Er einhver óvissa? Guðrún Nordal skrifar 10. mars 2012 12:00 Íslensk umræða snýst oftar en ekki um persónur fremur en málefni. Umræðan síðustu daga um forsetakosningarnar er af því tagi. Núverandi forseti Íslands hefur nú lýst því yfir að hann hyggist sækja eftir endurkjöri á sumri komanda og vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Það er vissulega rétt að mörg veigamikil mál eru óútkljáð, en engin óvissa er uppi um hvernig fjalla skuli um þau mál né hvernig komast eigi að niðurstöðu. Samkvæmt stjórnarskrá verður fjallað um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi og þær síðan bornar í tvígang undir atkvæði þjóðarinnar, og þegar niðurstaða fæst í umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður hún sömuleiðis sett í dóm þjóðarinnar og að lokum til lykta leidd á Alþingi. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af umróti á vettvangi þjóðmála í tengslum við kjör forseta Íslands. Miklu fremur þarf að ræða um hvernig forseta við viljum áður en við nefnum ákveðin nöfn til sögunnar. Í viðkvæmu fámenninu er sú krafa eðlileg að forseti blandi sér ekki með beinum hætti inn í flokkspólitísk álitamál, en við kjósum heldur ekki að hann sitji þegjandalega á skoðunum sínum eða tjái sig ekki um helstu mál samtímans eða framtíðarviðfangsefni þjóðarinnar. Brýnustu álitamál samtímans snúast ekki um hvar við sitjum á stóli í sölum alþingis né verða þau sett niður með sleggjudómum. Þau fjalla um misskiptingu auðs og tækifæra barna í heiminum, þau fjalla um matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu á lífsnauðsynlegum gæðum, þau fjalla um aðgang eða skort á vatni, þau fjalla um þær miklu loftslagsbreytingar sem breyta ekki aðeins náttúrulegum skilyrðum okkar heldur félagslegum og menningarlegum aðstæðum, þau fjalla um róttæk áhrif tæknibyltingar síðustu ára á samskipti manna, persónulegt öryggi og félagslega líðan, þau fjalla um átök menningarheima og trúarhópa. Og þessi mál skipta Íslendinga jafnmiklu máli og aðra. Við viljum ekki sitja hjá í umræðu samtímans. Lausnirnar eru ekki einfaldar, en þær hljóta að byggja á samstilltu átaki sem hvílir á vísindalegri þekkingu, sköpunarkrafti einstaklinga, víðsýni og siðferðilegu þreki, og þar hefur hvert okkar eitthvað til mála að leggja. Þær krefjast þess að við látum ekki fámennið spilla umræðunni og að við leggjum kraftana saman. Hlutverk forseta Íslands er skilgreint í stjórnarskrá. Hann er þjóðkjörinn og er því í einstakri stöðu sem trúnaðarmaður þjóðarinnar. Á þessum tímamótum tel ég að sá sem verður kjörinn forseti á næsta sumri hafi sérstöku hlutverki að gegna einmitt með því að leiða fólk saman og hvetja okkur til uppbyggilegrar og vandaðrar samræðu þvert á þær gamalkunnu átakalínur sem þreyta þorra landsmanna. Við þurfum á slíkum sameiginlegum vettvangi að halda. Mín hugsjón er því sú að forsetinn sameini okkur í samræðunni sjálfri; og að hann gangi þar fram fyrir skjöldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Íslensk umræða snýst oftar en ekki um persónur fremur en málefni. Umræðan síðustu daga um forsetakosningarnar er af því tagi. Núverandi forseti Íslands hefur nú lýst því yfir að hann hyggist sækja eftir endurkjöri á sumri komanda og vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Það er vissulega rétt að mörg veigamikil mál eru óútkljáð, en engin óvissa er uppi um hvernig fjalla skuli um þau mál né hvernig komast eigi að niðurstöðu. Samkvæmt stjórnarskrá verður fjallað um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi og þær síðan bornar í tvígang undir atkvæði þjóðarinnar, og þegar niðurstaða fæst í umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður hún sömuleiðis sett í dóm þjóðarinnar og að lokum til lykta leidd á Alþingi. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af umróti á vettvangi þjóðmála í tengslum við kjör forseta Íslands. Miklu fremur þarf að ræða um hvernig forseta við viljum áður en við nefnum ákveðin nöfn til sögunnar. Í viðkvæmu fámenninu er sú krafa eðlileg að forseti blandi sér ekki með beinum hætti inn í flokkspólitísk álitamál, en við kjósum heldur ekki að hann sitji þegjandalega á skoðunum sínum eða tjái sig ekki um helstu mál samtímans eða framtíðarviðfangsefni þjóðarinnar. Brýnustu álitamál samtímans snúast ekki um hvar við sitjum á stóli í sölum alþingis né verða þau sett niður með sleggjudómum. Þau fjalla um misskiptingu auðs og tækifæra barna í heiminum, þau fjalla um matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu á lífsnauðsynlegum gæðum, þau fjalla um aðgang eða skort á vatni, þau fjalla um þær miklu loftslagsbreytingar sem breyta ekki aðeins náttúrulegum skilyrðum okkar heldur félagslegum og menningarlegum aðstæðum, þau fjalla um róttæk áhrif tæknibyltingar síðustu ára á samskipti manna, persónulegt öryggi og félagslega líðan, þau fjalla um átök menningarheima og trúarhópa. Og þessi mál skipta Íslendinga jafnmiklu máli og aðra. Við viljum ekki sitja hjá í umræðu samtímans. Lausnirnar eru ekki einfaldar, en þær hljóta að byggja á samstilltu átaki sem hvílir á vísindalegri þekkingu, sköpunarkrafti einstaklinga, víðsýni og siðferðilegu þreki, og þar hefur hvert okkar eitthvað til mála að leggja. Þær krefjast þess að við látum ekki fámennið spilla umræðunni og að við leggjum kraftana saman. Hlutverk forseta Íslands er skilgreint í stjórnarskrá. Hann er þjóðkjörinn og er því í einstakri stöðu sem trúnaðarmaður þjóðarinnar. Á þessum tímamótum tel ég að sá sem verður kjörinn forseti á næsta sumri hafi sérstöku hlutverki að gegna einmitt með því að leiða fólk saman og hvetja okkur til uppbyggilegrar og vandaðrar samræðu þvert á þær gamalkunnu átakalínur sem þreyta þorra landsmanna. Við þurfum á slíkum sameiginlegum vettvangi að halda. Mín hugsjón er því sú að forsetinn sameini okkur í samræðunni sjálfri; og að hann gangi þar fram fyrir skjöldu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun