Er einhver óvissa? Guðrún Nordal skrifar 10. mars 2012 12:00 Íslensk umræða snýst oftar en ekki um persónur fremur en málefni. Umræðan síðustu daga um forsetakosningarnar er af því tagi. Núverandi forseti Íslands hefur nú lýst því yfir að hann hyggist sækja eftir endurkjöri á sumri komanda og vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Það er vissulega rétt að mörg veigamikil mál eru óútkljáð, en engin óvissa er uppi um hvernig fjalla skuli um þau mál né hvernig komast eigi að niðurstöðu. Samkvæmt stjórnarskrá verður fjallað um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi og þær síðan bornar í tvígang undir atkvæði þjóðarinnar, og þegar niðurstaða fæst í umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður hún sömuleiðis sett í dóm þjóðarinnar og að lokum til lykta leidd á Alþingi. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af umróti á vettvangi þjóðmála í tengslum við kjör forseta Íslands. Miklu fremur þarf að ræða um hvernig forseta við viljum áður en við nefnum ákveðin nöfn til sögunnar. Í viðkvæmu fámenninu er sú krafa eðlileg að forseti blandi sér ekki með beinum hætti inn í flokkspólitísk álitamál, en við kjósum heldur ekki að hann sitji þegjandalega á skoðunum sínum eða tjái sig ekki um helstu mál samtímans eða framtíðarviðfangsefni þjóðarinnar. Brýnustu álitamál samtímans snúast ekki um hvar við sitjum á stóli í sölum alþingis né verða þau sett niður með sleggjudómum. Þau fjalla um misskiptingu auðs og tækifæra barna í heiminum, þau fjalla um matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu á lífsnauðsynlegum gæðum, þau fjalla um aðgang eða skort á vatni, þau fjalla um þær miklu loftslagsbreytingar sem breyta ekki aðeins náttúrulegum skilyrðum okkar heldur félagslegum og menningarlegum aðstæðum, þau fjalla um róttæk áhrif tæknibyltingar síðustu ára á samskipti manna, persónulegt öryggi og félagslega líðan, þau fjalla um átök menningarheima og trúarhópa. Og þessi mál skipta Íslendinga jafnmiklu máli og aðra. Við viljum ekki sitja hjá í umræðu samtímans. Lausnirnar eru ekki einfaldar, en þær hljóta að byggja á samstilltu átaki sem hvílir á vísindalegri þekkingu, sköpunarkrafti einstaklinga, víðsýni og siðferðilegu þreki, og þar hefur hvert okkar eitthvað til mála að leggja. Þær krefjast þess að við látum ekki fámennið spilla umræðunni og að við leggjum kraftana saman. Hlutverk forseta Íslands er skilgreint í stjórnarskrá. Hann er þjóðkjörinn og er því í einstakri stöðu sem trúnaðarmaður þjóðarinnar. Á þessum tímamótum tel ég að sá sem verður kjörinn forseti á næsta sumri hafi sérstöku hlutverki að gegna einmitt með því að leiða fólk saman og hvetja okkur til uppbyggilegrar og vandaðrar samræðu þvert á þær gamalkunnu átakalínur sem þreyta þorra landsmanna. Við þurfum á slíkum sameiginlegum vettvangi að halda. Mín hugsjón er því sú að forsetinn sameini okkur í samræðunni sjálfri; og að hann gangi þar fram fyrir skjöldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Íslensk umræða snýst oftar en ekki um persónur fremur en málefni. Umræðan síðustu daga um forsetakosningarnar er af því tagi. Núverandi forseti Íslands hefur nú lýst því yfir að hann hyggist sækja eftir endurkjöri á sumri komanda og vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Það er vissulega rétt að mörg veigamikil mál eru óútkljáð, en engin óvissa er uppi um hvernig fjalla skuli um þau mál né hvernig komast eigi að niðurstöðu. Samkvæmt stjórnarskrá verður fjallað um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi og þær síðan bornar í tvígang undir atkvæði þjóðarinnar, og þegar niðurstaða fæst í umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður hún sömuleiðis sett í dóm þjóðarinnar og að lokum til lykta leidd á Alþingi. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af umróti á vettvangi þjóðmála í tengslum við kjör forseta Íslands. Miklu fremur þarf að ræða um hvernig forseta við viljum áður en við nefnum ákveðin nöfn til sögunnar. Í viðkvæmu fámenninu er sú krafa eðlileg að forseti blandi sér ekki með beinum hætti inn í flokkspólitísk álitamál, en við kjósum heldur ekki að hann sitji þegjandalega á skoðunum sínum eða tjái sig ekki um helstu mál samtímans eða framtíðarviðfangsefni þjóðarinnar. Brýnustu álitamál samtímans snúast ekki um hvar við sitjum á stóli í sölum alþingis né verða þau sett niður með sleggjudómum. Þau fjalla um misskiptingu auðs og tækifæra barna í heiminum, þau fjalla um matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu á lífsnauðsynlegum gæðum, þau fjalla um aðgang eða skort á vatni, þau fjalla um þær miklu loftslagsbreytingar sem breyta ekki aðeins náttúrulegum skilyrðum okkar heldur félagslegum og menningarlegum aðstæðum, þau fjalla um róttæk áhrif tæknibyltingar síðustu ára á samskipti manna, persónulegt öryggi og félagslega líðan, þau fjalla um átök menningarheima og trúarhópa. Og þessi mál skipta Íslendinga jafnmiklu máli og aðra. Við viljum ekki sitja hjá í umræðu samtímans. Lausnirnar eru ekki einfaldar, en þær hljóta að byggja á samstilltu átaki sem hvílir á vísindalegri þekkingu, sköpunarkrafti einstaklinga, víðsýni og siðferðilegu þreki, og þar hefur hvert okkar eitthvað til mála að leggja. Þær krefjast þess að við látum ekki fámennið spilla umræðunni og að við leggjum kraftana saman. Hlutverk forseta Íslands er skilgreint í stjórnarskrá. Hann er þjóðkjörinn og er því í einstakri stöðu sem trúnaðarmaður þjóðarinnar. Á þessum tímamótum tel ég að sá sem verður kjörinn forseti á næsta sumri hafi sérstöku hlutverki að gegna einmitt með því að leiða fólk saman og hvetja okkur til uppbyggilegrar og vandaðrar samræðu þvert á þær gamalkunnu átakalínur sem þreyta þorra landsmanna. Við þurfum á slíkum sameiginlegum vettvangi að halda. Mín hugsjón er því sú að forsetinn sameini okkur í samræðunni sjálfri; og að hann gangi þar fram fyrir skjöldu.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun