Fyrirsætan og sjónvarpskonan Heidi Klum hefur í fyrsta sinn tjáð sig um skilnaðinn við popparann Seal. Þau skildu í janúar eftir sjö ára hjónaband.
„Mér finnst ég vera inni í miðjum fellibyl. Tilfinningarnar sem bærast inni í mér eru eins og fellibylur. Svo er algjör klikkun í gangi allt í kringum okkur með alls konar vangaveltum. Það er annars konar fellibylur,“ sagði hún og bætti við að almenningur hafi aðeins séð frábæru hliðarnar á sambandinu en neitaði að tjá sig nánar um það í samtali við tímaritið Elle.
„Fólk þarf ekki að vita hver gerði hvað. Ég vil hvorki tala jákvætt né neikvætt um þær hæðir og lægðir sem við áttum.“
