima taka hættuna að vísu ekki allir jafn alvarlega og hún. En óhugur er í þeim öllum. Sumir eru fluttir burt. Aðrir vita að þeir búa með ósýnilegum óvini. Enn þann dag í dag berst geislamengun frá kjarnorkuverinu, þótt engin starfsemi sé þar lengur. Sérfræðingar virðast flestir sammála um að þótt líf fólks sé ekki í bráðri hættu, þá megi búast við að krabbamein eða aðrir sjúkdómar og kvillar skjóti upp kollinum síðar meir. Fólki er ráðlagt að fara varlega, borða ekki mikið af mat sem framleiddur er í nágrenninu og halda ekki lengi kyrru fyrir á stöðum þar sem hættan þykir meiri en annars staðar, í göturæsum til dæmis eða við lauftré. Mest er hættan fyrir börnin, en enginn getur gefið ákveðin svör um það hve mikil hún er. Meira en 280 þúsund manns búa í Fukushima og mikill fjöldi að auki í næstu nágrannabæjum, þar á meðal stór hluti þeirra 100 þúsund manna sem þurftu að yfirgefa heimili sín í næsta nágrenni kjarnorkuversins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira